Viðskipti innlent

SFS: Ólafur lagði Ægi með naumindum

Atli Ísleifsson skrifar
Ólafur Marteinsson.
Ólafur Marteinsson. SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði, var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á aðalfundi samtakanna í dag. 

Í tilkynningu kemur fram að tveir hafi verið í framboði, Ólafur og Ægir Páll Friðbertsson framkvæmdastjóri hjá Brim hf. 

„Ólafur fékk 49,99% atkvæða en Ægir Páll 49,05%. Ólafur tekur við formennsku af Jens Garðari Helgasyni, sem verið hefur formaður samtakanna frá stofnun árið 2014. En samkvæmt samþykktum samtakanna, má hver stjórnarmaður að hámarki vera sex samfelld ár í stjórn,“ segir í tilkynningunni.

Jens Garðar Helgason og Ólafur Marteinsson.SFS




Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×