Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2025 11:03 Alnafna og móðursystir Rögnu Fossberg lést í fellibyl á Jamaíka árið 1951. Vísir/Bjarni Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að fellibylurinn Melissa gekk yfir Jamaíka á þriðjudag og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1951 lést íslensk kona í fellibyl á eyjunni en hún skrifaði fjölda bréfa til fjölskyldu sinnar hér á landi og það síðasta degi áður en óveðrið skall á. Fellibylurinn Melissa olli fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíka þegar hann gekk yfir á þriðjudag. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir en fellibylurinn er einn sá öflugasti í sögunni og mældist meðalvindhraði 82 metrar á sekúndu þegar mest var. Óttast er að tala látinna muni hækka á næstu vikum en mörg samfélög eru enn einangruð. „Þau voru bæði ævintýrafólk“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fellibylur veldur skemmdum og dauðsföllum á Jamaíka. Árið 1951 gekk fellibylurinn Charlie yfir eyjuna en hann kostaði yfir 150 manns lífið. Ein þeirra sem lést þá var íslenska konan Ragna Fossberg Craven sem var búsett á Jamaíka ásamt breskum eiginmanni sínum og fimm ára dóttur þeirra Helgu Freyju. „Þau voru bæði ævintýrafólk þannig að þau enda á Jamaíka með sportrekstur, svona sportklúbbur þar sem voru bátar og skemmtilegt,“ sagði Ragna Fossberg í viðtali í kvöldfréttum Sýnar en Ragna eldri var móðursystir hennar. Ragna segir að fjölskyldan hafi fengið úrklippur úr dagblöðum þar sem fréttir voru sagðar af atburðinum. „Þeim var boðið að færa sig en gerðu það ekki því þau voru í hlöðnu húsi og héldu að það myndi ekki fara en það hrundi ofan á þau. Hún finnst með sitt barn og eitt svart barn í örmunum þannig að þau létust fjögur þarna.“ „Það var bara skrifað daginn áður“ Hún segir fréttir af fellibylnum sem gekk yfir í vikunni rifja upp minningar frá ferð sinni og móður sinnar til Jamaíka árið 2000 og þá hitti hún 90 ára gamlan mann sem var sá síðasti til að sjá frænku hennar og fjölskyldu á lífi. Hann fór yfir til fjölskyldunnar kvöldið fyrir fellibylinn og var sá sem bauð þeim að færa sig í annað hús. Þá á Ragna safn bréfa sem frænka hennar sendi til fjölskyldunnar á Íslandi. Hún hefur passað upp á bréfin og útbúið úrklippubók með myndum frá ferð hennar og móður hennar sem og blaðagreinum sem segja frá atburðinum. „Síðasta bréfið er bara deginum áður og kemur svo til landsins. Það voru ekki símar og stabílar ferðir og þetta bréf var svolítið lengi á leiðinni, það var bara skrifað daginn áður,“ sagði Ragna að lokum. Jamaíka Íslendingar erlendis Einu sinni var... Náttúruhamfarir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Fellibylurinn Melissa olli fordæmalausri eyðileggingu á Jamaíka þegar hann gekk yfir á þriðjudag. Að minnsta kosti þrjátíu eru látnir en fellibylurinn er einn sá öflugasti í sögunni og mældist meðalvindhraði 82 metrar á sekúndu þegar mest var. Óttast er að tala látinna muni hækka á næstu vikum en mörg samfélög eru enn einangruð. „Þau voru bæði ævintýrafólk“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fellibylur veldur skemmdum og dauðsföllum á Jamaíka. Árið 1951 gekk fellibylurinn Charlie yfir eyjuna en hann kostaði yfir 150 manns lífið. Ein þeirra sem lést þá var íslenska konan Ragna Fossberg Craven sem var búsett á Jamaíka ásamt breskum eiginmanni sínum og fimm ára dóttur þeirra Helgu Freyju. „Þau voru bæði ævintýrafólk þannig að þau enda á Jamaíka með sportrekstur, svona sportklúbbur þar sem voru bátar og skemmtilegt,“ sagði Ragna Fossberg í viðtali í kvöldfréttum Sýnar en Ragna eldri var móðursystir hennar. Ragna segir að fjölskyldan hafi fengið úrklippur úr dagblöðum þar sem fréttir voru sagðar af atburðinum. „Þeim var boðið að færa sig en gerðu það ekki því þau voru í hlöðnu húsi og héldu að það myndi ekki fara en það hrundi ofan á þau. Hún finnst með sitt barn og eitt svart barn í örmunum þannig að þau létust fjögur þarna.“ „Það var bara skrifað daginn áður“ Hún segir fréttir af fellibylnum sem gekk yfir í vikunni rifja upp minningar frá ferð sinni og móður sinnar til Jamaíka árið 2000 og þá hitti hún 90 ára gamlan mann sem var sá síðasti til að sjá frænku hennar og fjölskyldu á lífi. Hann fór yfir til fjölskyldunnar kvöldið fyrir fellibylinn og var sá sem bauð þeim að færa sig í annað hús. Þá á Ragna safn bréfa sem frænka hennar sendi til fjölskyldunnar á Íslandi. Hún hefur passað upp á bréfin og útbúið úrklippubók með myndum frá ferð hennar og móður hennar sem og blaðagreinum sem segja frá atburðinum. „Síðasta bréfið er bara deginum áður og kemur svo til landsins. Það voru ekki símar og stabílar ferðir og þetta bréf var svolítið lengi á leiðinni, það var bara skrifað daginn áður,“ sagði Ragna að lokum.
Jamaíka Íslendingar erlendis Einu sinni var... Náttúruhamfarir Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent