Handbolti

Mis­jafnt gengi Ís­lendinga­liðanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elvar Ásgeirsson í baráttunni.
Elvar Ásgeirsson í baráttunni. Ribe-Esbjerg

Íslendingaliðin Álaborg og Ribe-Esbjerg áttu misjöfnu gengi að fagna í úrslitakeppni danska handboltans í dag.

Aron Pálmarsson var ekki með Álaborg sem vann fimm marka sigur á Kolding, lokatölur 33-28. Arnór Atlason er sem fyrr aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Ribe-Esbjerg átti ekki jafn góðu gengi að fagna þegar liðið heimsótti Skjern. Fór það svo að Skjern vann átta marka sigur, lokatölur 32-24.

Ágúst Elí Björgvinsson varði 8 skot í marki Ribe-Esbjerg og var með 22 prósent hlutfallsmarkvörslu. Elvar Ásgeirsson skoraði þrjú mörk í liði Ribe-Esbjerg. Arnar Birkir Hálfdánsson komst ekki á blað.

Staðan í riðli 1 í meistaraumspilinu er þannig að Álaborg er á toppnum með 5 stig, Skjern er þar á eftir með 4 stig á meðan Kolding og Ribe-Esbjerg eru með 1 stig hvort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×