Guðmundur vakti björn sem hafði verið sofandi í 43 ár Aron Guðmundsson skrifar 15. maí 2023 10:30 Guðmundur Guðmundsson var sjálfsagt djúpt hugsi í nótt eins og hér á hliðarlínunni. Framundan er mikilvægur leikur við Sviss á morgun. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Mikil gleði ríkir nú í herbúðum danska handboltafélagsins Federicia sem hefur, undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar, tryggt sér sæti í undanúrslitum dönsku úrvalsdeildarinnar. Fjörutíu og þrú ár eru liðin frá því að Federicia komst síðast í undanúrslit deildarinnar árið 1980, margir af núverandi stuðningsmönnum liðsins voru því ekki fæddir þegar að félagið fetaði þá þann stíg sem nú er orðinn aftur að veruleika. Árin þar áður varð Federicia, þá sem Federicia KFUM, danskur meistari fimm ár í röð. Fyrst með Flemming Hansen og svo Michael Berg í fararbroddi hvað markaskorun varðar. Formaður Federicia segir markmiðinu, sem stjórnendur félagsins settu fram árið 2014, hafa verið náð tveimur árum á undan áætlun. „Markmiðið var að koma Federicia aftur á þann stað að geta keppt til verðlauna árið 2025. Við stöndum hér árið 2023 og eigum möguleika á titli. Það eru forréttindi,“ sagði Bent Jensen, formaður Federicia í viðtali við staðarblaðið í Federicia. Jensen segir að Federicia hafi undanfarna áratugi verið sofandi björn sem hafi nú vaknað. Liðið sé ekki bara komið á góðan stað heldur standi samfélagið í Federicia nú þétt við bakið á liðinu. Federicia fékk frábæran stuðning á útivelli í leik sínum gegn Skanderborg um nýliðna helgi. Yfir 500 stuðningsmenn Federicia gerðu sér ferð norður til Skanderborg til þess að hjálpa sínu liði að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Segja má að gengi Federicia í dönsku úrvalsdeildinni eftir áramót sé það sem hafi tryggt liðinu sæti í úrslitakeppni deildarinnar til að byrja með. Federica endaði í 7. sæti deildarinnar, það veitti sæti í úrslitakeppninni en þar hóf liðið keppni með 0 stig. Fjórir sigrar, eitt jafntefli og aðeins eitt tap varð til þess að liðinu tókst að tryggja sér annað sæti síns riðils með níu stig og sæti í undanúrslitum deildarinnar. Fram undan er einvígi við Álaborg. Danski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Fjörutíu og þrú ár eru liðin frá því að Federicia komst síðast í undanúrslit deildarinnar árið 1980, margir af núverandi stuðningsmönnum liðsins voru því ekki fæddir þegar að félagið fetaði þá þann stíg sem nú er orðinn aftur að veruleika. Árin þar áður varð Federicia, þá sem Federicia KFUM, danskur meistari fimm ár í röð. Fyrst með Flemming Hansen og svo Michael Berg í fararbroddi hvað markaskorun varðar. Formaður Federicia segir markmiðinu, sem stjórnendur félagsins settu fram árið 2014, hafa verið náð tveimur árum á undan áætlun. „Markmiðið var að koma Federicia aftur á þann stað að geta keppt til verðlauna árið 2025. Við stöndum hér árið 2023 og eigum möguleika á titli. Það eru forréttindi,“ sagði Bent Jensen, formaður Federicia í viðtali við staðarblaðið í Federicia. Jensen segir að Federicia hafi undanfarna áratugi verið sofandi björn sem hafi nú vaknað. Liðið sé ekki bara komið á góðan stað heldur standi samfélagið í Federicia nú þétt við bakið á liðinu. Federicia fékk frábæran stuðning á útivelli í leik sínum gegn Skanderborg um nýliðna helgi. Yfir 500 stuðningsmenn Federicia gerðu sér ferð norður til Skanderborg til þess að hjálpa sínu liði að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Segja má að gengi Federicia í dönsku úrvalsdeildinni eftir áramót sé það sem hafi tryggt liðinu sæti í úrslitakeppni deildarinnar til að byrja með. Federica endaði í 7. sæti deildarinnar, það veitti sæti í úrslitakeppninni en þar hóf liðið keppni með 0 stig. Fjórir sigrar, eitt jafntefli og aðeins eitt tap varð til þess að liðinu tókst að tryggja sér annað sæti síns riðils með níu stig og sæti í undanúrslitum deildarinnar. Fram undan er einvígi við Álaborg.
Danski handboltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni