Kólumbía

Fréttamynd

WOM í Kólumbíu sækir um greiðsluskjól

Fjarskiptafélagið WOM í Kólumbíu lagði fram beiðni um greiðsluskjól í gær svo að hefja megi endurfjármögnun félagsins en Novator er stærsti hluthafi þess. Björgólfur Thor Björgólfsson, aðaleigandi Novator, hefur fundað með ráðherra fjarskipta í Kólumbíu vegna málsins. WOM í Síle sótti nýverið um greiðslustöðvun í Bandaríkjunum en um er að ræða sjálfstæð fyrirtæki og er endurskipulagning WOM í Kólumbíu „óskyld því ferli“, að sögn Novator.

Innherji
Fréttamynd

Shakira semur um skattalagabrotin

Kólumbíska poppstjarnan Shakira hefur gert dómssátt við saksóknara um meint skattalagabrot hennar á Spáni, en réttarhöld í málinu voru í þann mund að hefjast.

Erlent
Fréttamynd

Vilja gelda af­kom­endur flóðhesta Escobars

Yfirvöld í Kólumbíu eru byrjuð að gelda flóðhesta, sem eru afkomendur dýra sem fíkniefnabarónninn Pablo Escobar flutti til landsins á árum áður. Vonast er til þess að hægt verði að gelda um fjörutíu flóðhesta á ári.

Erlent
Fréttamynd

Meintir morðingjar fram­bjóðandans frá Kólumbíu

Sex menn sem voru handteknir vegna morðsins á Fernando Villavicencio, forsetaframbjóðanda í Ekvador, í gær eru kólumbískir ríkisborgarar. Innanríkisráðherra landsins segir að mennirnir tengist skipulagðri glæpastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Börnin tala lítið en eru á bata­vegi

Börnin fjögur, sem fundust í Amazon regnskóginum eftir fjörutíu daga leit, hittu ættingja sína á sjúkrahúsi í Bogotá í gærkvöldi. Þau eru veikburða og tala lítið sem ekkert en hafa greint frá því að týndur hundur hafi veitt þeim félagsskap í skóginum.

Erlent
Fréttamynd

Flúði farbann vegna nauðgunar og býðst til að spila frítt

Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Manga Escobar, sem flúði Ísland í farbanni í desember síðastliðnum eftir að hafa hlotið fangelsisdóm fyrir nauðgun, er ennþá staddur í Kólumbíu og segist ólmur vilja hasla sér völl í atvinnumennsku á ný. Hefur hann boðist til að spila frítt fyrir sitt gamla félag, Deportivo Cali.

Innlent
Fréttamynd

Falski hertoginn

Á annan tug Kólumbíumanna lánaði um margra mánaða skeið mæðginum sem sögðust vera erfingjar gríðarlegra auðæfa og aðalstignar, fleiri hundruð milljónir pesóa. Mæðginin létu sig loks hverfa og það er eins og jörðin hafi gleypt þau.

Erlent
Fréttamynd

Flúði land í far­banni vegna nauðgunar­dóms

Kólumbíski fótboltamaðurinn Andrés Ramiro Escobar Diaz, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir nauðgun fór af landi brott í desember síðastliðnum. Þetta gerði hann þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann í september síðastliðnum og bíða afplánunar í fangelsi á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Skattsvikamál Shakiru fyrir dóm á Spáni

Kólumbísku poppstjörnunni Shakiru hefur mistekist að ná dómsátt með spænskum saksóknurum og mun mál hennar vegna meintra skattsvika því fara fyrir dómstóla. Shakira mun þar halda fram sakleysi sínu. 

Erlent
Fréttamynd

Saksóknarar vilja Shakiru í fangelsi í átta ár

Saksóknarar á Spáni hafa farið fram á að kólumbíska poppstjarnan Shakira verði dæmd í rúmlega átta ára fangelsi verði hún sakfelld fyrir skattsvik. Stjarnan hefur verið ákærð fyrir að hafa svikið 14,5 milljónir evra, eða rúmlega tvo milljarða króna, undan skatti.

Lífið