Nýja-Sjáland

Hipkins orðinn forsætisráðherra
Chris Hipkins sór í morgun embættiseið sinn sem fertugasti og fyrsti forsætisráðhera Nýja Sjálands.

Hipkins tekur við af Ardern
Nýsjálenski þingmaðurinn Chris Hipkins gefur einn kost á sér í formannsstöðu nýsjálenska Verkamannaflokksins og mun því að öllum líkindum taka við sem forsætisráðherra á mánudag af Jacindu Ardern, sem tilkynnti afsögn sína í gær.

Tankurinn tómur og tími kominn til að kveðja
Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það hafa verið forréttindi að fá að leiða þjóð sína á erfiðum tímum undanfarin tæpu sex ár. Nú væri tankur hennar hins vegar tómur og tími til kominn að kalla til nýjan leiðtoga.

Katrín segir sjónarsvipti að hinni sjarmerandi Ardern
Forsætisráðherra segir að sjónarsviptir verði af Jacinda Ardern sem óvænt sagði af sér embætti forsætisráðherra Nýja-Sjálands og leiðtoga Verkamannaflokksins í gærkvöldi. Sex ára valdatími hennar hafi einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru, allt frá náttúruhamförum, fjöldamorðum, covid faraldrinum og nú til efnahagsástandsins vegna stríðsins í Úkraínu.

Ardern segir af sér
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur.

Kallaði þingmann hrokafullan fávita
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur beðist afsökunar á því að hafa kallað þingmann stjórnarandstöðunnar hrokafullan fávita á þingi. Ummælin sem látin voru falla á þingi í morgun áttu ekki að heyrast.

Drengur dæmdur í umsjá lækna til að gangast undir hjartaaðgerð
Drengur sem dæmdur var í umsjá lækna hefur gengist undir lífsnauðsynlega hjartaaðgerð á sjúkrahúsi í Auckland á Nýja-Sjálandi.

Mismunun að fá ekki að kjósa fyrr en átján ára
Hæstiréttur Nýja-Sjálands hefur úrskurðað að það feli í sér mismunun að fá fyrst að kjósa þegar maður er orðinn átján ára.

Bein útsending: Reyna að grípa eldflaug með þyrlu
Starfsmenn fyrirtækisins Rocket Lab ætla í dag að reyna að grípa eldflaug með þyrlu. Eldflauginni verður skotið frá Nýja-Sjálandi og á hún að koma smáum gervihnetti á braut um jörðu fyrir sænskt fyrirtæki.

Dráttarvélamótmæli gegn ropskatti á búfénað
Nýsjálenskir bændur óku fylktu liði á dráttarvélum sínum um götur borga og bæja víðsvegar um landið til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar um að leggja skatt á losun búfjár á gróðurhúsalofttegundum. Mótmælin eru þó sögð hafa verið minni í sniðum en búist var við.

Íhuga að skattleggja beljurop
Ríkisstjórn Nýja-Sjálands lagði til að skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrahaldi í dag. Búfjárbændur hafa brugðist ókvæða við tillögunni sem þeir fullyrða að leiddi til atgervisflótta úr stéttinni.

Kona handtekin eftir að lík barna fundust í ferðatöskum
Lögregla í Suður-Kóreu hefur handtekið konu sem sökuð er um að hafa myrt tvö börn sín sem fundust í ferðatösku á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði.

Háværar raddir kalla eftir falli breska samveldisins
Andlát Elísabetar annarrar Bretadrottningar hefur vakið þær raddir sem vilja sjá breska samveldið falla. Fimmtíu og sex ríki eru hluti af breska samveldinu og Karl III Bretakonungur leiðtogi þess.

Fimm látnir eftir mögulegan árekstur við hval
Fimm létust þegar bát hvolfdi við strendur Nýja-Sjálands í morgun. Um borð var fuglaáhugafólk en lögregla telur líklegt að báturinn hafi lent í árekstri við hval.

Búið að bera kennsl á börnin í ferðatöskunum
Lögreglunni á Nýja-Sjálandi hefur tekist að bera kennsl á lík tveggja barna sem fundust í ferðatöskum í borginni Auckland fyrir tveimur vikum síðan. Búið er að láta nánustu fjölskyldu barnanna vita af málinu og hafa þau óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gerð opinber.

Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferðatöskunum
Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára.

Selur braust inn á heimili og áreitti heimilisköttinn
Selur braust inn á heimili íbúa úthverfisins Mount Maunganui í Nýja-Sjálandi á miðvikudaginn og dvaldi þar í tvær klukkustundir. Áður en hann kom sér fyrir inni í húsinu hafði hann hrellt heimilisköttinn.

Fundu líkamsleifar ungra barna í gömlum ferðatöskum
Fjölskylda á Nýja-Sjálandi fann nýverið líkamsleifar í ferðatöskum sem keyptar voru á uppboði á netinu. Nú er komið í ljós að líkamsleifarnar voru af tveimur börnum sem talin eru hafa verið fimm til tíu ára gömul.

Fundu líkamsleifar í tösku sem þau keyptu á uppboði
Fjölskylda sem keypti allt innihald yfirgefins geymslurýmis í Nýja-Sjálandi fann líkamsleifar í tösku sem geymd var þar inni. Lögreglan reynir nú að bera kennsl á líkið.

Nýsjálendingar flýta frekari opnun landsins
Stjórnvöld í Nýja-Sjálandi hafa tilkynnt að fyrirhugaðri opnun landsins fyrir ferðamenn verði flýtt um tvo mánuði. Landamærin hafa stórum hluta verið lokuð fyrir ferðamönnum síðan í mars 2020 vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.