Ótrúlegur árekstur á leið í keppni á HM dró dilk á eftir sér Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 14:01 Andrew Hudson átti greinilega í vandræðum með hægra auga sitt í hlaupinu í gærkvöldi. Vísir/Getty Andrew Hudson, spretthlaupari frá Jamaíka, lenti heldur betur illa í því þegar að tvær skutlur, sem notaðar eru til þess að ferja keppendur á HM í frjálsum íþróttum frá upphitunarsvæði leikanna yfir á leikvanginn sjálfan, skullu saman. Í einni skutlunni mátti finna téðan Hudson ásamt keppinautum hans í 200 metra spretthlaupi, þar á meðal heimsmeistarann frá Bandaríkjunum Noah Lyles, en í myndskeiði sem hægt er að finna á samfélagsmiðlum má sjá aðra skutluna aka inn í hliðina á hinni. Not what you want to see before a race...Jamaica's Andrew Hudson was left with glass in his eye after two buggies crashed #WorldAthleticsChamps #BBCAthletics pic.twitter.com/asXjqdI02r— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Hudson var sá sem fór hvað verst út úr þessum árekstri en hann fékk glerbrot í augað. Greint er frá raunum hans á BBC en Hudson hélt ótrauður áfram, tók þátt í 200 metra spretthlaupinu og endaði í 5.sæti. „Það fór glerbrot í hægra augað mitt og ég sé allt í móðu í hvert skipti sem ég opna það auga,“ sagði Hudson sem fékk lækni til þess að líta á augað fyrir hlaupið. „Hann reyndi að ná því út og á meðan var mótstjórn að spyrja mig hvort ég ætlaði mér að hlaupa eða ekki. Ég lagði það mikið á mig til þess að komast á þennan stað að ég hugsaði með mér að ég skyldi allavegana láta á þetta reyna.“ Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Hudson í frjálsum íþróttum. „Þetta er því heldur betur eftirminnilegt mót. Ég kannski labba bara frá upphitunarsvæðinu yfir á leikvanginn næst,“ sagði Hudson sem glataði í það minnsta ekki húmornum í þessum árektri. En í fullri alvöru er Alþjóða frjálsíþróttasambandið með atvikið til skoðunar en auk Hudsons þurfti einn sjálfboðaliði að fá meðhöndlun frá lækni. Hudson, sem náði ekki að tryggja sig í úrslitahlaupið með frammistöðu sinni í gær, mótmælti niðurstöðunni í ljósi árekstursins. Mótmæli hans báru árangur því hann hefur nú fengið sæti í úrslitahlaupinu. Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira
Í einni skutlunni mátti finna téðan Hudson ásamt keppinautum hans í 200 metra spretthlaupi, þar á meðal heimsmeistarann frá Bandaríkjunum Noah Lyles, en í myndskeiði sem hægt er að finna á samfélagsmiðlum má sjá aðra skutluna aka inn í hliðina á hinni. Not what you want to see before a race...Jamaica's Andrew Hudson was left with glass in his eye after two buggies crashed #WorldAthleticsChamps #BBCAthletics pic.twitter.com/asXjqdI02r— BBC Sport (@BBCSport) August 25, 2023 Hudson var sá sem fór hvað verst út úr þessum árekstri en hann fékk glerbrot í augað. Greint er frá raunum hans á BBC en Hudson hélt ótrauður áfram, tók þátt í 200 metra spretthlaupinu og endaði í 5.sæti. „Það fór glerbrot í hægra augað mitt og ég sé allt í móðu í hvert skipti sem ég opna það auga,“ sagði Hudson sem fékk lækni til þess að líta á augað fyrir hlaupið. „Hann reyndi að ná því út og á meðan var mótstjórn að spyrja mig hvort ég ætlaði mér að hlaupa eða ekki. Ég lagði það mikið á mig til þess að komast á þennan stað að ég hugsaði með mér að ég skyldi allavegana láta á þetta reyna.“ Þetta er fyrsta heimsmeistaramót Hudson í frjálsum íþróttum. „Þetta er því heldur betur eftirminnilegt mót. Ég kannski labba bara frá upphitunarsvæðinu yfir á leikvanginn næst,“ sagði Hudson sem glataði í það minnsta ekki húmornum í þessum árektri. En í fullri alvöru er Alþjóða frjálsíþróttasambandið með atvikið til skoðunar en auk Hudsons þurfti einn sjálfboðaliði að fá meðhöndlun frá lækni. Hudson, sem náði ekki að tryggja sig í úrslitahlaupið með frammistöðu sinni í gær, mótmælti niðurstöðunni í ljósi árekstursins. Mótmæli hans báru árangur því hann hefur nú fengið sæti í úrslitahlaupinu.
Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Hafnaði Val og fer heim til Eyja Handbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Valur - Stjarnan | Stórleikur að Hlíðarenda KR - Ármann | Bæði þurfa sigur ÍR - Njarðvík | Barist um sæti í úrslitakeppninni ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira