Erlent

Íhuga mál gegn Hollendingum

Lögfræðingar Evrópusambandsins eru að íhuga hvort höfða eigi mál á hendur hollensku ríkisstjórninni vegna ákvörðunarinnar, því hún hafi stangast á við reglur Evrópusambandsins. Þeir segja að taka skuli ákvörðun sem þessa á sameiginlegum grundvelli og einnig að Hollendingar brjóti lög með því að selja frjálsa kjúklinga á sama verði og áður, þrátt fyrir að þeir séu ekki lengur frjálsir. Ótti á fuglaflensufaraldri í Evrópu jókst í fyrradag þegar finnski landbúnaðarráðherrann tilkynnti um grun um fuglaflensutilfelli í norður-Finnlandi. Niðurstöðum úr rannsóknum er að vænta innan þriggja vikna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×