Erlent

Airbus risaþotan á lofti

Hundrað og fimmtíu þúsund manns söfnuðust saman í Hamborg í gær til að fylgjast með fyrstu lendingu risaþotunnar Airbus A-380 þar. Vélin hringsólaði yfir borginni í tuttugu mínútur áður en hún lenti við verksmiðju Airbus í Hamborg, þar sem risavélin verður sett saman í framtíðinni. Til stendur að fyrsta vélin verði afhent á næsta ári, en yfir átta hundruð farþegar komast fyrir á tveimur hæðum vélarinnar. Flugþol hennar er allt að fimmtán þúsund kílómetrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×