Tálknafjörður

Fréttamynd

Hættir sem bæjar­stjóri Vestur­byggðar

Þórdís Sif Sigurðardóttir núverandi bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í tilkynningu á Facebook að hún ætli ekki að gefa kost á sér í starf bæjarstjóra í kosningum sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í sumar. 

Innlent
Fréttamynd

Gleðjast yfir því að þurfa ekki í hálkuna á Hjallahálsi

Vegfarendur sem ekið hafa nýja veginn um Teigsskóg eru byrjaðir að lýsa reynslu sinni og birta myndir á samfélagsmiðlum. Vegurinn var opnaður umferð í gær, átján mánuðum eftir að Vegagerðin og Borgarverk undirrituðu samning um vegagerðina, sem sannarlega má telja einhverja þá umdeildustu hérlendis, en áður hafði verið deilt hart um vegstæðið í tvo áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Vill stjórn­endur laxeldisfyrirtækja í fangelsi

Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ætlaði varla að trúa þessu“

Um milljón eldislaxa hafa drepist eða verið fargað í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Náttúruverndarsinni sem skoðaði kvíarnar segir alla laxa ofan í kví félagsins í Tálknafirði hafa verið lúsétna. Hún hafi varla trúað eigin augum. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­einingin sam­þykkt

Sameining sveitarfélaganna Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar hefur verið samþykkt í báðum sveitarfélögum. Talningu lauk í kvöld og úrslit voru kynnt á ellefta tímanum.

Innlent
Fréttamynd

Slátra lúsa­hrjáðum laxi fyrir veturinn

Þúsund tonnum af sjókvíaeldislaxi hefur verið slátrað í Tálknafirði. Fyrirtækin Arctic Sea Farm og Arnarlax hafa undanfarna mánuði glímt við mikla laxalús sem er ástæða förguninnar. 

Innlent
Fréttamynd

Að brenna bláa akurinn

Í dag og alla þessa viku eru starfsmenn Arnarlax að hella skordýraeitri í sjókvíar fyrirtækisins í Tálknafirði fyrir vestan sökum þess hversu illa haldnir eldislaxarnir í sjókvíunum eru af völdum gríðarlegs lúsasmits. Þessar eitranir hófust í síðustu viku.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni kominn á flot

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson er laust af strandstað. Skipið strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. 

Innlent
Fréttamynd

Rann­­­sóknar­­­skip Haf­ró strand í Tálkna­­­firði

Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson strandaði á Sveinseyri í Tálknafirði á tíunda tímanum í kvöld. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa verið kallaðir út og þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið vestur. Fleiri bátar hafa verið kallaðir út til aðstoðar.

Innlent
Fréttamynd

Vilja samgöngubætur með sameiningu á Vestfjörðum

Íbúar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar kjósa um sameiningu í næsta mánuði og reynir þá í fyrsta sinn á ný ákvæði um íbúakosningar, þess efnis að þær séu bindandi og standi í tvær vikur hið minnsta. Sveitarfélögin nýta tilefnið til að þrýsta á tvenn jarðgöng.

Innlent
Fréttamynd

Suðurfjarðagöng

Í október næstkomandi munu íbúar í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð kjósa um það hvort að þessi tvö sveitarfélög sameinist í eitt. Verði tillagan samþykkt verður til nýtt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með þrjá aðskilda byggðakjarna við þrjá aðskilda firði sem tengjast með fjallvegum.

Skoðun
Fréttamynd

Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu

Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað.

Innlent
Fréttamynd

Óupplýsti drengurinn sem bað guð um að láta sig ekki vera homma

„Í ljósi mikillar upplýsingaóreiðu og heiftar sem ríkir núna gagnvart Samtökunum 78' og hinseginfræðslu í skólakerfinu langar mig að kynna ykkur fyrir sex ára barni.“ Svona hefst pistill leikarans Bjarna Snæbjörnssonar vegna umræðu um hinsegin fræðslu í skólakerfinu.

Lífið
Fréttamynd

Sam­komu­lag um á­fram­haldandi upp­byggingu Arctic Fish á Vest­fjörðum

Arctic Fish ehf. hefur undir­ritað sam­komu­lag um 25 milljarða króna endur­fjár­mögnun á fé­laginu með sam­banka­láni DNB, Danske Bank, Nor­dea og Ra­bobank. Um er að ræða lána­samning til þriggja ára með mögu­leika á fram­lengingu. Fjár­magnið verður notað til upp­greiðslu nú­verandi lána og fjár­mögnunar á­fram­haldandi vexti fé­lagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Patreksfjörður í efsta sæti strandveiðanna

Strandveiðunum þetta sumar lýkur að öllu óbreyttu í næstu viku en þá stefnir í að útgefinn kvóti klárist. Eftir fyrstu tvo mánuði er búið að landa afla í alls 49 höfnum og er Patreksfjörður í efsta sæti með mestan landaðan afla og fjölda báta.

Innlent
Fréttamynd

Glóð frá opnum eldi or­sök stór­bruna á Tálkna­firði

Bruninn sem varð í nýbyggingu fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish í botni Tálknafjarðar varð líklegast vegna glóðar sem barst frá opnum eldi sem unnið var með í plastteninga sem ekki voru langt frá. Málið telst upplýst en enginn var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins. 

Innlent
Fréttamynd

Opinber störf vegna fiskeldis fari á sunnanverða Vestfirði

Forystumenn á Vestfjörðum þrýsta á að rannsóknar- og eftirlitsstörf vegna fiskeldis verði staðsett í fjórðungnum enda séu vestfirsk samfélög og firðir undir. Formaður bæjarráðs Vesturbyggðar segir að til þessa hafi ekkert einasta opinbert starf vegna greinarinnar komið á sunnanverða Vestfirði.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í tveggja hæða húsi á Tálkna­firði

Slökkvilið Vesturbyggðar og Tálknafjarðar var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í tveggja hæða húsi við Strandgötu á Tálknafirði um klukkan átta í morgun. Búið er að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu.

Innlent