Þjóðadeild karla í fótbolta

Fréttamynd

Hamrén: Kolbeinn hefur verið að bæta sig á hverri æfingu

Erik Hamrén landsliðsþjálfari útilokar ekki að nota Kolbein Sigþórsson í leiknum gegn Belgíu í kvöld. Hann talaði um fyrir leikina tvo í Þjóðadeildinni að nota Kolbein í fimmtán til tuttugu mínútur en framherjinn kom ekkert við sögu í slátruninni í Sviss.

Fótbolti
Fréttamynd

Hannes: Óafsakanlegt að tapa 6-0

Hannes Þór Halldórsson sagði það óafsakanlegt að íslenska landsliðið hafi tapað 6-0, en nú þurfi liðið að muna hvað þeir geta gert á Laugardalsvelli.

Fótbolti