Jamaíka

Bolt varð fyrir barðinu á svindlara og tapaði hundruðum milljóna
Frjálsíþróttagoðsögnin Usain Bolt varð fyrir barðinu á mjög óheiðarlegum fjárfesti sem virðist hafa komist yfir margar milljónir Bandaríkjadala.

Sonarsonur Bob Marley er látinn
Jamaíski tónlistarmaðurinn Joseph Marley, betur þekkur sem Jo Mersa, er látinn. Jo Mersa, sem varð 31 árs gamall, var barnabarn reggígoðsagnarinnar Bob Marley,

Neyðarástand á Jamaíka vegna ofbeldisglæpa
Forsætisráðherra Jamaíka hefur lýst yfir neyðarástandi í meirihluta landsins vegna hárrar tíðni ofbeldisglæpa. Lögreglan í landinu hefur nú heimild til að handtaka fólk og leita í byggingum án þar til gerðar heimildar.

Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu
Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni.

Dæmi um fjármálamisferli hjá jamaíska sambandinu
Strembnar vinnuaðstæður kunna að taka við Heimi Hallgrímssyni þegar hann tekur við sem landsliðsþjálfari Jamaíku. Ámælisverð fjármálastjórn hefur loðað við knattspyrnusambandið í landinu.

Spenna í Jamaíku fyrir Heimi: „Bjuggumst ekki við að fá mann af þessari stærðargráðu“
Jamaískur íþróttafræðingur og þjálfari segir spennuna mikla í eyríkinu fyrir nýjum þjálfara karlalandsliðs Jamaíku í fótbolta. Búist er við að Heimir Hallgrímsson verði kynntur sem nýr þjálfari liðsins á morgun.

Heimir í erfiðar aðstæður og dóttir Bobs Marley lét þung orð falla
Heimir Hallgrímsson er á leið í afar krefjandi aðstæður sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku, samkvæmt fréttaflutningi þarlendra miðla.

Reggístrákarnir sem bíða Heimis
Frumraun Heimis Hallgrímssonar sem landsliðsþjálfara Jamaíku verður gegn Argentínu, rétt eins og frumraun Íslands á HM 2018, í Bandaríkjunum í lok september. Nokkrir vel þekktir leikmenn eru í jamaíska landsliðshópnum.

Heimir að taka við Jamaíku
Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, verður kynntur sem nýr þjálfari karlalandsliðs Jamaíku á föstudaginn.

Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins
Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess.

Fjórtán árum eftir ÓL-gull er hún enn að endurskrifa söguna í 100 m
Hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce er 35 ára gömul en er engu að síður fljótast kona heims í dag. Það sannaði hún enn einu sinni á Demantamóti í Mónakó í gær.

Einstakt afrek á hlaupabrautinni
Hin jamaíska Shericka Jackson varð í nótt heimsmeistari í frábæru 200 metra hlaupi á HM í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum. Hún hjó nærri heimsmeti.

Vilhjálmur prins biðst afsökunar á viðbjóðslegu þrælahaldi Breta
Vilhjálmur Bretaprins hefur beðið íbúa Jamaica afsökunar á þrælahaldi Breta á eyjunum undir þrjú hundruð ára stjórn þeirra. Prinsinn og Katrín eiginkona hans eru nú í heimsókn í samveldisríkjum í Karabíska hafinu.

Fengu innblástur frá Cool Runnings og eru mættir á Vetrarólympíuleika
Margir muna eftir ævintýri Jamaíkumannanna sem tóku þátt í fjögurra manna bobsleðakeppninni á Vetrarólympíuleikunum í Calgary árið 1988, sem kvikmyndin Cool Runnings fjallar um. Jamaíka á aftur lið í keppninni í ár.

Reggígoðsögnin Robbie Shakespeare látinn
Jamaíska reggígoðsögnin Robbie Shakespeare er látinn, 68 ára að aldri. Hann var annar helmingur sveitarinnar Sly and Robbie.

Fann konuna sem borgaði leigubílinn og sá til þess að hann gat unnið ÓL-gullið
Ólympíumeistarinn Hansle Parchment frá Jamaíku lenti í miklum hrakförum á leið sinni á keppnisstaðinn á Ólympíuleikunum í Tókýó á dögunum og hann var mjög þakklátur konunni sem bjargaði honum fyrir horn.

Mesti klaufi Ólympíuleikanna eða féll hún bara á eigin hroka?
Shericka Jackson frá Jamaíku er einn besti spretthlaupari heims. Hún verður þó hvergi sjáanleg þegar keppt verður í úrslitahlaupi 200 metranna á Ólympíuleikanna í Tókýó í dag.

Bolt á núna Þrumu og Eldingu
Usain Bolt, fljótasti maður sögunnar, og kona hans Kasi Bennett greindu frá því á samfélagsmiðlum að þau hefðu eignast tvíbura.

Jamaíka stefnir á HM 2022 með hjálp fimmtán nýrra leikmanna frá Englandi
Það er ljóst að á Jamaíka eru menn stórhuga og ætla sér að mæta til leiks á HM 2022 í Katar. Knattspyrnusamband landsins ætlar sér þó óhefðbundnar leiðir í leið sinni á mótið sem fram fer undir lok árs 2022.

Bunny Wailer fallinn frá
Jamaíski reggítónlistarmaðurinn Bunny Wailer, sem stofnaði sveitina The Wailers ásamt þeim Bob Marley og Peter Tosh, er látinn, 73 ára að aldri.