Fréttir

Fréttamynd

Vilhjálmur um könnun

"Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Schröder treystir á óákveðna

Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, treystir á að óákveðnir kjósendur komi honum til bjargar en miðað við gengi jafnaðarmanna í könnunum eiga þeir litla möguleika í þingkosningum í næsta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Tólf íslenskir strandaglópar

Fjórar íslenskar fjölskyldur, 12 manns, eru strandaglópar á Hjaltlandseyjum eftir að Norræna ákvað að sleppa viðkomu í eyjunum í síðustu ferð sinni vegna veðurs. Fólkið átti að koma hingað til lands með ferjunni síðasta fimmtudag, en tefst um viku vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

63 slasast í nautahlaupi á Spáni

Sextíu og þrír slösuðust og þar af tveir alvarlega í árlegu nautahlaupi í bænum San Sebastian des los Reyes. Hlaupið er með sama sniði og nautahlaupið í Pamplona á Spáni þar sem mannýgum nautum er hleypt út á götur bæjarins innan um mannfjölda sem reynir að forða sér á hlaupum undan árásum nautanna.

Erlent
Fréttamynd

Taka verður á launamálum

Ekki er hægt að útdeila plássum sem losnað hafa nýlega á leikskólanum Nóaborg fyrr en tekist hefur að ráða fólk í þrjú stöðugildi. Borgarstjóri telur að taka verði á launamálum í kjarasamningum en segir ástandið ekki eiga að seinka loforðum um gjaldfrjálsan leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Gísli Marteinn í fyrsta sætið

Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í haust. Stuðningsmenn Gísla Marteins boðuðu til fundar í Iðnó í gær þar sem Gísli Marteinn tilkynnti þessa ákvörðun sína.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldi eiturlyfjafíkla þrefaldast

Fleiri á biðlistum eftir vímuefnameðferð deyja en áður, og fíklarnir eru veikari nú en nokkru sinni fyrr, að sögn yfirlæknis á Vogi. Fjöldi eiturlyfjafíkla hefur þrefaldast hér á landi á síðustu tíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisstefna styrkir öfgamenn

Bresk utanríkisstefna og stríðið í Írak hafa hjálpað öfgamönnum úr röðum múslíma að safna nýliðum. Þetta kemur fram í skýrslu breska utanríkisráðuneytisins sem var lekið til fjölmiðla

Erlent
Fréttamynd

Airbus risaþotan á lofti

Hundrað og fimmtíu þúsund manns söfnuðust saman í Hamborg í gær til að fylgjast með fyrstu lendingu risaþotunnar Airbus A-380 þar. Vélin hringsólaði yfir borginni í tuttugu mínútur áður en hún lenti við verksmiðju Airbus í Hamborg, þar sem risavélin verður sett saman í framtíðinni.

Erlent
Fréttamynd

Fréttamenn skotmörk í Írak

Fleiri fréttamenn hafa verið drepnir í Írak frá því að stríðið þar hófst í mars 2003 en voru drepnir á tuttugu árum í stríðinu í Víetnam. Sextíu og sex fréttamenn og aðstoðarmenn þeirra hafa verið drepnir í Írak, samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Blaðamenn án landamæra.

Erlent
Fréttamynd

Í túninu heima

Menningar- og útivistardagar standa yfir í Mosfellsbæ undir yfirskriftinni, "Í túninu heima". Margt er þar til skemmtunar og má þar nefna tónleika, leiklist, söngvakeppni, listasýningu og íþróttakeppni.  Hátíðinni lýkur á morgun með tónleikum Eyþórs Gunnarssonar, Ellenar Kristjánsdóttur og KK í Lágafellskirkju.

Innlent
Fréttamynd

Blair úthúðað

Múhameðstrúarmaður í útlegð frá Sádí Arabíu sem á á hættu að vera rekinn frá Bretlandi fyrir að halda úti herskárri íslamskri vefsíðu hefur nú lokað vefsíðunni. Mohammed al-Massari heldur því fram að hann hafi gert það af sjálfsdáðum og bresk yfirvöld hafi ekki haft samband við hann.

Erlent
Fréttamynd

Rafmagnslaust í Vesturbænum

Hluti íbúa og fyrirtækja í Vesturbæ Reykjavíkur voru án rafmagns í um klukkustund laust eftir klukkan átta í gærmorgun sökum þess að háspennustrengur fór í sundur.

Innlent
Fréttamynd

Hraðakstur á Selfossi

Níu ökumenn voru teknir fyrir ofhraðan akstur í nótt á Selfossi, þar af voru tveir innanbæjar. Sá hraðskreiðasti ók á 123 kílómetra hraða á kafla þar sem keyra mátti mest á 90 en innanbæjar ók sá hraðskreiðasti á 77 kílómetra hraða á klukkustund þar sem leyfilegur hraði er  50 kílómetrar á klukkustund.

Innlent
Fréttamynd

Níu mínútur frá útkalli að björgun

Ung kona liggur á gjörgæsludæld Landspítalans með reykeitrun og alvarleg brunasár eftir eldsvoða í Hlíðunum í morgun. Blaðberi tilkynnti um eldinn og liðu aðeins níu mínútur frá útkalli og þar til búið var að ná konunni út úr íbúðinni.

Innlent
Fréttamynd

Kona lífshættu í eftir eldsvoða

Ung kona liggur alvarlega slösuð á gjörgæsludeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss með alvarleg brunasár og reykeitrun eftir eldsvoða í kjallara í tveggja hæða húsi í Stigahlíð í Reykjavík snemma í gærmorgun. Aðra íbúa hússins sakaði ekki en einhverjar skemmdir urðu sökum elds og reyks.

Innlent
Fréttamynd

Eldsvoði í Hlíðunum

Ung kona er lífshættulega slösuð eftir eldsvoða í kjallaraíbúð í Hlíðunumn í Reykjavík snemma í morgun. Þegar slökkviliðsmenn náðu konunni út var hún meðvitundarlaus og illa brennd. Tveir aðrir voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Idolið byrjað

Hátt í þúsund manns mættu í fyrsta áheyrnarprófið fyrir þriðju Idol stjörnuleitina í gær. Alls voru þátttakendur í forvali fjögur hundruð og munu 160 þeirra koma fram fyrir dómnefndina í dag, að sögn Sigmars Vilhjálmssonar, annars þáttastjórnendanna í Idol stjörnuleit.

Innlent
Fréttamynd

Össur gagnrýnir Steinunni Valdísi

Össur Skarphéðinsson gagnrýnir ummæli Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem sagði að Stefán Jón hafi gengið með borgarstjórann í maganum og því komi ákvörðun hans um að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni Samfylkingarinnar ekki á óvart. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fjarskipti á Vestfjörðum í ólagi

Ástandi fjarskiptamála í dreifbýli á Vestfjörðum er líkt við ástand í vanþróuðum ríkjum í greinargerð sem Fjórðungssamband Vestfirðinga vann. Frá áramótum hefur ljósleiðari sem liggur um vestfirði rofnað tvisvar.

Innlent
Fréttamynd

Hamas þakka sér brottflutning

Einhver þekktasti hryðjuverkamaður Hamas-samtakanna birtist sigri hrósandi á myndbandsupptöku sem send var fjölmiðlum í gærkvöldi. Þar segir hann brotthvarf Ísraelsmanna frá Gaza afleiðingu vopnaðrar baráttu hundraða skæruliða sem hefðu fórnað sér fyrir málstaðinn.

Erlent
Fréttamynd

Íhuga mál gegn Hollendingum

Hollendingar eiga hugsanlega yfir höfði sér málsókn vegna ákvörðunar sinnar um að skylda bændur til að halda alifuglum sínum innan dyra vegna hættunar á fuglaflensusmiti, að því er breska blaðið The Guardian skýrir frá.

Erlent
Fréttamynd

Samvinna í jarðhitamálum

Það er margt hægt að læra af Íslendingum í jarðhitamálum segir fulltrúi sendinefndar frá Níkaragva sem kominn er til landsins til að kynna sér tækni og þekkingu á því sviði. Sendinefndin undirbýr fyrirhugaða samvinnu stjórnvalda í Níkaragva og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í jarðhitamálum.

Innlent
Fréttamynd

Katarina safnar kröftum

Fellibylurinn Katrina safnar nú kröftum yfir Mexíkóflóanum og býr sig undir aðra yfirreið yfir suðurströnd Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Tekinn með brennisteinssýru

Lithái á þrítugsaldri var í gær ákærður fyrir að hafa komið með tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins á mánudag. Brennisteinssýra er nauðsynlegt efni við amfetamínframleiðslu og segir Jóhann Benediktsson, sýslumaður á Keflavíkurflugvelli að þessu fundur sé skýr vísbending um að framleiðsla þess eigi sér stað hér á landi í nokkrum mæli.

Innlent
Fréttamynd

Ósætti um yfirlýsingu SÞ

Hundrað og áttatíu þjóðarleiðtogar hittast í næsta mánuði til að undirrita tímamótayfirlýsingu um framtíð Sameinuðu þjóðanna. Óvíst er að þeir hafi nokkuð að undirrita þar sem Bandaríkjamenn eru ósáttir við yfirlýsinguna og tilvísanir til þróunaraðstoðar og umhverfisverndar.

Erlent
Fréttamynd

Hetjur fyrir Allah

Þrír Tsjetsjenar voru handteknir í Hamborg í Þýskalandi í gærkvöldi eftir að þúsundir lögreglumanna gerðu þar mikla leit að mönnunum. Til þeirra heyrðist á strætisvagnastoppistöð þar sem þeir ræddu þá fyrirætlan sína að gerast hetjur fyrir Allah.

Innlent
Fréttamynd

Svínaveiki í Rúmeníu

Svínaveiki hefur brotist út í norð-vestur Rúmeníu og hefur þurft að slátra um 30 svínum og loka kjötmörkuðum.

Erlent
Fréttamynd

Sundabraut fyrir sölu Símans

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður söluandvirði Símans meðal annars varið til þess að byggja nýtt hátæknisjúkrahús og til að leggja nýja Sundabraut frá Sæbraut að Vesturlandsvegi og stytta þannig leiðina út úr Reykjavík.

Innlent