Erlent

Fréttamenn skotmörk í Írak

Fleiri fréttamenn hafa verið drepnir í Írak frá því að stríðið þar hófst í mars 2003 en voru drepnir á tuttugu árum í stríðinu í Víetnam. Sextíu og sex fréttamenn og aðstoðarmenn þeirra hafa verið drepnir í Írak, samkvæmt upplýsingum frá samtökunum Blaðamenn án landamæra. Síðast í dag var hljóðmaður frá Reuters skotinn til bana í Bagdad og myndatökumaður sem var með honum á ferð særðist og var síðan um hríð í varðhaldi bandarískra hersveita. Írak er hættulegasta land heims fyrir fréttamenn, en til samanburðar týndu sextíu og þrír á tveimur áratugum í Víetnam.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×