Nýja-Sjáland

Verður sviptur riddaratign vegna barnaníðs
Einn þekktasti viðskiptamaður Nýja-Sjálands, Ron Brierley, hefur gengist við því að hafa haft barnaníðsefni í fórum sínum. Myndefnið sýndi börn allt niður í tveggja ára gömul. Vinna er hafin við að svipta Brierley riddaratign vegna málsins.

Viðbúnaðarstig vegna flóðbylgjuhættu lækkað
Í morgun var viðbúnaðarstig vegna flóðbylgjuhættu lækkað á Nýja-Sjálandi. Almannavarnir gáfu í gærkvöldi út viðvörun vegna flóðbylgjuhættu sem gæti ógnað landi og höfn. Nú er hætta aðeins talin steðja að sjávarsíðunni og höfninni.

Jarðskjálfti 8 að stærð á Nýja-Sjáland
Jarðskjálfti sem mældist 8 að stærð reið yfir úti fyrir norðurströndum Nýja-Sjálands nú fyrir stundu, eða að morgni föstudags að staðartíma. Þetta er þriðji stóri skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu í dag en sá fyrsti mældist 7,2 að stærð um klukkan hálf þrjú að nóttu að staðartíma. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna skjálftanna.

Komst lífs af eftir fjórtán tíma volk í sjónum
Sjómaður frá Litháen sem féll fyrir borð á skipi sínu í Kyrrahafi komst lífs af eftir fjórtán klukkustunda volk í sjónum án björgunarvestis.

Gagnrýnir Ástrali fyrir að svipta grunaðan ISIS-liða ríkisborgararétti
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur gagnrýnt áströlsk stjórnvöld harðlega fyrir að hafa einhliða svipt konu, sem handtekin var í Tyrklandi vegna gruns um tengsla við hryðjuverkasamtökin ISIS, ríkisborgararétti.

Þéttum landamærin, opnum innanlands
Um helgina greindust þrír einstaklingar í sömu fjölskyldunni með kórónuveiruna í Auckland á Nýja-Sjálandi. Hér á landi hefur sóttvarnalæknir um nokkurra vikna skeið bent á mikilvægi þess að koma í veg fyrir að kórónuveiran leki inn í landið með fólki sem kemur að utan. Það sé forsenda þess að losa um samkomutakmarkanir innanlands.

Þrjú smituð og öllu skellt í lás
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur fyrirskipað þriggja daga útgöngubann og harðar sóttvarnaaðgerðir í Auckland, stærstu borg landsins, eftir að þrír einstaklingar greindust þar með kórónuveiruna.

Lífið orðið eins og það var fyrir Covid
Íslensk kona á Nýja-Sjálandi segir að lífið þar í landi sé orðið eins og það var fyrir Covid. Myndir af stærðarinnar tónleikum hafa vakið heimsathygli og efnahagslífið nær viðspyrnu þrátt fyrir lokun landamæranna.

Fyrstu innanlandssmitin í marga mánuði og opna mögulega ekki landamærin á þessu ári
Þrír Nýsjálendingar hafa greinst smitaðir af Covid-19 og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist í marga mánuði. Ein kona greindist smituð í síðustu viku og tveir í dag. Öll þrjú luku nýverið sóttkví í sama farsóttahúsinu í borginni Auckland.

Morðingi Grace Millane sakfelldur fyrir fleiri árásir gegn konum
Maðurinn sem myrti breska bakpokaferðalanginn Grace Millane á Nýja-Sjálandi hefur verið sakfelldur fyrir tvær árásir til viðbótar gegn konum.

Hundruð þúsunda beitt misnotkun á opinberum stofnunum á Nýja-Sjálandi
Að minnsta kosti 250 þúsund börn, ungmenni og fullorðnir sem dvöldu á stofnunum á vegum nýsjálenska ríkisins á árunum 1950 til 1999 sættu einhvers konar misnotkun, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar.

Segja Tarrant hafa misheppnast ætlunarverk sitt með árásinni í Christchurch
Þrátt fyrir að nefnd sem rannsakað hefur hina mannskæðu hryðjuverkaárás í Christchurch í Nýja-Sjálandi, hafi fundið galla á reglugerðum og áherslu, komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hið opinbera hefði ekki getað komið í veg fyrir árásina ef þessir gallar og önnur mistök hefðu ekki verið til staðar.

Þrettán ákærðir vegna dauðsfallanna á Hvítu eyju á síðasta ári
Nýsjálensk heilbrigðis- og öryggismálayfirvöld hafa ákært þrettán aðila vegna manntjónsins sem varð vegna eldgossins á ferðamannaeyjunni Hvítu eyju á síðasta ári.

Undirrituðu samning um stærstu viðskiptablokk í heimi
Íbúar aðildarríkja RCEP nemur hátt í þriðjungi heimsbyggðarinnar og hagkerfin bera samanlagt uppi um 29% af þjóðarframleiðslu í heiminum og er hin nýja viðskiptablokk þar með stærri en bæði fríverslunarsamningur Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó og Evrópusambandið.

Nýsjálendingar höfnuðu kannabis en vilja heimila dánaraðstoð
Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar á Nýja Sjálandi á dögunum samhliða þingkosningum þar í landi og voru bráðabirgðaúrslit úr þeim kunngjörð í morgun.

Sögulegur sigur Ardern í þingkosningum á Nýja Sjálandi
Nú þegar stór hluti atkvæða hefur verið talinn hlýtur flokkur Ardern um 49% atkvæða. Það tryggir flokknum 64 þingsæti sem ætti að duga til að mynda hreinan meirihluta í nýsjálenska þinginu.

Nýsjálendingar kjósa sér nýtt þing á morgun
Þingkosningar fara fram á Nýja-Sjálandi á morgun þar sem reiknað er með harðri baráttu milli Verkamannaflokks Jacindu Ardern forsætisráðherra og Íhaldsmannanna í Þjóðarflokknum.

Miklu harðari aðgerðir í öðrum löndum sem sigruðust á fyrstu bylgjunni
Nokkur lönd sem náðu svipuðum árangri og Ísland í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins virðast hafa náð að halda honum í skefjum á meðan þriðja bylgjan virðist ætla að verða stærri en sú fyrsta hér á landi.

Aflétta takmörkunum í stærstu borg Nýja-Sjálands
Íbúar Auckland, stærstu borgar Nýja-Sjálands, þurfa ekki lengur að huga að fjarlægðarreglum á börum og veitingastöðum þegar slakað verður á sóttvarnaraðgerðum þar í vikunni.

Nýsjálendingum brátt heimilt að heimsækja Ástralíu
Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að innan tíðar verði Nýsjálendingum heimilt að heimsækja Ástralíu en löndin tvö hafa svo gott sem lokað landamærum sínum í kórónuveirufaraldrinum.