Handbolti

GOG liggur á að ráða nýjan þjálfara: „Höfum átt í við­ræðum“

Aron Guðmundsson skrifar
Kasper Jørgen­sen, íþróttastjóri GOG er bjartsýnn á að félagið finni rétta manninn í brúnna fyrir næsta tímabil. Snorri Steinn Guðjónsson er á blaði hjá forsvarsmönnum félagsins
Kasper Jørgen­sen, íþróttastjóri GOG er bjartsýnn á að félagið finni rétta manninn í brúnna fyrir næsta tímabil. Snorri Steinn Guðjónsson er á blaði hjá forsvarsmönnum félagsins Vísir/Samsett mynd

Kasper Jørgen­­sen, í­­þrótta­­stjóri dönsku meistaranna GOG í hand­­bolta, segir for­svars­menn fé­lagsins hafa fast mótaða mynd af kandídötum þegar kemur að ráðningu á næsta þjálfara þess. Snorri Steinn Guð­jóns­­son er orðaður við stöðuna.

Næsti þjálfari GOG þarf meðal annars, að sögn Kas­­pers, að geta unnið með hæfi­­leika­­ríkum leik­­mönnum, unnið titla og stýrt liðinu í Meistara­­deild Evrópu tíma­bil eftir tíma­bil.

Nico­lej Krickau, nú­verandi þjálfari GOG, mun yfir­gefa her­búðir fé­lagsins eftir yfir­standandi tíma­bil og taka við þýska liðinu Flens­burg.

„Það er ekki langur tími sem við getum gefið okkur í þjálfara­leitina vegna þess að næsta tíma­bil hefst um miðjan júlí,“ segir Kasper í við­tali við TV2. „Okkur liggur því á að finna þjálfara sem getur gert GOG að dönskum meistara.“

Vísir greindi frá því í gær að for­svars­menn GOG hafi sett sig í sam­band við Snorra Stein Guð­jóns­son, þjálfara Vals, sem hefur á undan­förnum vikum átt í við­ræðum við HSÍ um að gerast næsti lands­liðs­þjálfari Ís­lands.

Snorri Steinn var á sínum tíma á mála hjá GOG sem leik­maður og er hann afar vel liðinn hjá fé­laginu.

Hafa átt í við­ræðum við þjálfara

Kasper segir þjálfara­leitina hjá GOG ganga vel.

„Við erum á mjög góðum stað á þessari stundu. Það hafa þjálfarar á­huga á þessu starfi. Hvort við þurfum að kaupa út þjálfara hjá öðru fé­lagi eða fáum hann með öðrum leiðum mun koma í ljós á næstu vikum.“

Hann segir for­ráða­menn GOG hafa á­kveðna hug­mynd um hverjir þeir vili að verði næsti þjálfari liðsins.

„Við höfum átt í við­ræðum og erum í því ferli að finna út úr því hvernig við fáum næsta þjálfara til fé­lagsins. Ég tel að næstum allir dönsku þjálfararnir myndu vilja taka við liðinu og þá hafa er­lendir þjálfarar einnig boðið fram krafta sína.“

Að öðru leiti vildi Kasper ekki tjá sig nánar um hvaða þjálfarar kunna að vera í sigti fé­lagsins. GOG sé hins vegar eftir­sóknar­verður staður til að þjálfa hjá.

„Við erum vanir því að vinna með hæfi­leika­ríkum leik­mönnum sem hafa seinna geta tekið skrefið lengra út í Evrópu. Nú erum við farin að gera það með þjálfara líka. Ég sef því afar ró­lega næstu nætur því ég veit að næsti þjálfari GOG er klár í að halda arf­leifðinni á­fram.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×