Handbolti

Elvar skoraði sex mörk í sigri Ribe-Esb­jerg

Aron Guðmundsson skrifar
Elvar Ásgeirsson skoraði var markahæstur í liði Ribe-Esbjerg í dag
Elvar Ásgeirsson skoraði var markahæstur í liði Ribe-Esbjerg í dag VÍSIR/VILHELM

Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Elvar Ás­geirs­son, fór fyrir Ribe-Esb­jerg í marka­skorun er liðið bar sigur­orðið af KIF Kol­ding í dönsku úr­vals­deildinni í dag.

Elvar skoraði sex af 28 mörkum Ribe-Esb­jerg í leiknum sem lauk með tveggja marka sigri, 28-26.

Í sama riðli úr­slita­keppninnar sem nú er tekin við í Dan­mörku var enginn Aron Pálmars­son í liði Ála­borgar sem þurfti að sætta sig við tap gegn Skjern í dag, 33-30.

Sigurinn þýðir að Ála­borg og Skjern hafa sæta­skipti í A-riðli. Skjern situr nú á toppi riðilsins með 6 stig, Ála­borg er þar á eftir í 2. sæti með fimm stig á meðan að Elvar og fé­lagar í Ribe-Esb­jerg verma 3. sætið og eru með 3 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×