Sport

Gerwyn Price heimsmeistari í fyrsta sinn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Með þann stóra.
Með þann stóra. vísir/Getty

Gerwyn Price er heimsmeistari í pílukasti árið 2021 eftir sigur á Gary Anderson í úrslitaleik í Alexandra Palace í kvöld.

Úrslitaleiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu enda höfðu báðir leikmenn spilað frábærlega á mótinu þegar kom að úrslitaleiknum.

Skoski reynsluboltinn Gary Anderson vann fyrsta settið en í kjölfarið fór Gerwyn Price á mikið flug og vann sex sett í röð en alls þarf að vinna sjö sett í úrslitaeinvíginu.

Taugarnar voru þandar hjá Price og hann klúðraði góðum tækifærum til að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Gary Anderson, sem oft hefur spilað betur, minnti á sig og vann tvö sett en í tíunda settinu hafðist það loks hjá Walesverjanum Gerwyn Price og fagnar hann þar með sínum fyrsta heimsmeistaratitli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.