Blönduós

Fréttamynd

Kosið um sameiningu sex sveitarfélaga

Kosið verður um sameiningu í sex sveitarfélögum í dag. Oddviti eins af smærri sveitarfélögunum segir það rökrétta þróun að lítil sveitarfélög sameinist þeim stærri um alla þjónustu við íbúa.

Innlent
Fréttamynd

Geim­gagna­vinnsla hefst á Blöndu­ósi

Borealis Data Center og ítalska fyrirtækið Leaf Space hafa gert samning sem felst í hýsingu og rekstri á búnaði fyrir gervitunglafjarskipti. Gervihnattastöðin er staðsett við gagnaver Boeralis á Blönduósi. Forstjóri Borealis segir ánægjulegt að geimgagnavinnsla sé að hefjast á Blönduósi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Góður morgun í Blöndu

Þrátt fyrir að Blanda hafi farið afar rólega af stað er vonandi að lyftast brúnin á veiðimönnum sem standa þar vaktina.

Veiði
Fréttamynd

Möguleg hræðsla við að lenda á jaðrinum í stærri byggð

Ekkert verður af sameiningu Skagabyggðar, Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og sveitarfélagsins Skagastrandar eftir að íbúar Skagabyggðar höfnuðu henni í atkvæðagreiðslu í gær. Sjötíu voru á kjörskrá og greiddu 29 atkvæði gegn sameiningu en 24 með.

Innlent
Fréttamynd

Skaga­byggð hafnar sam­einingar­til­lögu

Ekkert verður úr sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu eftir að íbúar Skagabyggðar felldu sameiningartillögu í íbúakosningu í dag. Þar mátti ekki muna mörgum atkvæðum en 29 kusu gegn tillögunni en 24 með henni.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja ára tvinnbíll fuðraði upp

Tveggja ára gamall tvinnbíll fuðraði upp á Svínvetningabraut suðaustan af Blönduósi á sunnudag. Enginn slasaðist en bóndi sem varð vitni að brunanum segir hafa verið skuggalegt að sjá hve skammur tími leið frá því eldur kviknaði þar til bíllinn var að engu orðinn.

Innlent