Akureyri

Fréttamynd

Gatna­gerðar­gjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði

Skattheimta í formi gatnagerðargjalda átta stærstu sveitarfélaganna hefur hækkað hressilega undanfarin ár og í sumum þeirra langt umfram hækkun almenns verðlags. Þegar litið er á þróun gatnagerðargjalda fyrir 100 fermetra íbúð í fjölbýli með stæði í bílakjallara má sjá að hún hefur í þessum sveitarfélögum að jafnaði hækkað um 67 prósent eða 1,8 milljónir króna á íbúð á tímabilinu frá 2020 til 2025. Á sama tíma hækkaði byggingarvísitalan um 37 prósent og hækkun gatnagerðagjalda er því talsvert umfram þá hækkun. Gatnagerðargjöld voru að jafnaði 2,7 milljónir króna á hverja 100 fermetra íbúð árið 2020 en voru komin í 4,5 milljónir króna árið 2025.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Funda með starfs­mönnum Vélfags um fram­haldið

Starfsmenn Vélfags á Akureyri hafa verið boðaðir til starfsmannafundar klukkan tíu. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir að þar verði farið yfir framhaldið. Starfsemi Vélfags hefur legið niðri vegna þvingunaraðgerða sem það sætir vegna tengsla við rússneskt fyrirtæki.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lögmannafélagið að­hefst ekki

Stefán Andrew Svensson, formaður Lögmannafélags Íslands, segir félagið ekki hafa vitneskju um mál lögmanns sem er í gæsluvarðhaldi, grunaður um aðild að skipulagðri brotastarfsemi, umfram það sem komið hefur fram í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maðurinn neitar sök og kærir til Lands­réttar

Starfandi lögmaður sem handtekinn var fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi neitar sök og hefur kært úrskurðinn til Landsréttar. Maðurinn er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Reisa minnis­merki um síðutogaraútgerð á Akur­eyri

Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við Sjómannafélag Eyjafjarðar um uppsetningu og viðhald minnisvarða um síðutogaraútgerð á Akureyri. Til stendur að minnisvarðinn verði reistur við strandstíginn við Drottningarbraut á Akureyri, en áætlaður kostnaður vegna minnisvarðans er hálf milljón króna sem bærin mun leggja til, en að öðru leyti skal Sjómannafélag Eyjafjarðar standa straum af kostnaði vegna verksins.

Innlent
Fréttamynd

Lög­maður í haldi grunaður um skipu­lagða brota­starf­semi

Starfandi lögmaður var handtekinn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um skipulagða brotastarfsemi. Húsleit var framkvæmd á heimili lögmannsins og á vinnustað hans. Hann er meðal annars grunaður um að hafa aðstoðað fólk við að koma til landsins með ólögmætum hætti. Hann hefur auglýst gjaldfrjálsa lögmannsaðstoð til handa fólki sem kemur til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Læknar á sau­tján sólar­hringa bakvakt

Formaður Læknafélagsins leggur til að læknum verði boðin sérkjör fyrir að starfa utan höfuðborgarsvæðisins til að laða að starfsfólk. Erfitt ástand hafi skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts. Dæmi séu um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt.

Innlent
Fréttamynd

Kemur maður í manns stað?

Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar veigri sér við á­laginu við að vinna úti á landi

Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Erfiðlega gangi að fá lækna til starfa á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Steinar Waage opnar á Akur­eyri

Skóverslunin Steinar Waage opnaði nýja verslun á Glerártorgi á Akureyri í dag. Á sama tíma munu Ellingsen og AIR flytja verslanir sínar frá Hvannavöllum yfir í sama húsnæði á Glerártorgi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akur­eyri rauða

Guðmundur Birki Pálmason, kírópraktor og eigandi umboðsskrifstofunnar Atelier Agency, fór ásamt unnustu sinni, Línu Birgittu Sigurðardóttur, og áhrifavöldum Atelier í árshátíðarferð til Akureyrar um síðustu helgi.

Lífið
Fréttamynd

Jana vill á­fram leiða lista VG á Akur­eyri

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri, vill leiða lista Vinstri grænna á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Jana Salóme leiddi lista flokksins í síðustu kosningum og er eini bæjarfulltrúi flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Sak­felldur fyrir morð og refsing þyngd veru­lega

Þorsteinn Hermann Þorbjörnsson hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að svipta sambýliskonu sína lífi á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri í apríl í fyrra og dæmdur í sextán ára fangelsi. Í Héraðsdómi Norðurlands eystra var hann ekki dæmdur fyrir manndráp heldur ofbeldi í nánu sambandi sem leiddi til dauða og aðeins dæmdur til tólf ára fangelsisvistar. Sá dómur var harðlega gagnrýndur.

Innlent
Fréttamynd

Móta stefnu um notkun gervi­greindar

Háskólinn á Akureyri hefur mótað stefnu um ábyrga notkun gervigreindar við skólann. Með stefnunni er viðurkennt að gervigreindin komi til með að vera stór hluti af starfsemi háskólasamfélagsins og vilja þau að hún muni efla starfsemina.

Innlent
Fréttamynd

Skilin eftir á SAk

Hjúkrunarfræðingar skrifuðu undir kjarasamning í lok árs 2024. Þar sem samið var um nýja launatöflu þá þurfti að endurskoða alla stofnanasamninga. Nú hafa 8 af hverjum 10 hjúkrunarfræðingum fengið slíkan samning. Fáar stofnanir á landsbyggðinni sitja hins vegar eftir þar sem ekki hefur ekki verið gengið frá þessum síðari hluta kjarasamnings.

Skoðun
Fréttamynd

Lík­legast að Reykja­víkur­leiðin taki breytingum eftir um­sagnir

Líf Magneudóttir, formaður stýrihóps um leikskólaleiðina og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir stýrihópinn stefna að því að vinna úr umsögnum um Reykjavíkurleiðina svokölluðu hratt og örugglega. Stýrihópurinn fundar tvisvar í þessari viku. Líf segir líklegt að tillagan muni ekki vera samþykkt í þeirri mynd sem hún var lögð fram og nefnir í því samhengi tekjubil í gjaldskrá fyrir afslætti og skráningu á skráningardögum með þeim fyrirvara að hópurinn eigi eftir að taka málið til umræðu.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fá heila­blóð­fall á hverjum degi á Ís­landi

Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins.

Innlent