Guðmundur fullviss um að ákvörðun sín hafi verið sú rétta í stöðunni Aron Guðmundsson skrifar 10. maí 2023 11:30 Guðmundur Guðmundsson, fyrrum landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta og núverandi þjálfari Federicia EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Federicia sem spilar í efstu deild Danmerkur í handbolta, segist fullviss um að ákvörðun sín að taka ekki leikhlé á lokaandartökum mikilvægs leiks gegn GOG á dögunum, hafi verið sú rétta í stöðunni. Um var að ræða algjöran toppslag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar sem endaði að lokum með jafntefli en lærisveinar Guðmundar hjá Federicia voru einu marki yfir, 33-32, þegar rúmar tíu sekúndur eftir lifðu leiks. GOG hélt fram í sókn og þegar að rúmar fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum kom Simon Pytlick boltanum í netið og jafnaði leikinn, 33-33. Guðmundur Guðmundsson átti inni leikhlé á þessari stundu en hann kaus að taka það ekki, ákvörðun sem fjölmiðlar ytra hafa velt mikið fyrir sér. GOG 33-33 Fredericia HKAnother dramatic match from the Danish playoff. FHK was so close to secure the semifinal spot - but nothing decided before the last round! : TV2 Play#handball pic.twitter.com/wyq1NBioB5— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 7, 2023 „Ég kaus að gera þetta svona af því að þeir voru að spila 7 á móti 6 á okkur. Við hefðum geta skorað í autt markið,“ sagði Guðmundur um ákvörðun sína í samtali við TV2 Sport. „Það hefði verið illa gert að reyna ekki að nýta sér það. Við vorum nálægt því að láta þetta ganga upp.“ Planið hafi verið að keyra hraða miðju á GOG og freista þess að koma boltanum í autt markið og stela þar með sigrinum. Lasse Balstad, leikmaður GOG, var hins vegar fljótur að átta sig og tókst að koma í veg fyrir að skot Federicia endaði í netinu. „Þeir skoruðu fimm sekúndum fyrir leikslok og þá höfum við lítinn tíma til þess að bregðast við. Þetta var það sem við ætluðum okkur og ég er viss um að það hafi verið það besta í stöðunni.“ Sigur hefði tryggt Federicia sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar. Þó svo að það hafi ekki náðst í þessari umferð stendur liðið vel að vígi fyrir síðustu umferðina í 2. sæti B-riðils. Jafntefli í lokaleiknum, sem er útileikur gegn Skanderborg, tryggir lærisveinum Guðmundar sæti í undanúrslitum. „Örlögin eru í okkar höndum, það er gott að vita af því,“ sagði Guðmundur sem er mjög stoltur af leikmönnum sínum. Danski handboltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
Um var að ræða algjöran toppslag í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar sem endaði að lokum með jafntefli en lærisveinar Guðmundar hjá Federicia voru einu marki yfir, 33-32, þegar rúmar tíu sekúndur eftir lifðu leiks. GOG hélt fram í sókn og þegar að rúmar fimm sekúndur voru eftir af leiktímanum kom Simon Pytlick boltanum í netið og jafnaði leikinn, 33-33. Guðmundur Guðmundsson átti inni leikhlé á þessari stundu en hann kaus að taka það ekki, ákvörðun sem fjölmiðlar ytra hafa velt mikið fyrir sér. GOG 33-33 Fredericia HKAnother dramatic match from the Danish playoff. FHK was so close to secure the semifinal spot - but nothing decided before the last round! : TV2 Play#handball pic.twitter.com/wyq1NBioB5— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 7, 2023 „Ég kaus að gera þetta svona af því að þeir voru að spila 7 á móti 6 á okkur. Við hefðum geta skorað í autt markið,“ sagði Guðmundur um ákvörðun sína í samtali við TV2 Sport. „Það hefði verið illa gert að reyna ekki að nýta sér það. Við vorum nálægt því að láta þetta ganga upp.“ Planið hafi verið að keyra hraða miðju á GOG og freista þess að koma boltanum í autt markið og stela þar með sigrinum. Lasse Balstad, leikmaður GOG, var hins vegar fljótur að átta sig og tókst að koma í veg fyrir að skot Federicia endaði í netinu. „Þeir skoruðu fimm sekúndum fyrir leikslok og þá höfum við lítinn tíma til þess að bregðast við. Þetta var það sem við ætluðum okkur og ég er viss um að það hafi verið það besta í stöðunni.“ Sigur hefði tryggt Federicia sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar. Þó svo að það hafi ekki náðst í þessari umferð stendur liðið vel að vígi fyrir síðustu umferðina í 2. sæti B-riðils. Jafntefli í lokaleiknum, sem er útileikur gegn Skanderborg, tryggir lærisveinum Guðmundar sæti í undanúrslitum. „Örlögin eru í okkar höndum, það er gott að vita af því,“ sagði Guðmundur sem er mjög stoltur af leikmönnum sínum.
Danski handboltinn Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira