Handbolti

Aron meiddist á læri í sigri helgarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik með Álaborg gegn Barcelona.
Aron Pálmarsson í leik með Álaborg gegn Barcelona. Getty Images

Svo virðist sem landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson hafi meiðst á læri um helgina þegar Álaborg vann öruggan sigur á Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Aron átti mjög góðan leik í átta marka sigri Álaborgar um liðna helgi. Var hann markahæstur í sínu liði með 7 mörk ásamt því að gefa 3 stoðsendingar.

Nú greinir hins vegar danski fréttamiðillinn Nordjyske frá því að hinn 32 ára gamli Aron hafi meiðst á læri í leiknum. Þar segir alls ólíklegt að Aron geti tekið þátt í leik Álaborgar gegn GOG í Meistaradeild Evrópu á fimmtudaginn kemur.

Álaborg og GOG eru jöfn að stigum í dönsku úrvalsdeildinni og því má reikna með hörku rimmu þegar þau mætast í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×