Akureyri

Fréttamynd

Vélfag stefnir ríkinu

Tæknifyrirtækið Vélfag hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu. Félagið áréttar fyrri yfirlýsingar um yfirvofandi gjaldþrot en félagið hefur sætt viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við Rússland. Félagið minnir á mikilvægi sitt fyrir íslenskan sjávarútveg og setur spurningamerki við vinnubrögð utanríkisráðherra og Arion banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Piltur stakk mann í­trekað en var sýknaður af til­raun til manndráps

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tíu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás sem hann framdi á Akureyri í fyrra, þegar hann var aðeins sautján ára. Hann stakk mann ítrekað og ákæruvaldið fór fram á að hann yrði dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Héraðsdómur taldi ásetning hans til manndráps ekki sannaðan.

Innlent
Fréttamynd

Við hvað erum við hrædd?

Það er merkilegt að fylgjast með þeirri spennu sem myndast hefur í kringum fyrirhugaða sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst. Ég sat vinnustofu fyrir hönd nemenda þar sem þessi mál voru rædd af alvöru og einlægni. Það sem kom mér mest á óvart var ekki endilega andstaðan sjálf – heldur röksemdirnar (eða skortur á þeim) sem lágu að baki.

Skoðun
Fréttamynd

Er með hug­mynd að nafni sem gæti vel gengið

Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri til að óska eftir því að sameinaður háskóli Bifrastar og Akureyrar verði kenndur við Akureyri. Nafnið sé ekki aðeins tilfinningamál heldur hagsmunamál fyrir sveitarfélagið að mati formanns bæjarstjórnar. Hann stingur upp á því að skólinn verði kenndur bæði við Akureyri og Bifröst.

Innlent
Fréttamynd

Enn deilt um sam­einingu: „Í raun sé verið að leggja niður Há­skólann á Akur­eyri“

Bæjarráð Akureyrar hefur óskað eftir fundi með háskólaráðherra og rektor Háskólans á Akureyri vegna fyrirhugaðrar sameiningar skólans og Háskólans á Bifröst. Krafa um að sameinaður háskóli fái nýtt nafn jafngildi því að Háskólinn á Akureyri verði lagður niður sem bæjarráð segir óásættanlegt. Nemendur óttast útibúsvæðingu en deildarstjóri við Háskólann á Bifröst segir sveitarstjórnina standa í vegi stórra tækifæra með þröngsýni sinni.

Innlent
Fréttamynd

Samið um norð­lenska for­gangs­orku

Landsvirkjun og gagnaver atNorth á Akureyri hafa samið um kaup gagnaversins á allt að 12 MW forgangsorku frá og með síðari hluta næsta árs. Samningurinn er til fimm ára og þar sem atNorth kaupir einnig upprunaábyrgðir flokkast samningurinn sem grænn raforkusamningur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tugir hjóla frá Siglu­firði til Dal­víkur í nýrri fjallahjólakeppni

The Rift MTB, ný fimm daga fjallahjólakeppni, fer fram á á Norðurlandi frá miðvikudegi til sunnudags. Keppt er í tveggja manna liðum þar sem hjólað er í gegnum fjölbreytt landslag Norðurlands. Alls taka 80 keppendur þátt í 40 liðum. Keppnin er skipulögð af Lauf Cycles í samstarfi við fjölmarga innlenda og erlenda aðila.

Sport
Fréttamynd

Er Akur­eyri að missa há­skólann sinn?

Háskólinn á Akureyri er ekki bara menntastofnun. Hann er ein af grunnstoðum samfélagsins á Norðurlandi og gríðarlega öflugur drifkraftur byggðafestu, atvinnulífs, nýsköpunar og mannlífs. Framtíð hans snertir samfélagið allt frá byggðalögum og menningu til efnahags- og atvinnuþróunar.

Skoðun
Fréttamynd

Grunaðir um hópárás með kylfu

Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem mun hafa beinst að einum manni á Akureyri árið 2023. Einn þeirra er sagður hafa beitt kylfu við árásina.

Innlent
Fréttamynd

Ný Miðgarðakirkja vígð í Gríms­ey

Ný Miðgarðakirkja í Grímsey var vígð í dag af Guðrúnu Karls Helgudóttur biskupi Íslands. Við það tilefni voru tvær nýjar kirkjuklukkur helgaðar og formlega afhentar Miðgarðakirkjusókn, í stað þeirra sem bráðnuðu í kirkjubrunanum 21. september 2021.

Innlent
Fréttamynd

Flug­eldum kastað að fólki á Akur­eyri

Lögreglan sinnti samtals tæplega sex hundruð málum á tveimur stærstu útihátíðum verslunarmannahelgarinnar í Vestmannaeyjum og á Akureyri. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda á Akureyri var helgin þar rólegri en aðrar verslunarmannahelgar. Veðrið spilaði stórt hlutverk á báðum hátíðunum.

Innlent
Fréttamynd

Í­búar á gömlum og fal­legum dráttar­vélum í Hrís­ey

Gamlar dráttarvélar eru aðal ferðamáti íbúa í Hrísey enda ekki um miklar vegalengdir að ræða í eyjunni. Mikið er lagt upp úr fallegu útliti vélanna þannig að þær sómi sér vel á staðnum. Veitingamaður í eyjunni, segir alltaf meira nóg að gera yfir sumartímann.

Innlent