Viðskipti innlent

Sam­komu­lag um á­fram­haldandi upp­byggingu Arctic Fish á Vest­fjörðum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóri Arctic Fish.
Neil Shiran Þórisson, fjármálastjóri Arctic Fish. Arctic Fish

Arctic Fish ehf. hefur undir­ritað sam­komu­lag um 25 milljarða króna endur­fjár­mögnun á fé­laginu með sam­banka­láni DNB, Danske Bank, Nor­dea og Ra­bobank. Um er að ræða lána­samning til þriggja ára með mögu­leika á fram­lengingu. Fjár­magnið verður notað til upp­greiðslu nú­verandi lána og fjár­mögnunar á­fram­haldandi vexti fé­lagsins.

Þetta kemur fram í til­kynningu. Þar segir að endur­fjár­mögnun fyrir­tækisins verði tengd sjálf­bærni­mark­miðum þess. Fé­lagið á og rekur sína eigin land­eldis­stöð á seiðum og segir í til­kynningunni að um sé að ræða eina þá full­komnustu í heimi þegar kemur að endur­nýtingu vatns og notkun á hreinum orku­gjöfum.

„Mikil á­nægja ríkir um fjár­mögnunina sem mun styðja við fram­tíðar­á­herslur fé­lagsins. Nú hefst frá­gangur lána­samninga og er endur­fjár­mögnunin háð hefð­bundnum fyrir­vörum um frá­gang slíkra lána­skjala,“ er haft eftir Neil Shiran Þóris­son, fjár­mála­stjóra Arctic Fish í til­kynningunni.

Þar segir enn fremur að fé­lagið hafi verið í stefnu­mörkun á sviði sjálf­bærni­mála og vinni að inn­leiðingu þeirra í sam­ræmi við al­þjóða­mæli­kvarða. Lánið sé tengt sjálf­bærni­mark­miðum og árangri fé­lagsins á því sviði.

Neil Shiran segir að það muni hafa já­kvæð á­hrif á vaxta­kjör til fram­tíðar og veita mikla hvatningu til á­fram­haldandi góðra verka sem fé­lagið ætli sér að standa undir. Bankarnir sem standa að endur­fjár­mögnuninni munu verða upp­lýstir um árangur sjálf­bærni­mark­miða fé­lagsins og sinna eftir­fylgni þeirra, að því er segir í til­kynningunni.

2023 stefni í að vera stræsta ár í sögu fé­lagsins

Þá kemur fram í til­kynningunni að Arctic Fish sé ört vaxandi lax­eldis­fé­lag með starf­semi á Vest­fjörðum.

Í lok júní störfuðu yfir 100 manns hjá Arctic Fish sam­stæðunni og er á­ætlað að það fjölgi um 20 manns til við­bótar fram að ára­mótum.

Hægt er að fram­leiða um fjórar milljónir fiska á landi í stöðinni. Þá er sjó­eldis­starf­semi fé­lagsins í miklum vexti og er stefnan sett á um 15 þúsund tonna sölu á laxi í ár með vöxt upp í um 22 þúsund tonn á næstu þremur árum, að því er segir í til­kynningunni.

„Í starfs­stöð fyrir­tækisins í Bolungar­vík er um þessar mundir verið að taka í notkun há­tækni­vinnslu­hús­næði sem mun sjá um vinnslu og pökkun fé­lagsins. Fé­lagið hefur fjár­fest í sér­hæfðum mann­virkjum og eldis­búnaði fyrir um 18 milljarða króna og er enn að fjár­festa í seiða­fram­leiðslu. Þá er fé­lagið með um 11 milljarða bundna í laxa­birgðum í sjó.“

Segir að árið 2023 stefni í að vera stærsta ár´i sögu fé­lagsins þegar kemur að velti og um­fangi rekstrar og fjár­festinga. Stærsti eig­andi Arctic Fish ehf. er MOWI, stærsta lax­eldis­fyrir­tæki í heimi, og næst stærsti hlut­hafinn er Síldar­vinnslan hf. Sterkir eig­endur, vaxtar­á­form fé­lagsins og há­gæða af­urðir úr sjálf­bæru eldi skapi traustan grunn fyrir endur­fjár­mögnuninni, að því er segir í til­kynningu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×