Suðurfjarðagöng Ólafur Þór Ólafsson og Þórdís Sif Sigurðardóttir skrifa 16. september 2023 08:30 Í október næstkomandi munu íbúar í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð kjósa um það hvort að þessi tvö sveitarfélög sameinist í eitt. Verði tillagan samþykkt verður til nýtt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með þrjá aðskilda byggðakjarna við þrjá aðskilda firði sem tengjast með fjallvegum. Til að komast á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar þarf að keyra yfir Mikladal í 370 metra hæð yfir sjávarmáli og ef á að fara áfram til Bíldudals þarf að keyra yfir Hálfdán í 500 metra hæð. Það segir sig sjálft að þessir fjallvegir eru farartálmar fyrir íbúa í nýju sameinuðu sveitarfélagi og eru hindranir sem standa í vegi fyrir einu heildstæðu samfélagi mannlífs og atvinnulífs. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna beggja hafa margoft ályktað um mikilvægi þess að ráðist verði í gerð jarðganga milli þessara þriggja fjarða og sameiginleg forgangsröðun Vestfirðinga í samgöngumálum styður þá kröfu. Þá hefur það komið skýrt fram á íbúafundum í aðdraganda sameiningarkosninga að fólk sem er búsett á svæðinu sér jarðgöng á milli Arnarfjarðar, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar sem forsendu fyrir því að sameinað sveitarfélag geti vaxið og dafnað til framtíðar. Vestfirðingar þurfa Suðurfjarðagöng. Í byrjun sumars lagði innviðaráðherra fram tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2024 til 2038 og þar glöddumst við á sunnanverðum Vestfjörðum mjög að sjá að loksins voru Suðurfjarðagöng komin á blað. G leðin var þó fljót að súrna þegar kom í ljós að göngin náðu ekki inn í fyrsta áfanga áætlunarinnar. Það má einfaldlega ekki bíða með viðhlítandi rannsóknir og forhönnun á þessu mannvirki sem öllu máli skiptir fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu, eins og skýrt kemur fram í umsögn beggja sveitarfélaganna um samgönguáætlunina. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra Evrópuþjóða í uppbyggingu vegakerfis og við sem búum í dreifðari byggðum landsins finnum einna helst fyrir því. Á meðan við horfum á frændfólk okkar í Færeyjum vera með sex jarðgangaframkvæmdir í gangi á sama tíma er engar slíkar í gangi á Íslandi. Það mætti kannski taka upp símann og fá upplýsingar hvernig þessir næstu nágrannar okkar fara að, því við þurfum svo sannarlega að gera betur. Við treystum því að í umfjöllun Alþingis um samgönguáætlun á komandi vetri verði þetta lagfært, strax verði hafist handa við rannsóknir og hönnun svo að hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Vinnum saman að því að gera Suðurfjarðagöng að veruleika. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tálknafjörður Vesturbyggð Jarðgöng á Íslandi Samgöngur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Krefjumst aðgerða vegna Suðurfjarðarvegar Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. 15. apríl 2022 22:00 Ný nálgun á málefni Suðurfjarðarvegar Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku. 23. apríl 2022 09:30 Bætt skipulagsmál í Fjarðabyggð Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. 3. maí 2022 08:46 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í október næstkomandi munu íbúar í Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð kjósa um það hvort að þessi tvö sveitarfélög sameinist í eitt. Verði tillagan samþykkt verður til nýtt sveitarfélag á sunnanverðum Vestfjörðum með þrjá aðskilda byggðakjarna við þrjá aðskilda firði sem tengjast með fjallvegum. Til að komast á milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar þarf að keyra yfir Mikladal í 370 metra hæð yfir sjávarmáli og ef á að fara áfram til Bíldudals þarf að keyra yfir Hálfdán í 500 metra hæð. Það segir sig sjálft að þessir fjallvegir eru farartálmar fyrir íbúa í nýju sameinuðu sveitarfélagi og eru hindranir sem standa í vegi fyrir einu heildstæðu samfélagi mannlífs og atvinnulífs. Sveitarstjórnir sveitarfélaganna beggja hafa margoft ályktað um mikilvægi þess að ráðist verði í gerð jarðganga milli þessara þriggja fjarða og sameiginleg forgangsröðun Vestfirðinga í samgöngumálum styður þá kröfu. Þá hefur það komið skýrt fram á íbúafundum í aðdraganda sameiningarkosninga að fólk sem er búsett á svæðinu sér jarðgöng á milli Arnarfjarðar, Tálknafjarðar og Patreksfjarðar sem forsendu fyrir því að sameinað sveitarfélag geti vaxið og dafnað til framtíðar. Vestfirðingar þurfa Suðurfjarðagöng. Í byrjun sumars lagði innviðaráðherra fram tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2024 til 2038 og þar glöddumst við á sunnanverðum Vestfjörðum mjög að sjá að loksins voru Suðurfjarðagöng komin á blað. G leðin var þó fljót að súrna þegar kom í ljós að göngin náðu ekki inn í fyrsta áfanga áætlunarinnar. Það má einfaldlega ekki bíða með viðhlítandi rannsóknir og forhönnun á þessu mannvirki sem öllu máli skiptir fyrir fólk og fyrirtæki á svæðinu, eins og skýrt kemur fram í umsögn beggja sveitarfélaganna um samgönguáætlunina. Við Íslendingar erum eftirbátar annarra Evrópuþjóða í uppbyggingu vegakerfis og við sem búum í dreifðari byggðum landsins finnum einna helst fyrir því. Á meðan við horfum á frændfólk okkar í Færeyjum vera með sex jarðgangaframkvæmdir í gangi á sama tíma er engar slíkar í gangi á Íslandi. Það mætti kannski taka upp símann og fá upplýsingar hvernig þessir næstu nágrannar okkar fara að, því við þurfum svo sannarlega að gera betur. Við treystum því að í umfjöllun Alþingis um samgönguáætlun á komandi vetri verði þetta lagfært, strax verði hafist handa við rannsóknir og hönnun svo að hægt verði að hefja framkvæmdir sem fyrst. Vinnum saman að því að gera Suðurfjarðagöng að veruleika. Ólafur Þór Ólafsson, sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps Þórdís Sif Sigurðardóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar
Krefjumst aðgerða vegna Suðurfjarðarvegar Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. 15. apríl 2022 22:00
Ný nálgun á málefni Suðurfjarðarvegar Með sameiningu Fjarðabyggðar varð Suðurfjarðarvegur, sem liggur frá Reyðarfirði um Fáskrúðsfjörð, Stöðvarfjörð, Breiðdal og þaðan áfram suður, þjóðvegur í þéttbýli. Vegurinn liggur í gegnum stóran hluta sveitarfélagsins og um þennan veg, sem er er Þjóðvegur 1, fer mikil umferð á degi hverjum; fólksflutningabifreiðar vegna atvinnu- og skólasóknar íbúa Fjarðabyggðar, vöruflutningar með afurðir tengdum sjávarútvegi og laxeldi sem eru hluti af grunnatvinnuvegum fjórðungsins, ásamt einkabifreiðum sem hefur fjölgað mjög í takt við aukna ferðamennsku. 23. apríl 2022 09:30
Bætt skipulagsmál í Fjarðabyggð Mikilvægur hluti uppbyggingar sveitarfélags vaxtar og styrks eru skipulagsmál. Í vor vann Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð að metnaðarfullri stefnuskrá fyrir komandi kosningar. Ekki síst á sviði skipulagsmála lögðu margir sitt að mörkum. Enda byggir gott skipulag gott samfélag. Það á ekki síst við um sveitarstjórn sem sameinar marga ólíka byggðakjarna. 3. maí 2022 08:46
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun