Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. september 2025 14:01 Magnús Jóhann, Bergur, Sverrir Páll og Bjarni Frímann standa að hátíðinni State of the art. stateoftheartfestival.is „Þetta verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir,“ segir píanósnillingurinn Magnús Jóhann Ragnarsson sem stendur fyrir menningarhátíðinni State of the Art í október. Blaðamaður ræddi við hann um mjög svo einstaka dagskrána þar sem barokk og klúbburinn blandast til dæmis saman og tennishöllin verður að dansrými. Hátíðin er haldin í annað sinn og fer fram sjöunda til tólfta október næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hvað er State of the Art? Tónlistarhátíð þar sem sjá má fullt af spennandi og skemmtilegum tónleikum af ýmsum toga sem fólk á öllum aldri hefur gaman af. Á hátíðinni má finna dagskrárgerð sem fæst hvergi annars staðar. Við leggjum mikið upp úr að útbúa dagskrá sem er öðruvísi og sérstök. Til að mynda með því að stofna til samstarfs milli listafólks sem fáum myndi detta í hug að blanda saman og vera með tónleika á óvanalegum stöðum. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? Fyrir tveimur árum hélt ég tónleikaröð í Mengi þar sem ég spilaði allar plöturnar mínar ásamt gestum. Það þótti mér svo ótrúlega skemmtilegt að ég vildi endilega gera eitthvað meira og stærra. Sá neisti varð svo að bálinu State of the Art sem við félagarnir Sverrir Páll, Bjarni Frímann og Bergur Þórisson bjuggum til í sameiningu. Okkur þótti vanta vettvang fyrir meira samstarf þvert á stefnur og hátíð þar sem samtímatónlist og klassík tekur sér ekki of alvarlega og allir eru velkomnir. Hvernig voru viðbrögðin í fyrra? Við fengum frábærar viðtökur á fyrstu hátíðinni okkar. Nokkrir viðburðir slógu alveg sérstaklega í gegn eins og t.d. Barokk á Klúbbnum. Við erum að endurtaka þann viðburð vegna mikillar eftirspurnar í ár! Klassísk tónlist fær að hljóma í dansbúning á Auto í lifandi flutning strengja og trommuheila. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Persónulega þóttu mér líka tónleikar Bríetar og ADHD algjörlega ógleymanlegir en Bríet kemur einmitt aftur við sögu í Boðhlaupi söngvaskálda í ár. Þar koma einnig fram Jón Jónsson, GDRN, Mugison, KK, Una Torfa, Elín Hall og Bjarni Daníel, semsagt allar stærstu stjörnurnar og þau ætla öll að flytja splunkuný lög eftir hvort annað. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hverju ertu spenntastur fyrir í ár? Ég er spenntastur fyrir hinu alþjóðlega djasstríói Trio Holistic. Ég sá þau spila í Þýskalandi í hitt í fyrra og það var ótrúleg snilld. Þar koma saman ECM organistinn magnaði Kit Downes, norska trommuundrið Veslemoy Narvesen og lettneska flautudrottningin Ketija Ringa. Hin stórkostlega Róshildur ætlar að hita upp og þetta eiginlega getur ekki klikkað. Fríkirkjan á fimmtudegi, stöngin inn. Svo verð ég eiginlega að nefna nýtt dansverk sem ég er að frumflytja með Íris Ásmundar og Karítas Lottu í badmintonhöllinni TBR. Það verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hér má nálgast nánari upplýsingar um hátíðina. Tónleikar á Íslandi Sýningar á Íslandi Menning Tónlist Myndlist Dans Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Hátíðin er haldin í annað sinn og fer fram sjöunda til tólfta október næstkomandi. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hvað er State of the Art? Tónlistarhátíð þar sem sjá má fullt af spennandi og skemmtilegum tónleikum af ýmsum toga sem fólk á öllum aldri hefur gaman af. Á hátíðinni má finna dagskrárgerð sem fæst hvergi annars staðar. Við leggjum mikið upp úr að útbúa dagskrá sem er öðruvísi og sérstök. Til að mynda með því að stofna til samstarfs milli listafólks sem fáum myndi detta í hug að blanda saman og vera með tónleika á óvanalegum stöðum. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hvernig kviknaði hugmyndin að þessu? Fyrir tveimur árum hélt ég tónleikaröð í Mengi þar sem ég spilaði allar plöturnar mínar ásamt gestum. Það þótti mér svo ótrúlega skemmtilegt að ég vildi endilega gera eitthvað meira og stærra. Sá neisti varð svo að bálinu State of the Art sem við félagarnir Sverrir Páll, Bjarni Frímann og Bergur Þórisson bjuggum til í sameiningu. Okkur þótti vanta vettvang fyrir meira samstarf þvert á stefnur og hátíð þar sem samtímatónlist og klassík tekur sér ekki of alvarlega og allir eru velkomnir. Hvernig voru viðbrögðin í fyrra? Við fengum frábærar viðtökur á fyrstu hátíðinni okkar. Nokkrir viðburðir slógu alveg sérstaklega í gegn eins og t.d. Barokk á Klúbbnum. Við erum að endurtaka þann viðburð vegna mikillar eftirspurnar í ár! Klassísk tónlist fær að hljóma í dansbúning á Auto í lifandi flutning strengja og trommuheila. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Persónulega þóttu mér líka tónleikar Bríetar og ADHD algjörlega ógleymanlegir en Bríet kemur einmitt aftur við sögu í Boðhlaupi söngvaskálda í ár. Þar koma einnig fram Jón Jónsson, GDRN, Mugison, KK, Una Torfa, Elín Hall og Bjarni Daníel, semsagt allar stærstu stjörnurnar og þau ætla öll að flytja splunkuný lög eftir hvort annað. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hverju ertu spenntastur fyrir í ár? Ég er spenntastur fyrir hinu alþjóðlega djasstríói Trio Holistic. Ég sá þau spila í Þýskalandi í hitt í fyrra og það var ótrúleg snilld. Þar koma saman ECM organistinn magnaði Kit Downes, norska trommuundrið Veslemoy Narvesen og lettneska flautudrottningin Ketija Ringa. Hin stórkostlega Róshildur ætlar að hita upp og þetta eiginlega getur ekki klikkað. Fríkirkjan á fimmtudegi, stöngin inn. Svo verð ég eiginlega að nefna nýtt dansverk sem ég er að frumflytja með Íris Ásmundar og Karítas Lottu í badmintonhöllinni TBR. Það verður upplifun sem enginn vill lenda í að sjá bara á Instagram morguninn eftir. View this post on Instagram A post shared by State of the Art (@state.of.the.art.festival) Hér má nálgast nánari upplýsingar um hátíðina.
Tónleikar á Íslandi Sýningar á Íslandi Menning Tónlist Myndlist Dans Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira