Fjallabyggð

Beið eftir aðstoð í miðju viðtali: „Ef þeir eru að hlusta þá mega þeir drífa sig“
Björgunarsveitarmenn á Siglufirði eru klárir í slaginn verði þeir kallaðir í útkall vegna veðurofsans sem nú fer yfir landið. Þeir hafa nú þegar farið í eitt útkall, til þess að koma félaga þeirra í björgunarsveitinni til aðstoðar er bíll hans rann út af veginum fyrr í morgun.

Gunnar Birgisson hættir sem bæjarstjóri
Gunnar Ingi Birgisson lætur á morgun af störfum sem bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er sagður hafa óskað eftir lausn frá störfum af persónulegum og heilsufarslegum ástæðum.

Ómögulegt að segja til um hvað rakst í bátinn
Línubáturinn Sólrún EA 151 var dreginn inn í Siglufjörð eftir að leki kom að bátnum. Útlit er fyrir að hann hafi fengið einhvers konar högg á sig sem varð til þess að skemmdir urðu á stýri og skrúfu.

Björgunarsveitir kallaðar út vegna leka í línubáti í Eyjafirði
Björgunarsveitir í utanverðum Eyjafirði voru kallaðar út klukkan 8:19 vegna fjórtán tonna línubáts sem lenti á rekaldi og kom leki að honum.

Slökkvilið og bæjarstarfsmenn lögðu fráveitukerfinu á Siglufirði lið í miklu vatnsveðri
Mikið vatn flæddi um götur Siglufjarðar í gærkvöldi eftir úrhellisrigningu, í hvassri norðanátt, frá miðjum degi og fram á kvöld. Svo mikið var vatnið að það flæddi upp um niðurföll og brunna á nokkrum stöðum í bænum.

Mynd af endurteknum brotum birtist í ákæru
Fyrrum skrifstofustjóri Sparisjóðsins á Siglufirði og forseti bæjarstjórnar í Fjallabyggð er ákærður fyrir stórfelldan fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Fjórtán bankareikningar voru frystir. Málið tekið fyrir í næstu viku.

Gríni í tölvuna annað slagið
Hulda Jónsdóttir hefur lifað langa ævi. Hún ólst upp á Seljanesi á Ströndum sem verið hefur í umræðunni í sumar í tengslum við vegalagningu og virkjun. En lengst bjó Hulda á Sauðanesi við Siglufjörð, fyrstu átta árin án vegasambands.

Rigningin litlu minni en í „hamfaraúrkomu“ árið 2015
Tilkynnt hefur verið um leka í fimm húsum í sveitarfélaginu.

Tveir stórir skjálftar norður af Siglufirði
Skjálftarnir eru átta kílómetrum norðar en skjálftahrinan sem varð á miðvikudag.

Skjálftinn fannst frá Hvammstanga í vestri til Húsavíkur í austri
Hvorki Veðurstofunni né lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust tilkynningar um slys á fólki eða eignatjón.

Snarpur jarðskjálfti norðan við Siglufjörð
Fyrstu mælingar gefa til kynna að skjálftinn hafi verið af stæðrinni 4,3.

Allt sem tengist ljósmyndun
Saga Fotografica, ljósmyndasögusafnið á Siglufirði, geymir marga dýrgripi. Myndir RAX og Leifs Þorsteinssonar verða þar á sýningu í sumar.

Vann 40 milljónir og nýtur nú lífsins áhyggjulaus á Ítalíu
Andri Hrannar Einarsson, siglfirðingur og þáttastjórnandi á útvarpsstöðinni FM Trölla, vann 40 milljónir í Lottó í apríl síðastliðnum.

Hífa líklega hluta áhafnarinnar upp í þyrlu Gæslunnar
Þyrla Landhelgisgæslunnar, varðskip og björgunarsveitir voru kölluð út eftir að neyðarkall barst frá rækjutogaranum Sóleyju Sigurjóns GK200 á tíunda tímanum í kvöld. Eldur var laus í vélarúmi skipsins sem er statt um níutíu sjómílur norður af landinu en átta manns eru um borð.

Kuldinn bítur ekki á brimbrettakappa við Íslandsstrendur
Sé búnaðurinn réttur og félagsskapurinn góður er ekki jafn kalt og ætla mætti að stunda brimbrettaiðkun við Íslandsstrendur. Við fylgdumst með nokkrum brimbrettaköppum stíga sín fyrstu skref í öldunum.

Tíu sinnum líklegra að íbúar á hættusvæði C deyi í snjóflóði en í bílslysi
Enn á eftir að koma upp fullnægjandi snjóflóðavörnum sem verja myndu um 130 íbúðir á Austurlandi og 80 íbúðir á Vestfjörðum þar sem mesta hættan stafar af ofanflóðum, á hættusvæði C.

171 hús enn í snjóflóðahættu
Þrátt fyrir að áætlað hafi verið að ljúka uppbyggingu snjóflóðavarna fyrir árið 2010 á enn eftir að reisa tæplega helming varnarvirkjanna. Ofanflóðasérfræðingar og forsvarsmenn bæjarfélaga á áhættusvæðum hafa sent áskorun til ríkisstjórnarinnar að ljúka verkinu á næstu tíu árum enda sé enn hundraðsjötíuogeitt hýbýli á hættusvæði víðs vegar um landið.

Nýjasti milljónamæringur landsins frá Sigló
Stálheppinn Siglfirðingur vann tæpar 40 milljónir í Lottó laugardaginn 13. apríl. Hann keypti miðann hjá Olís á Siglufirði.

Sjö hundruð manns skíðuðu á Siglufirði í dag
Veðrið lék svo sannarlega við skíðafólk á Siglufirði í dag en rúmlega sjöhundruð manns nýttu tækifærið og renndu sér í brekkunum.

Leita ökumanns sem ók á unga stúlku
Ekið var á stúlkuna þann 28. mars síðastliðinn um kl. 18:14 á Siglufirði.

Miði keyptur á Siglufirði tryggði tæpar 40 milljónir
Þá voru þrír miðhafar með bónusvinninginn og fá rúmlega 186 þúsund krónur í sinn hlut.

Vélsleðamaðurinn talinn hafa hlotið höfuðáverka og fótbrot
Þyrla ferðaþjónustufyrirtækis var notuð til að flytja slasaðan vélsleðamann á sjúkrahúsið á Akureyri.

Senda þyrlu Gæslunnar vegna vélsleðaslyss ofan við Dalvík
Björgunarsveitarmenn frá Dalvík eru komnir að karlmanni sem slasaðist í vélsleðaslysi á Reykjaheiði fyrir ofan bæinn.

Mikil óvissa ríkir um framtíð sjúkraflutninga í Ólafsfirði
Björgunarfélagið Tindur segir að ekki hafi reynst að manna vettvangsliðateymi á sjúkrabílinn í sjálfboðavinnu. Því hefur Tindur sagt sig frá málinu.

Hættustig í Ólafsfjarðarmúla og lokað um Mosfellsheiði
Vegagerðin hefur lýst yfir hættustigi í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu og var veginum um múlann lokað í gærkvöldi og er lokunin enn í gildi.

TFII nýr hluthafi í Genís
Líftæknifyrirtækið Genís á Siglufirði sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnssonar stofnaði hefur lokið fyrsta áfanga af fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins.

Súrmjólkurbúðingur: Óvænt sælkeratromp á jólum
Súrmjólkurbúðingur er undurfrískandi ábætisréttur sem var einkar vinsæll á jólum fortíðar. Siglfirski hússtjórnarneminn Kolbrún Björk Bjarnadóttir lagaði rammíslenskan búðinginn sem hún segir einstakt sælgæti, en hún er annars vön að poppa út á jólaísinn.

Vilja lenda þyrlu innanbæjar á Siglufirði
Viking Heliskiing, sem þjónustar fjallaskíðagarpa á norðanverðum Tröllaskaga, óskar eftir því við bæjaryfirvöld í Fjallabyggð að fá lendingarleyfi á malarpúða rétt sunnan við Hótel Sigló á Siglufirði.

Stytta af Gústa guðsmanni steypt í brons
Styttan verður vígð á afmælisdegi Gústa, þann 29. ágúst

Nýir meirihlutar byrjaðir að myndast í bæjarstjórnum
Nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum, eftir kosningar laugardagsins, og byrjað að huga að ráðningum bæjarstjóra.