Seltjarnarnes

Fréttamynd

Ætlar í mál við Seltjarnarnesbæ og hugsanlega einstaka starfsmenn

Seltjarnarnesbær hefur hafnað bótaskyldu í máli Margrétar Lillýar Einarsdóttur, stúlku sem ólst upp við vanrækslu og ofbeldi móður án eiginlegra afskipta barnaverndaryfirvalda á Seltjarnarnesi. Margrét Lillý ætlar að höfða bótamál gegn bænum og hugsanlega einstaka starfsmönnum sem komu að máli hennar.

Innlent
Fréttamynd

Gömul byssa kom upp með síðustu skóflunni

Húseigandi á Seltjarnarnesi sem vinnur að endurbótum á húsinu sínu gróf niður á forvitnilegan hlut þegar forláta byssa kom upp með skóflunni. Ljóst er að byssan hefur legið lengi í jörðu en finnandinn hefur á huga á að fá hana til varðveislu.

Innlent
Fréttamynd

„Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við

Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu.

Innlent
Fréttamynd

Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð

Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu.

Innlent
Fréttamynd

Af­lýsa öllum ára­móta­brennum á höfuð­borgar­svæðinu

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa ákveðið að fella niður allar áramótabrennur sem skipulagðar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í ár. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að samkomubann miðast við tíu manns og „mikilvægt að sveitarfélögin hvetji ekki til hópamyndunar,“ segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion

Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nagladekk spila langstærstan þátt í myndun svifryks

Greining nýrrar rannsóknar bendir til þess að nagladekkjanotkun spili langstærstan þátt í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu en aðrir áhrifaþættir eru vegyfirborð, umferðarmagn, hraði og þjónusta; söltun og skolun. Ein af niðurstöðum rannsóknarinnar er að draga þurfi verulega úr nagladekkjanotkun.

Innlent
Fréttamynd

For­stjóri Land­spítalans keypti glæsi­hýsi á Nesinu

Páll Matthíasson og eiginkona hans, Ólöf Ragnheiður Björnsdóttir, festu kaup á glæsilegu einbýlishúsi við Látraströnd 15 á Seltjarnarnesi. Hjónin seldu íbúð sína í miðbæ Reykjavíkur fyrr á árinu og hafa því fært sig yfir í nágrannasveitarfélagið.

Lífið
Fréttamynd

Betri samgöngur ohf. orðið að veruleika

Ríkið og sex sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes, hafa gengið frá stofnun opinbers hlutafélags um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent