Fréttir Dregur aðeins úr hraða Katrínar Aðeins er um klukkustund í að einhver öflugasti fellibylur sögunnar skelli beint á hjarta borgarinnar New Orleans í suðurhluta Bandaríkjanna. Það hefur dregið lítið eitt úr hraða fellibylsins Katrínar og er hann nú flokkaður sem fjórða stigs fellibylur á Saffire Simpson skalanum, sem er næsthæsta stigið. Katrín æðir þó enn áfram á nærri sjötíu metra hraða á sekúndu. Erlent 14.10.2005 06:39 Sjálfstæðismenn fengju meirihluta Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í borginni, eða níu menn kjörna, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39 Konur jafnvel færari en karlar Konur eru jafn færar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum og hún lítur ekki vel út að mati Booth Blair. Innlent 14.10.2005 06:39 15 flugfélög á svartan lista Frakkland og Belgía hafa birt lista yfir þau flugfélög sem fá ekki að lenda þar. Svissnesk yfirvöld hyggjast birta sambærilega lista í dag. Tilgangurinn er að róa almenning vegna fimm alvarlegra flugslysa undanfarið. Í einu þeirra létust 160 manns í Venesúela, flestir þeirra franskir ríkisborgarar. Erlent 14.10.2005 06:39 Fjölþjóðleg sprengjueyðingaræfing Fjölþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge 2005, hefst í dag. Landhelgisgæslan og varnarliðið standa fyrir æfingunni en markmið hennar er að æfa viðbrögð við ýmiss konar hryðjuverkum, svo sem sjálfsmorðssprengjuárásum og sprengingum á flugvöllum, í höfnum og um borð í skipum. Innlent 14.10.2005 06:39 Samstaða um lagabreytingar Þverpólitísk samstaða er um það að breyta lögum um ríkiserfðir í Danmörku þannig að fyrsta barn Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprisessu verði erfingi krúnunnar hvort sem það verður stelpa eða strákur. Frá þessu greindi Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag eftir fund með leiðtogum annarra þingflokka. Erlent 14.10.2005 06:39 Fleiri vilja leiða sjálfstæðismenn Útlit er fyrir að framboð Gísla Marteins Baldurssonar til efsta sætis á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík verði til þess að fleiri sækist eftir því að leiða listann. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því flest bendir til að hann ætli að hætta sem borgarfulltrúi. Innlent 14.10.2005 06:39 Katrín veldur usla í New Orleans Miðja fellibylsins Katrínar er nú um fjörutíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 250 kílómetrar á klukkustund. Erlent 14.10.2005 06:39 Vonast eftir frelsi á hverri stund Búast má við að Rick Perry, ríkisstjóri Texas, afgreiði tillögur löggjafarþings Texas um lausn Arons Pálma Ágústssonar úr fangelsi í Texas í þessari viku. Að sögn Einars S. Einarssonar, talsmanns RJF-hópsins sem berst fyrir frelsi Arons Pálma, má jafnvel búast við ákvörðun í dag og segir hann að stóra stundin geti senn verið að renna upp. Innlent 14.10.2005 06:39 Bakarar og eigandi afgreiða "Ég er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár svo ég veit það vel að oft er erfitt að fá starfsfólk á þessum tíma en ég man ekki eftir því að ástandið hafi nokkurn tíman verið svona slæmt," segir Birgir Páll Jónsson eigandi Nýja Kökuhússins í Kringlunni en hann sinnir nú afgreiðslustörfum þar sem ekki hefur tekist að manna þau störf hjá fyrirtækinu. Innlent 14.10.2005 06:39 100-200 ár milli stórra bylja Fellibyljir á borð við Katrínu ganga yfir þennan hluta Bandaríkjanna á 100 til 200 ára fresti. Loftþrýstingurinn í miðju bylsins er rétt um 915 millíbör, sem gerir það að verkum að sjór lyftist um fleiri metra þar sem hann gengur yfir, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 14.10.2005 06:39 Tveir látast í árás í Nablus Tveir Palestínumenn létust í sprengjuárás á flóttamannabúðir í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Ekki er enn vitað hver stóð að baki árásinni og lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á hina látnu. Erlent 14.10.2005 06:39 Vilja verða þrettánda eiginkonan Fimmtíu þúsund konur dönsuðu í dag berar að ofan fyrir framan Mswati III, konung Svasílands, allar í von um að verða valdar sem þrettánda eiginkona konungsins. Ein dansmeyjanna, Zodwa Mamba, sextán ára, sagðist vilja lifa þægilegu lífi, eiga peninga, BMW-bifreið og farsíma. Hver og ein eiginkvennanna tólf á einmitt sérhöll og BMW. Erlent 14.10.2005 06:39 Lét skjóta sér yfir landamærin Ævintýramaðurinn Dave Smith notaði heldur nýstárlega leið til að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Eftir að hafa veifað bandarískum passa til að sýna fram á þjóðerni sitt, fór hann inn í fallbyssu og lét skjóta sér yfir landamærin. Flugið frá borginni Tijuana í Mexíkó gekk vel og Smith lenti heilu og höldnu í San Diego eftir að hafa flogið um fimmtíu metra. Erlent 14.10.2005 06:39 Leitaði liðsinnis Landhelgisgæslu Rússneskur ferjufarþegi bað íslensku Landhelgisgæsluna að bjarga sér þegar þrjótar ógnuðu honum á leið frá Þýskalandi til Finnlands. Erlent 14.10.2005 06:39 Þriðji hver Dani óttast árás Þriðji hver Dani óttast að hryðjuverkaverkaárásir verði gerðar í landinu, samkvæmt könnun sem dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> segir frá í dag. 40 prósent telja eftirliti og öryggisgæslu á fjölförnum stöðum ábótavant og 75 prósent vilja að fleiri eftirlitsmyndavélar verði settar upp. Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna hversu langt eigi að ganga í því. Erlent 14.10.2005 06:39 Mæður í Beslan fá fund með Pútin Rússneskar mæður sem misstu börn sín í umsátrinu og árásinni barnaskólann í Beslan þar sem 331 lét lífið, þar af helmingurinn börn segja að Pútin forsætisráðherra hafi boðað þær á fund annan semptember næstkomandi, næstum ári á eftir atburðinn. Erlent 14.10.2005 06:39 Sonur Sharon ákærður Omri Sharon, sonur forsætisráðherra Ísraels Ariel Sharon, hefur verið ákærður fyrir spillingu. Hann er grunaður um að hafa haldið leyndum ólöglegum fjárframlögum í einn af kosningasjóðum föður síns með því að nota uppspunnin fyrirtæki. Erlent 14.10.2005 06:39 Bresk kona myrt í fjölskylduveislu Kona á þrítugsaldri var skotin til bana í fjölskylduveislu í suðurhluta Lundúna í gærkvöldi. Konan mun hafa haldið á ungabarni þegar hún var skotin. Erlent 14.10.2005 06:39 Verða að halda vel á spilunum Sjálfstæðismenn mega vel við una en samt er kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi reykvísku stjórnmálaflokkanna. Innlent 14.10.2005 06:39 Íbúar New Orleans flýja Katrínu Íbúar New Orleans flýja nú unnvörpum en fellibylurinn Katrína stefnir þangað hraðbyri. Hún er kröfugusti fellibylurinn sem stefnir á borgina frá 1969. Erlent 14.10.2005 06:39 Drög að stjórnarskrá lögð fram Drög að stjórnarskrá voru loksins lögð fram í Írak í dag, eftir endurteknar frestanir og langvarandi deilur. Forseti landsins bað almenning um að styðja stjórnarskrána sem öflugir hópast berjast þó gegn. Erlent 14.10.2005 06:39 Súnníar ákalla alþjóðasamfélagið Íraskir þingmenn ákváðu í gær að vísa drögum að stjórnarskrá landsins til þjóðaratkvæðagreiðslu. Súnníar eru mjög ósáttir við inntak hennar og skora á alþjóðasamfélagið að koma í veg fyrir að hún verði samþykkt. Erlent 14.10.2005 06:39 Óbreytt líðan Líðan konunnar sem slasaðist í eldsvoða í Stigahlíð í gærmorgun er óbreytt. Hún er enn þungt haldin og er henni haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Innlent 14.10.2005 06:39 Tap vegna ólöglegra DVD diska Gríðalega háar fjárhæðir tapast á hverju ári vegna ólöglegrar framleiðslu og sölu DVD-mynda. Sextíu prósent Hollywood-mynda koma út í tapi og má rekja stóran hluta þess til ólöglegrar framleiðslu myndanna. Innlent 14.10.2005 06:39 Býður sig fram í fyrsta sætið Gísli Marteinn Baldursson hefur tilkynnt að hann ætli bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi prófkjöri í haust. Innlent 14.10.2005 06:39 Fuglaflensa í Finnlandi Yfirvöld í Finnlandi tilkynntu um helgina að líklega hefði fundist fuglaflensusmit í mávi í bænum Oulu í norðurhluta landsins. Þrátt fyrir það er talið ólíklegt að vírusinn sem fannst sé af gerðinni H5N Erlent 14.10.2005 06:39 Hlupu frá slysstað Klukkan 07:05 barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda að bifreið hefði farið útaf Ólafsfjarðarvegi skammt norðan við bæinn Hvamm og hefðu 2 menn verið í bifreiðinni. Í tilkynningunni kom einnig fram að menn þessir væru nú á gangi til norðurs eftir Ólafsfjarðarvegi. Innlent 14.10.2005 06:39 Vímuefnamarkaðurinn skipulagðari Þórarinn Tyrfingsson telur eins og lögreglan að tilraun til smygls á brennisteinssýru í vikunni sé merki um að amfetamín sé framleitt hér á landi. Hann segir margt benda til tengsla Íslands við alþjóðlega glæpastarfsemi. Innlent 14.10.2005 06:39 Fæðir barn í beinni Framleiðendur hollenska Big Brother raunveruleikaþáttarins hafa ákveðið að einn af þátttakendunum muni fæða barn í næstu þáttaröð. Þættirnir sem njóta mikilla vinsælda víða um heim snúast um það að fylgjast með hópi af fólki sem býr í tiltekinn tíma saman í íbúð og fær ekki að fara þaðan nema vera kosið út. Erlent 14.10.2005 06:39 « ‹ ›
Dregur aðeins úr hraða Katrínar Aðeins er um klukkustund í að einhver öflugasti fellibylur sögunnar skelli beint á hjarta borgarinnar New Orleans í suðurhluta Bandaríkjanna. Það hefur dregið lítið eitt úr hraða fellibylsins Katrínar og er hann nú flokkaður sem fjórða stigs fellibylur á Saffire Simpson skalanum, sem er næsthæsta stigið. Katrín æðir þó enn áfram á nærri sjötíu metra hraða á sekúndu. Erlent 14.10.2005 06:39
Sjálfstæðismenn fengju meirihluta Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í borginni, eða níu menn kjörna, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39
Konur jafnvel færari en karlar Konur eru jafn færar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum og hún lítur ekki vel út að mati Booth Blair. Innlent 14.10.2005 06:39
15 flugfélög á svartan lista Frakkland og Belgía hafa birt lista yfir þau flugfélög sem fá ekki að lenda þar. Svissnesk yfirvöld hyggjast birta sambærilega lista í dag. Tilgangurinn er að róa almenning vegna fimm alvarlegra flugslysa undanfarið. Í einu þeirra létust 160 manns í Venesúela, flestir þeirra franskir ríkisborgarar. Erlent 14.10.2005 06:39
Fjölþjóðleg sprengjueyðingaræfing Fjölþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge 2005, hefst í dag. Landhelgisgæslan og varnarliðið standa fyrir æfingunni en markmið hennar er að æfa viðbrögð við ýmiss konar hryðjuverkum, svo sem sjálfsmorðssprengjuárásum og sprengingum á flugvöllum, í höfnum og um borð í skipum. Innlent 14.10.2005 06:39
Samstaða um lagabreytingar Þverpólitísk samstaða er um það að breyta lögum um ríkiserfðir í Danmörku þannig að fyrsta barn Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprisessu verði erfingi krúnunnar hvort sem það verður stelpa eða strákur. Frá þessu greindi Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag eftir fund með leiðtogum annarra þingflokka. Erlent 14.10.2005 06:39
Fleiri vilja leiða sjálfstæðismenn Útlit er fyrir að framboð Gísla Marteins Baldurssonar til efsta sætis á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík verði til þess að fleiri sækist eftir því að leiða listann. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því flest bendir til að hann ætli að hætta sem borgarfulltrúi. Innlent 14.10.2005 06:39
Katrín veldur usla í New Orleans Miðja fellibylsins Katrínar er nú um fjörutíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 250 kílómetrar á klukkustund. Erlent 14.10.2005 06:39
Vonast eftir frelsi á hverri stund Búast má við að Rick Perry, ríkisstjóri Texas, afgreiði tillögur löggjafarþings Texas um lausn Arons Pálma Ágústssonar úr fangelsi í Texas í þessari viku. Að sögn Einars S. Einarssonar, talsmanns RJF-hópsins sem berst fyrir frelsi Arons Pálma, má jafnvel búast við ákvörðun í dag og segir hann að stóra stundin geti senn verið að renna upp. Innlent 14.10.2005 06:39
Bakarar og eigandi afgreiða "Ég er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár svo ég veit það vel að oft er erfitt að fá starfsfólk á þessum tíma en ég man ekki eftir því að ástandið hafi nokkurn tíman verið svona slæmt," segir Birgir Páll Jónsson eigandi Nýja Kökuhússins í Kringlunni en hann sinnir nú afgreiðslustörfum þar sem ekki hefur tekist að manna þau störf hjá fyrirtækinu. Innlent 14.10.2005 06:39
100-200 ár milli stórra bylja Fellibyljir á borð við Katrínu ganga yfir þennan hluta Bandaríkjanna á 100 til 200 ára fresti. Loftþrýstingurinn í miðju bylsins er rétt um 915 millíbör, sem gerir það að verkum að sjór lyftist um fleiri metra þar sem hann gengur yfir, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 14.10.2005 06:39
Tveir látast í árás í Nablus Tveir Palestínumenn létust í sprengjuárás á flóttamannabúðir í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Ekki er enn vitað hver stóð að baki árásinni og lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á hina látnu. Erlent 14.10.2005 06:39
Vilja verða þrettánda eiginkonan Fimmtíu þúsund konur dönsuðu í dag berar að ofan fyrir framan Mswati III, konung Svasílands, allar í von um að verða valdar sem þrettánda eiginkona konungsins. Ein dansmeyjanna, Zodwa Mamba, sextán ára, sagðist vilja lifa þægilegu lífi, eiga peninga, BMW-bifreið og farsíma. Hver og ein eiginkvennanna tólf á einmitt sérhöll og BMW. Erlent 14.10.2005 06:39
Lét skjóta sér yfir landamærin Ævintýramaðurinn Dave Smith notaði heldur nýstárlega leið til að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Eftir að hafa veifað bandarískum passa til að sýna fram á þjóðerni sitt, fór hann inn í fallbyssu og lét skjóta sér yfir landamærin. Flugið frá borginni Tijuana í Mexíkó gekk vel og Smith lenti heilu og höldnu í San Diego eftir að hafa flogið um fimmtíu metra. Erlent 14.10.2005 06:39
Leitaði liðsinnis Landhelgisgæslu Rússneskur ferjufarþegi bað íslensku Landhelgisgæsluna að bjarga sér þegar þrjótar ógnuðu honum á leið frá Þýskalandi til Finnlands. Erlent 14.10.2005 06:39
Þriðji hver Dani óttast árás Þriðji hver Dani óttast að hryðjuverkaverkaárásir verði gerðar í landinu, samkvæmt könnun sem dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> segir frá í dag. 40 prósent telja eftirliti og öryggisgæslu á fjölförnum stöðum ábótavant og 75 prósent vilja að fleiri eftirlitsmyndavélar verði settar upp. Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna hversu langt eigi að ganga í því. Erlent 14.10.2005 06:39
Mæður í Beslan fá fund með Pútin Rússneskar mæður sem misstu börn sín í umsátrinu og árásinni barnaskólann í Beslan þar sem 331 lét lífið, þar af helmingurinn börn segja að Pútin forsætisráðherra hafi boðað þær á fund annan semptember næstkomandi, næstum ári á eftir atburðinn. Erlent 14.10.2005 06:39
Sonur Sharon ákærður Omri Sharon, sonur forsætisráðherra Ísraels Ariel Sharon, hefur verið ákærður fyrir spillingu. Hann er grunaður um að hafa haldið leyndum ólöglegum fjárframlögum í einn af kosningasjóðum föður síns með því að nota uppspunnin fyrirtæki. Erlent 14.10.2005 06:39
Bresk kona myrt í fjölskylduveislu Kona á þrítugsaldri var skotin til bana í fjölskylduveislu í suðurhluta Lundúna í gærkvöldi. Konan mun hafa haldið á ungabarni þegar hún var skotin. Erlent 14.10.2005 06:39
Verða að halda vel á spilunum Sjálfstæðismenn mega vel við una en samt er kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands um niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins á fylgi reykvísku stjórnmálaflokkanna. Innlent 14.10.2005 06:39
Íbúar New Orleans flýja Katrínu Íbúar New Orleans flýja nú unnvörpum en fellibylurinn Katrína stefnir þangað hraðbyri. Hún er kröfugusti fellibylurinn sem stefnir á borgina frá 1969. Erlent 14.10.2005 06:39
Drög að stjórnarskrá lögð fram Drög að stjórnarskrá voru loksins lögð fram í Írak í dag, eftir endurteknar frestanir og langvarandi deilur. Forseti landsins bað almenning um að styðja stjórnarskrána sem öflugir hópast berjast þó gegn. Erlent 14.10.2005 06:39
Súnníar ákalla alþjóðasamfélagið Íraskir þingmenn ákváðu í gær að vísa drögum að stjórnarskrá landsins til þjóðaratkvæðagreiðslu. Súnníar eru mjög ósáttir við inntak hennar og skora á alþjóðasamfélagið að koma í veg fyrir að hún verði samþykkt. Erlent 14.10.2005 06:39
Óbreytt líðan Líðan konunnar sem slasaðist í eldsvoða í Stigahlíð í gærmorgun er óbreytt. Hún er enn þungt haldin og er henni haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala háskólasjúkrahúsi. Innlent 14.10.2005 06:39
Tap vegna ólöglegra DVD diska Gríðalega háar fjárhæðir tapast á hverju ári vegna ólöglegrar framleiðslu og sölu DVD-mynda. Sextíu prósent Hollywood-mynda koma út í tapi og má rekja stóran hluta þess til ólöglegrar framleiðslu myndanna. Innlent 14.10.2005 06:39
Býður sig fram í fyrsta sætið Gísli Marteinn Baldursson hefur tilkynnt að hann ætli bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi prófkjöri í haust. Innlent 14.10.2005 06:39
Fuglaflensa í Finnlandi Yfirvöld í Finnlandi tilkynntu um helgina að líklega hefði fundist fuglaflensusmit í mávi í bænum Oulu í norðurhluta landsins. Þrátt fyrir það er talið ólíklegt að vírusinn sem fannst sé af gerðinni H5N Erlent 14.10.2005 06:39
Hlupu frá slysstað Klukkan 07:05 barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda að bifreið hefði farið útaf Ólafsfjarðarvegi skammt norðan við bæinn Hvamm og hefðu 2 menn verið í bifreiðinni. Í tilkynningunni kom einnig fram að menn þessir væru nú á gangi til norðurs eftir Ólafsfjarðarvegi. Innlent 14.10.2005 06:39
Vímuefnamarkaðurinn skipulagðari Þórarinn Tyrfingsson telur eins og lögreglan að tilraun til smygls á brennisteinssýru í vikunni sé merki um að amfetamín sé framleitt hér á landi. Hann segir margt benda til tengsla Íslands við alþjóðlega glæpastarfsemi. Innlent 14.10.2005 06:39
Fæðir barn í beinni Framleiðendur hollenska Big Brother raunveruleikaþáttarins hafa ákveðið að einn af þátttakendunum muni fæða barn í næstu þáttaröð. Þættirnir sem njóta mikilla vinsælda víða um heim snúast um það að fylgjast með hópi af fólki sem býr í tiltekinn tíma saman í íbúð og fær ekki að fara þaðan nema vera kosið út. Erlent 14.10.2005 06:39