Fréttir

Fréttamynd

Styðja hugsanlega stjórnarskrá

Einn stærsti stjórnmálaflokkur súnníta segir nú koma til greina að styðja stjórnarskrána sem sjítar og Kúrdar kynntu drög að í gær. Tareq al-Hashemi, talsmaður írakska íslamistaflokksins, sagði í morgun hugsanlegt að flokksmenn styddi stjórnarskrána en þó aðeins ef komið yrði til móts við athugasemdir þeirra. Ekki hafi enn verið gengið frá stjórnarskránni og því sé tími til stefnu.

Erlent
Fréttamynd

Helmingur vill sjálfstæðismann

Gísli Marteinn Baldursson er sá sem flestir Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Mun færri nefna nafn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. 47 prósent nefna sjálfstæðismann sem borgarstjóra. Mjög fáir nefna einstaklinga innan Framsóknarflokks, Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins ákærður fyrir fíkniefnabrot

Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsleysi víða í New Orleans

Áhrifa fellibylsins Katrínar er nú farið að gæta óþyrmilega í New Orleans. Tveggja metra djúpt vatn flæðir nú um hluta borgarinnar, stór hluti er rafmagnslaus og þakplötur og allt lauslegt fýkur á ofsahraða um göturnar.

Erlent
Fréttamynd

Karlmenn þurfa að opna augun

Cherie Booth Blair segir að úrræði í barnagæslu sé ástæðan fyrir því að jafnrétti kynjanna er hvað mest á Norðurlöndunum. Mikilvægt sé að ræða jafnréttismál og karlkyns leiðtogar þurfi að opna augun fyrir annari forgangsröðun og þörfum kvenna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hafi ekki skemmt þak Stjórnarráðs

Mennirnir tveir sem klifruðu upp á Stjórnarráðsbygginguna síðastliðinn föstudag til að mótamæla álversframkvæmdunum í Reyðarfirði segja að það hafi aldrei verið ásetningur þeirra að vanvirða minningu Guðmundar Benediktssonar sem flaggað hafði verið fyrir í hálfa stöng fyrr um daginn. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem mennirnir hafa sent frá sér. Þeir vísa því á bug að hafa valdið skemmdum á byggingunni og benda á að þak hússins sé í hörmulegu ástandi.

Innlent
Fréttamynd

Þakklátur fyrir stuðninginn

"Ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fæ í þessari könnun en maður hlýtur alltaf að spyrja sig hvernig þetta er gagnvart væntanlegum kjósendum Sjálfstæðisflokksins," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn um skoðanakönnun Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Jafnt á Hlíðarenda-Þróttur fallinn

Þróttarar eru fallnir í fyrstu.deild karla í fótbolta eftir að Valsmenn og Eyjamenn gerðu jafntefli 1-1 í Landsbankadeild karla á Hlíðarenda í kvöld. Baldur Aðalsteinsson kom Valsmönnum yfir á 12.mínútu en Bjarni Geir Viðarsson jafaði fyrir Eyjamenn á 39.mínútu. Með jafnteflinu tryggðu Valsmenn sér nánast annað sætið og Evrópusæti á næstu leiktíð.

Sport
Fréttamynd

Verður til í heitum sjó

Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður segir Katrínu fá orkuna sem hún losi úr sjónum Hann segir að til þess að fellibylur myndist þurfi hitastig sjávar að verða meira en 28 gráður. Þegar Katrín hafi myndast hafi sjórinn verið 32-33 gráður þannig að allar forsendur til myndunar á mjög öflugum fellibyl hafi verið fyrir hendi.

Innlent
Fréttamynd

Brot DV mjög alvarlegt

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur DV hafa brotið mjög alvarlega gegn 3. grein siðareglna blaðamannafélagsins með nafn- og myndbirtingu af manni sem lá þungt haldinn af hermannaveiki. "Mjög alvarlegt" er þyngsti mögulegi úrskurður nefndarinnar. Sonur mannsins kærði umfjöllun blaðsins á sínum tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Enn mótmæla súnníar

Þúsundir súnnía mótmæltu stjórnarskrárfrumvarpi Íraks sem afgreitt var úr þinginu á sunnudaginn þvert á vilja þeirra. Óttast er að deilurnar milli þjóðarbrotanna í landinu magnist enn.

Erlent
Fréttamynd

Telur möguleika sína hafa aukist

Mikil spenna ríkir í Noregi vegna þingkosninganna þar eftir tvær vikur, og ekki síður vegna stjórnarmyndunar í kjölfarið. Kjell Magne Bondevik segir í viðtali við Stöð 2 að möguleikar sínir til að halda velli sem forsætisráðherra séu að aukast en Jens Stoltenberg, leiðtogi jafnaðarmanna, hefur þótt líklegur til að velta honum úr sessi.

Erlent
Fréttamynd

Voðalega glaður

"Ég segi fyrir mig að ég er voðalega glaður með þessa niðurstöðu en ég ætla ekki að gefa neitt út um aðra," segir Stefán Jón Hafstein um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að hann er annar á lista þeirra sem Reykvíkingar vilja helst fá sem borgarstjóra.

Innlent
Fréttamynd

82 ára sótti um vinnu á Hrafnistu

Fólk á áttræðisaldri er meðal umsækjenda um umönnunarstörf á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði sem voru auglýst fyrir skömmu að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur hjá starfsmannaþjónustu Hrafnistu. Elsti umsækjandinn er 82 ára. hann sótti um starf í mötuneyti Hrafnistu.

Innlent
Fréttamynd

Vonast eftir samevrópskum grunni

Frakkar segjast vonast til þes að svartur listi þeirra og Belga yfir flugfélög sem þeir telja að hafi öryggismál sín ekki í lagi, verði til þess að hraða því að samevrópskur gagnagrunnur og sambærilegur listi verði gerður. Á listanum eru sem stendur fjórtán flugfélög.

Erlent
Fréttamynd

Fjölþjóðleg sprengjueyðingaræfing

Fjölþjóðleg æfing sprengjueyðingarsveita, Northern Challenge 2005, hefst í dag. Landhelgisgæslan og varnarliðið standa fyrir æfingunni en markmið hennar er að æfa viðbrögð við ýmiss konar hryðjuverkum, svo sem sjálfsmorðssprengjuárásum og sprengingum á flugvöllum, í höfnum og um borð í skipum.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða um lagabreytingar

Þverpólitísk samstaða er um það að breyta lögum um ríkiserfðir í Danmörku þannig að fyrsta barn Friðriks krónprins og Maríu Elísabetar krónprisessu verði erfingi krúnunnar hvort sem það verður stelpa eða strákur. Frá þessu greindi Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í dag eftir fund með leiðtogum annarra þingflokka.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri vilja leiða sjálfstæðismenn

Útlit er fyrir að framboð Gísla Marteins Baldurssonar til efsta sætis á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík verði til þess að fleiri sækist eftir því að leiða listann. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því flest bendir til að hann ætli að hætta sem borgarfulltrúi.

Innlent
Fréttamynd

Katrín veldur usla í New Orleans

Miðja fellibylsins Katrínar er nú um fjörutíu kílómetra austsuðaustur af New Orleans, en áhrifa hans er þegar farið að gæta óþyrmilega í borginni. Vindurinn sem fylgir bylnum finnst í allt að tvö hundruð kílómetra fjarlægð frá miðju hans, en vindhraðinn næst miðjunni er um 250 kílómetrar á klukkustund.

Erlent
Fréttamynd

Vonast eftir frelsi á hverri stund

Búast má við að Rick Perry, ríkisstjóri Texas, afgreiði tillögur löggjafarþings Texas um lausn Arons Pálma Ágústssonar úr fangelsi í Texas í þessari viku. Að sögn Einars S. Einarssonar, talsmanns RJF-hópsins sem berst fyrir frelsi Arons Pálma, má jafnvel búast við ákvörðun í dag og segir hann að stóra stundin geti senn verið að renna upp.

Innlent
Fréttamynd

Bakarar og eigandi afgreiða

"Ég er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár svo ég veit það vel að oft er erfitt að fá starfsfólk á þessum tíma en ég man ekki eftir því að ástandið hafi nokkurn tíman verið svona slæmt," segir Birgir Páll Jónsson eigandi Nýja Kökuhússins í Kringlunni en hann sinnir nú afgreiðslustörfum þar sem ekki hefur tekist að manna þau störf hjá fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

100-200 ár milli stórra bylja

Fellibyljir á borð við Katrínu ganga yfir þennan hluta Bandaríkjanna á 100 til 200 ára fresti. Loftþrýstingurinn í miðju bylsins er rétt um 915 millíbör, sem gerir það að verkum að sjór lyftist um fleiri metra þar sem hann gengur yfir, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Tveir látast í árás í Nablus

Tveir Palestínumenn létust í sprengjuárás á flóttamannabúðir í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Ekki er enn vitað hver stóð að baki árásinni og lögreglu hefur ekki tekist að bera kennsl á hina látnu.

Erlent
Fréttamynd

Vilja verða þrettánda eiginkonan

Fimmtíu þúsund konur dönsuðu í dag berar að ofan fyrir framan Mswati III, konung Svasílands, allar í von um að verða valdar sem þrettánda eiginkona konungsins. Ein dansmeyjanna, Zodwa Mamba, sextán ára, sagðist vilja lifa þægilegu lífi, eiga peninga, BMW-bifreið og farsíma. Hver og ein eiginkvennanna tólf á einmitt sérhöll og BMW.

Erlent
Fréttamynd

Lét skjóta sér yfir landamærin

Ævintýramaðurinn Dave Smith notaði heldur nýstárlega leið til að komast yfir landamærin frá Mexíkó til Bandaríkjanna. Eftir að hafa veifað bandarískum passa til að sýna fram á þjóðerni sitt, fór hann inn í fallbyssu og lét skjóta sér yfir landamærin. Flugið frá borginni Tijuana í Mexíkó gekk vel og Smith lenti heilu og höldnu í San Diego eftir að hafa flogið um fimmtíu metra.

Erlent
Fréttamynd

Þriðji hver Dani óttast árás

Þriðji hver Dani óttast að hryðjuverkaverkaárásir verði gerðar í landinu, samkvæmt könnun sem dagblaðið <em>Berlingske Tidende</em> segir frá í dag. 40 prósent telja eftirliti og öryggisgæslu á fjölförnum stöðum ábótavant og 75 prósent vilja að fleiri eftirlitsmyndavélar verði settar upp. Skiptar skoðanir eru meðal danskra stjórnmálamanna hversu langt eigi að ganga í því.

Erlent
Fréttamynd

Flestir vilja Gísla Martein

Flestir Reykvíkingar vilja Gísla Martein Baldursson sem næsta borgarstjóra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Tæpur fjórðungur þeirra sem tóku afstöðu valdi hann.

Innlent
Fréttamynd

Rændu peningabíl í Stokkhólmi

Fjórir vopnaðir og hettuklæddir menn rændu peningaflutningabíl á hraðbraut í suðurhluta Stokkhólms um hádegisbilið í dag. Ekki er ljóst hvort og þá hversu mikið þeir höfðu á brott með sér.

Erlent