Kveðja „íslenska múrinn“ með miklum trega en Elín fer til Álaborgar Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2023 11:31 Elín Jóna Þorsteinsdóttir fagnar í vináttulandsleik gegn B-liði Noregs á dögunum. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður í handbolta, hefur ákveðið að söðla um í Danmörku þrátt fyrir mikinn áhuga Ringköbing á að halda henni í sínum röðum. Elín Jóna mun í sumar ganga í raðir EH Aalborg og hún verður þar með liðsfélagi Andreu Jacobsen sem er að klára sína fyrstu leiktíð með liðinu, og á sinn þátt í því að Álaborgarliðið er á góðri leið með að komast upp í dönsku úrvalsdeildina. Elín Jóna hefur þótt spila afar vel fyrir Ringköbing og átti ríkan þátt í að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni í fyrra, þegar liðið var nýliði. Ljóst er að þjálfarinn Jesper Holmris mun sjá mjög á eftir henni: „Frá og með næstu leiktíð verður Ringköbing Håndbold því miður án Elínar Þorsteinsdóttur og við erum rosalega leið yfir því að okkur skyldi ekki takast að halda í þennan sterka íslenska landsliðsmarkvörð,“ segir Holmris við heimasiðu Ringköbing þar sem sagt er frá því að „íslenski múrinn“ verði kvaddur í sumar. Holmris segir Elínu hafa reynst liðinu afar vel þegar hún kom inn með sína reynslu í lið sem var nýliði í deildinni, fyrir tveimur árum, og að hún hafi einnig spilað afar vel í vetur eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. „Elín er stórkostlegur markvörður og áreiðanlegur aftasti hlekkur fyrir Ringköbing, og við hrósum happi yfir að hafa hana í liðinu aðeins lengur. Klúbburinn og ég óskum henni alls hins besta og við munum fylgjast áfram með henni í félags- og landsliði,“ sagði Holmris. Sjálf kvaðst Elín hafa verið hæstánægð með árin sín tvö hjá Ringköbing en að eftir vandlega íhugun hefði hún ákveðið að breyta til, svo að lífið utan vallar gengi betur upp en danskur kærasti hennar er búsettur í Álaborg. Aalborg er efst í 1. deildinni en aðeins tveimur stigum á undan Bjerringbro fyrir hálfgerðan úrslitaleik liðanna um næstu helgi, um öruggt sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Liðin í 2. og 3. sæti fara í umspil. Danski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Sjá meira
Elín Jóna mun í sumar ganga í raðir EH Aalborg og hún verður þar með liðsfélagi Andreu Jacobsen sem er að klára sína fyrstu leiktíð með liðinu, og á sinn þátt í því að Álaborgarliðið er á góðri leið með að komast upp í dönsku úrvalsdeildina. Elín Jóna hefur þótt spila afar vel fyrir Ringköbing og átti ríkan þátt í að halda liðinu uppi í úrvalsdeildinni í fyrra, þegar liðið var nýliði. Ljóst er að þjálfarinn Jesper Holmris mun sjá mjög á eftir henni: „Frá og með næstu leiktíð verður Ringköbing Håndbold því miður án Elínar Þorsteinsdóttur og við erum rosalega leið yfir því að okkur skyldi ekki takast að halda í þennan sterka íslenska landsliðsmarkvörð,“ segir Holmris við heimasiðu Ringköbing þar sem sagt er frá því að „íslenski múrinn“ verði kvaddur í sumar. Holmris segir Elínu hafa reynst liðinu afar vel þegar hún kom inn með sína reynslu í lið sem var nýliði í deildinni, fyrir tveimur árum, og að hún hafi einnig spilað afar vel í vetur eftir að hafa jafnað sig af meiðslum. „Elín er stórkostlegur markvörður og áreiðanlegur aftasti hlekkur fyrir Ringköbing, og við hrósum happi yfir að hafa hana í liðinu aðeins lengur. Klúbburinn og ég óskum henni alls hins besta og við munum fylgjast áfram með henni í félags- og landsliði,“ sagði Holmris. Sjálf kvaðst Elín hafa verið hæstánægð með árin sín tvö hjá Ringköbing en að eftir vandlega íhugun hefði hún ákveðið að breyta til, svo að lífið utan vallar gengi betur upp en danskur kærasti hennar er búsettur í Álaborg. Aalborg er efst í 1. deildinni en aðeins tveimur stigum á undan Bjerringbro fyrir hálfgerðan úrslitaleik liðanna um næstu helgi, um öruggt sæti í dönsku úrvalsdeildinni. Liðin í 2. og 3. sæti fara í umspil.
Danski handboltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Leik lokið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Sjá meira