Dans

Leikstjóri Systra: „Þær hafa rosalega mikil áhrif á mig“
Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er leikstjóri og sviðs- og danshöfundur Systra. Júrógarðurinn tók púlsinn á henni rétt fyrir keppni og fékk að skyggnast á bak við hennar listræna ferli.

Ólíkir dansarar frá tólf ára upp í áttrætt sameinast í einu dansverki
Danshöfundarnir Alexander Roberts og Ásrún Magnúsdóttir frumsýna sýninguna Ball næstkomandi föstudag, 6. maí, fyrir Íslenska dansflokkinn og níu gesta dansara. Sýningin fer fram á Nýja sviði í Borgarleikhúsinu. Þar sameinast dansarar á öllum aldri með gjörólíkan bakgrunn og er dansgleðin í forgrunni. Blaðamaður hafði samband við Alexander og Ásrúnu og fékk að heyra nánar frá sýningunni.

Úkraínsk börn dönsuðu þjóðdansa til fjáröflunar
Glatt var á hjalla í menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í dag þar sem haldin var fjáröflun til styrktar fjölskyldum sem komnar eru hingað til lands frá Úkraínu.

„Var búin að finna síðu sem seldi flottar hárkollur“
Dansparið og hjónin Hanna Rún og Nikita Bazev urðu á dögunum fyrst Íslendinga til að komast á heimsleikana í suður-amerískum dönsum, en leikarnir eru haldnir á fjögurra ára fresti.

„Mér hefur þótt erfitt að sleppa takinu“
Þann 4. febrúar frumsýnir Inga Maren Rúnarsdóttir verkið Hvíla sprungur á nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu. Dansarar sýningarinnar eru þau Ásgeir Helgi Magnússon, Emilía Benedikta Gísladóttir, Erna Gunnarsdóttir og Sigurður Andrean Sigurgeirsson.

Yfir 300 erlendir keppendur í Reykjavík á næstu dögum
Eftir að ekki var hægt að taka á móti erlendum keppendum á Reykjavíkurleikunum í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins er búist við yfir 300 erlendum keppendum í ár.

Fer fram á bætur vegna brottreksturs úr Allir geta dansað
Javier Fernández Valiño, hefur stefnt RVK Studios til greiðslu eftirstöðva samnings sem gerður var við hann þegar hann var einn atvinnudansara í þáttunum Allir geta dansað. Javi, eins og hann er kallaður, var á sínum tíma látinn fara frá þáttunum „vegna óviðráðanlegra aðstæðna.“

Dansandi 16 ára snillingur í Þorlákshöfn
Dugnaður og þrautsegja einkennir Auði Helgu Halldórsdóttur í Þorlákshöfn, sem er ekki nema 16 ára gömul en samt búin að afreka svo margt í lífinu. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í frjálsíþróttum og fimleikum, spilar fótbolta, leikur á þverflautu og dansar ballett og samkvæmisdansa svo eitthvað sé nefnt.

Flestir sem fá listamannalaun eru á fimmtugs- og sextugsaldri
Rannís er um þessar mundir að senda út bréf til umsækjenda um starfslaun listamanna. Og bíða væntanlega margir þess spenntir að sjá hvað kemur á daginn í þeim efnum.

Adele sendir frá sér glænýtt tónlistarmyndband
Breska stórstjarnan Adele var rétt í þessu að gefa út tónlistarmyndband við lagið sitt Oh my God.

Ásta Björk fór aftur með sigur af hólmi í Vild med dans
Dansarinn Ásta Björk Ívarsdóttir gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi í danska danssjónvarpsþættinum Vild med dans. Þetta er í annað sinn sem Ásta Björk fer með sigur af hólmi í keppninni, en hún vann einnig árið 2018.

Tónlist og dans sem sprengdi krúttskalann við opnun jólaþorps Hafnfirðinga
Hellisgerði í Hafnarfirði er nú komið í hátíðarbúning annað árið í röð. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir jólaþorpið hafa fengið góð viðbrögð og bjóða þau upp á alls kyns nýjungar í ár.

Lilja og Vala stukku upp á borð í miðri útsendingu
Lilja Katrín, Gulli og Vala í Bítinu á Bylgjunni fóru í lagakeppni þar sem þemað var kraftballöður. Lilja Katrín lofaði að hún myndi dansa uppi á útsendingarborðinu ef hennar lag ynni keppnina.

NBA-meistari vann stærsta dansþátt heims
Körfuboltamaðurinn Iman Shumpert gerði sér lítið fyrir og stóð uppi sem sigurvegari í Dancing with the Stars. Um var að ræða þrítugustu þáttaröð þessa gríðarvinsæla dansþáttar.

Tengir innra ástand líkamans við hreyfingu dansarans
Nýtt dansverk eftir danshöfundinn Sveinbjörgu Þórhallsdóttur verður frumsýnt á Reykavík Dance Festival í Tjarnarbíói 20. nóvember 2021. Verkið nefnist Rof.

Steindi og Auddi stigu sporið á Stóra sviðinu
Þátturinn Stóra sviðið er nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki.

Tóku upp 15 mínútna kvikmyndaverk við lag Markétu Irglová
Anní Ólafsdóttir og Andri Snær Magnason leikstýrðu saman kvikmyndaverki við lag Markétu Irglová, Among the Living. Myndin var meðal annars tekin upp inni í Hallgrímskirkju.

Hanna Rún og Nikita í sjöunda sæti á heimsmeistaramótinu
Dansararnir Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev tóku þátt í heimsmeistaramótinu í dansi um helgina. Parið keppti í flokki atvinnumanna í latin-dönsum og enduðu þau í sjöunda sæti.

„Þrá okkar til þess að frelsast frá öngum nútímans“
Dansverkið Neind Thing eftir Ingu Huld Hákonardóttur verður frumsýnt í Tjarnarbíó þann 28. október næstkomandi. Þrjár sviðslistakonur og einn trommari leitast við að umbreyta ástandi óreiðu og ömurleika í rými til að tengjast, dreyma, íhuga, dansa og leika.

Prúðbúnir Verzlingar stigu langþráðan dans í Hörpu
Nemendur á þriðja ári í Verslunarskóla Íslands héldu peysufatadaginn hátíðlega í dag með því að stíga dans í Hörpu.