Danski handboltinn

Fréttamynd

Tvö íslensk töp í danska kvennahandboltanum

Það voru Íslendingar í eldlínunni í efstu tveimur deildum danska handboltans í kvöld. Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði tíu skot í marki Ringkøbing er liðið tapaði 32-28 gegn Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni og Sandra Erlingsdóttir og stöllur hennar í Aalborg töpuðu gegn SønderjyskE í B-deildinni 24-22.

Handbolti
Fréttamynd

Ágúst Elí og félagar fjarlægjast fallsvæðið

Ágúst Elí Björgvinsson og félagar hans í KIF Kolding unnu mikilvægan þriggja marka sigur er liðið tók á móti TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 29-26 og Ágúst og félagar eru nú þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

Handbolti
Fréttamynd

Aron skoraði sex og lagði upp fjögur í naumum sigri

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu nauman tveggja marka sigur er liðið tók á móti Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Lokatölur urðu 32-30, en Aron kom með beinum hætti að tíu mörkum heimamanna.

Handbolti
Fréttamynd

Elín Jóna fann sig ekki í stóru tapi

Elín Jóna Þorsteinsdóttir og stöllur hennar í danska liðinu Ringkøbing máttu þola stórt tap er liðið heimsótti Ajax frá Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 30-21, Ajax í vil.

Handbolti
Fréttamynd

Aron og félagar snéru taflinu við í seinni hálfleik

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu góðan endurkomusigur er liðið heimsótti Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik komu Aron og félagar til baka og unnu góðan eins marks sigur, 31-30.

Handbolti
Fréttamynd

Elín Jóna fór á kostum í Íslendingaslag

Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í marki Ringkøbing er liðið vann góðan átta marka sigur, 28-20, gegn Steinunni Hansdóttur og liðsfélögum hennar í Skanderborg í danska handboltanum í kvöld.

Handbolti