Fréttir Ríkið var bótaskylt Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrirtækinu Löngustétt 7,2 milljónir króna með vöxtum auk 700 þúsund króna í málskostnað vegna rangskráningar fermetrafjölda á fasteign við Eldshöfða í Reykjavík sem fyrirtækið fékk árið 2000 og seldi aftur tæpu ári síðar. Innlent 23.10.2005 15:00 Valgerður þingaði með Jónínu Ben. Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Valgerður segist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra. Innlent 23.10.2005 15:00 Mótmæla uppsögnum á Siglufirði Bæjarráð Siglufjarðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Símans að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Siglufirði og segja upp tveimur starfsmönnum í ályktun sem ráðið sendir frá sér í dag. Þar er bent á að á tímum geti Siglufjörður verið einangraður staður og gríðarlega mikilvægt sé að á staðnum séu aðilar sem geta sinnt fyrirtækjum og einstaklingum varðandi fjarskiptamál. Innlent 23.10.2005 15:00 Biðjast afsökunar á aðild sinni Forráðmenn hollenska lestarkerfisins hafa í fyrsta sinn beðist afsökunar á því að hollenskar lestir skyldu hafa verið notaðar til að flytja gyðinga í útrýmingarbúðir nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Talið er að um hundrað þúsund gyðingar hafi verið sendir með hollenskum lestum í búðir í Austur-Evrópu en margir þeirra áttu ekki afturkvæmt. Erlent 23.10.2005 15:00 Ekki strengir um lengri veg Háspennustrengir verða aldrei lagðir í jörð um lengri veg þótt vera megi að það verði gert á stuttum köflum, segir forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Bæði er kostnaðurinn of mikill og svo fylgja því ýmis vandamál sem ekki fylgja loftlínum og möstrum. Innlent 23.10.2005 15:00 Fá að snúa til baka Fleiri íbúar New Orleans mega snúa aftur til borgarinnar á morgun, en margir þeirra hafa ekki að neinu að hverfa. Sum hverfi hafa hreinlega þurrkast út. Íbúar átta tiltekinna póstnúmerasvæða mega vitja heimila sinna snemma í fyrramálið. Erlent 23.10.2005 15:00 Rauf skilorð með skutlinu Tuttugu og eins árs gamall maður var nýlega dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka félaga sínum af vettvangi innbrots í Reykjavík í mars í fyrra og fara með þýfið á heimili sitt í Breiðholti. Innlent 23.10.2005 15:00 Bakvakt hjá héraðsdómstólunum Lágmarksstarfsemi er hjá dómstólum landsins vegna árshátíðar Dómstólaráðs sem haldin er í Kaupmannahöfn núna um helgina. Innlent 23.10.2005 15:00 Greiðslubyrði hækkar Íbúðaverð á höfuborgarsvæðinu er vel yfir meðalverði húsnæðis í helstu stórborgum Evrópu. Þriggja herbergja íbúð sem kostaði 16 milljónir í ársbyrjun 2004 kostar tuttugu og þrjár milljónir nú. Greiðslubyrðin hefur hækkað um sautján þúsund krónur á mánuði þrátt fyrir vaxtalækkanir. Innlent 23.10.2005 15:00 Sjálfstæðir leikskólar fullmannaði "Vandamál við að manna leikskólana okkar eru óþekkt og enginn þeirra hefur staðið frammi fyrir því að þurfa að loka deildum," segir Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla. Samtök sjálfstæðra skóla eru regnhlífarsamtök sjálfstætt rekinna leik- og grunnskóla. Innlent 23.10.2005 15:00 England dæmd í 3 ára fangelsi Lynndie England, sem í gær var fundin sek um að hafa misþyrmt og niðurlægt íraska fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi. Baðst England afsökunar á framferði sínu eftir að dómurinn var kveðinn upp en sagðist jafnframt hafa gert það að undirlagi þáverandi unnusta síns, sem einnig var hermaður. Erlent 23.10.2005 15:00 Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir Stýrihópur um framtíðarskiplag í Vatnsmýrinni hefur uppi áform um að halda kynningarfundi á Ísafirði, Akureyri og Egilstöðum um hugsanlegan flutning Reykjavíkurflugvallar. Stefnt er að því að kynna málið fyrir notendum utan höfuðborgarsvæðisins. Fundina stendur til að halda í lok október. Innlent 23.10.2005 15:00 Vill sérstök viðbrögð Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu sem byggja á skjölum sem blaðið hefur komist yfir. Innlent 23.10.2005 15:00 Birgja sig upp af fuglaflensulyfi Yfirvöld á Taílandi hafa komið sér upp miklum birgðum af lyfinu Tamiflu sem er eina þekkta lyfið sem hægt er að nota gegn fuglaflensu í mönnum. Með þessu vilja stjórnvöld vera við öllu búin ef veikin verður að faraldri í landinu, en fuglaflensa greindist í fólki í landinu á síðasta ári. Erlent 23.10.2005 15:00 Varar við auknu ofbeldi í Írak George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við auknu ofbeldi í Írak á næstunni, eða þar til kosið yrði um nýja stjórnarskrá landsins. Sex fórust og þrjátíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp við skráningarstöð írakska hersins við landamæri Sýrlands í dag. Erlent 23.10.2005 15:00 Norðurpóllinn að bráðna? Nýliðið sumar varð það hlýjasta á norðurpólnum í 400 ár, og ekki hefur verið minni ís á pólnum í heila öld. Ísinn hefur minnkað um 30% síðan árið 1978, og bráðnunin verður sífellt hraðari. Erlent 23.10.2005 15:00 Hyggjast hraða stjórnarmyndun Kazimierz Marcinkiewicz, sem væntanlega verður næsti forsætisráðherra Póllands, hét því í gær að mynda "sterka og stöðuga" ríkisstjórn, er hægriflokkarnir tveir sem unnu nýafstaðnar þingkosningar settu sig í stellingar til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Erlent 23.10.2005 15:00 Þreifingar í Þýskalandi Aðstoðarmenn Gerhards Schröder, fráfarandi kanslara Þýskalands úr Jafnaðarmannaflokknum, og Angelu Merkel, formanns Kristilegra demókrata, sýndu engin merki um vilja til málamiðlunar í deilunni um það hvort þeirra ætti að verða kanslari er forystumenn beggja flokka settust niður í gær til að halda áfram þreifingum um hugsanlegt stjórnarsamstarf. Erlent 23.10.2005 15:00 Lögreglustjóri New Orleans hættir Lögreglustjórinn í New Orelans hefur sagt starfi sínu lausu, fjórum vikum eftir að fellibylurinn Katrín reið þar yfir. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins gaf hann engar skýringar á brotthvarfi sínu og þá neitaði hann að svara spurningum fréttamanna um málið. Erlent 23.10.2005 15:00 Sigurður Jónsson hættur hjá Víking Sigurður Jónsson mun ekki þjálfa lið Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á næsta ári. Samkvæmt heimildum Vísis, slitnaði upp úr samningaviðræðum hans við liðið í gærkvöld. Sigurður stýrði liði Víkings sem lenti í öðru sæti 1.deildar karla í sumar. Sport 23.10.2005 15:00 Ekki einhugur um sameiningu Bæði bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hvetja íbúa sína til að taka þátt í kosningum um sameiningu þessara sveitarfélaga 8. október. Ekki ríkir þó einhugur um væntanlega sameiningu hjá hreppsnefnd Vatnleysustrandarhrepps. Innlent 23.10.2005 15:00 Margir særðir eftir sprengjuárás <font size="2"> Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við nýliðaskráningu í bænum Tal Afar í Írak rétt í þessu. Árásarmaðurinn lést sjálfur í árásinni og að minnsta kosti sautján manns særðust í árásinni. Engar fréttir hafa enn borist af því að aðrir en árásarmaðurinn hafi farist í árásinni. </font> Erlent 23.10.2005 16:58 Vöruskiptahalli eykst enn Vöruskiptahalli við útlönd nam 11,8 milljörðum króna í ágústmánuði og jókst um sex milljarða frá sama tímabiliu í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Fluttar út vörur fyrir 14,2 milljarða króna og inn fyrir 25,9 milljarða króna. Þetta þýðir að halli á vöruviðskiptum við útlönd fyrstu átta mánuði ársins nemur nú 59,2 milljörðum en hann var 24,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:00 Loka skóla vegna Danmerkurferðar Skólastarf liggur niðri í Nesskóla á Neskaupstað fram á þriðjudag meðan skólastjóri og flestir kennarar fara í fræðslu- og skemmtiferð til Esbjerg í Danmörku. Ólafur H. Sigurðsson skólastjóri segir tilganginn með ferðinni tvíþættan, annars vegar að kynna sér skólastarfið í Esbjerg, hins vegar sé þetta í og með skemmtiferð fyrir kennarana. Innlent 23.10.2005 15:00 Sjálfsmorðssprengja í Kabúl Sjálfsmorðsprengjumaður á mótorhjóli sprengdi vítisvél sína fyrir utan þjálfunarbúðir hermanna í Kabúl í gær með þeim afleiðingum að níu létust og 28 særðust. Erlent 23.10.2005 15:00 Ellilífeyrisþega varpað á dyr Ellilífeyrisþega var kastað út af flokksþingi Verkamannaflokksins í Bretlandi, eftir að hafa kallað fram í ræðu Jack Straw utanríkisráðherra. Erlent 23.10.2005 15:00 Ráðist á hersveitir í Kabúl Níu létust og 27 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á afganskar hersveitir í Kabúl fyrir stundu. Ekki hafa enn borist fregnir af því hver ber ábyrgð á árásinni. Hermennirnir sátu í rútu á leið frá þjálfunarbúðum í útjarðri borgarinnar. Þrjár aðrar rútur skemmdust í sprengingunni. Erlent 23.10.2005 15:00 Járnaldarfrú finnst í Danmörku 1600 ára gamalt lík af konu fannst í Taastrup í Danmörku á mánudag. Konan, sem hefur nú hlotið hefur nafnið Járnaldarfrúin, hefur að líkindum verið öldruð þegar hún lést, en líkið hefur varðveist mjög vel. Það sama gildir um dýrindis perluklæði hennar og skartgripi sem þykja benda til að hún hafi verið af háum stigum. Erlent 23.10.2005 15:00 Ósátt við að sleppa úr fangelsi Sylvia Hardy, 73 ára ensk kona á eftirlaunum, var allt annað en sátt þegar henni var sleppt úr fangelsi, tveimur dögum eftir að hún hóf afplánun vikulangs fangelsisdóms. Hardy neitað að borga andvirði tæpra 6000 króna í skatta í mótmælaskyni við skattahækkanir sveitarfélagsins síns. Erlent 23.10.2005 15:00 Rafmagn fór af Gasaborg eftir árás Allt rafmagn fór af Gasaborg eftir að Ísraelsher skaut tugum eldflauga á svæðið í gærkvöld skömmu eftir að herskáir Palestínumenn höfðu lofað að hætta árásum en síðan skotið eldflaug á Ísrael. Erlent 23.10.2005 15:00 « ‹ ›
Ríkið var bótaskylt Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða fyrirtækinu Löngustétt 7,2 milljónir króna með vöxtum auk 700 þúsund króna í málskostnað vegna rangskráningar fermetrafjölda á fasteign við Eldshöfða í Reykjavík sem fyrirtækið fékk árið 2000 og seldi aftur tæpu ári síðar. Innlent 23.10.2005 15:00
Valgerður þingaði með Jónínu Ben. Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Valgerður segist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra. Innlent 23.10.2005 15:00
Mótmæla uppsögnum á Siglufirði Bæjarráð Siglufjarðar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Símans að leggja niður starfsstöð fyrirtækisins á Siglufirði og segja upp tveimur starfsmönnum í ályktun sem ráðið sendir frá sér í dag. Þar er bent á að á tímum geti Siglufjörður verið einangraður staður og gríðarlega mikilvægt sé að á staðnum séu aðilar sem geta sinnt fyrirtækjum og einstaklingum varðandi fjarskiptamál. Innlent 23.10.2005 15:00
Biðjast afsökunar á aðild sinni Forráðmenn hollenska lestarkerfisins hafa í fyrsta sinn beðist afsökunar á því að hollenskar lestir skyldu hafa verið notaðar til að flytja gyðinga í útrýmingarbúðir nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Talið er að um hundrað þúsund gyðingar hafi verið sendir með hollenskum lestum í búðir í Austur-Evrópu en margir þeirra áttu ekki afturkvæmt. Erlent 23.10.2005 15:00
Ekki strengir um lengri veg Háspennustrengir verða aldrei lagðir í jörð um lengri veg þótt vera megi að það verði gert á stuttum köflum, segir forstjóri Hitaveitu Suðurnesja. Bæði er kostnaðurinn of mikill og svo fylgja því ýmis vandamál sem ekki fylgja loftlínum og möstrum. Innlent 23.10.2005 15:00
Fá að snúa til baka Fleiri íbúar New Orleans mega snúa aftur til borgarinnar á morgun, en margir þeirra hafa ekki að neinu að hverfa. Sum hverfi hafa hreinlega þurrkast út. Íbúar átta tiltekinna póstnúmerasvæða mega vitja heimila sinna snemma í fyrramálið. Erlent 23.10.2005 15:00
Rauf skilorð með skutlinu Tuttugu og eins árs gamall maður var nýlega dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir að aka félaga sínum af vettvangi innbrots í Reykjavík í mars í fyrra og fara með þýfið á heimili sitt í Breiðholti. Innlent 23.10.2005 15:00
Bakvakt hjá héraðsdómstólunum Lágmarksstarfsemi er hjá dómstólum landsins vegna árshátíðar Dómstólaráðs sem haldin er í Kaupmannahöfn núna um helgina. Innlent 23.10.2005 15:00
Greiðslubyrði hækkar Íbúðaverð á höfuborgarsvæðinu er vel yfir meðalverði húsnæðis í helstu stórborgum Evrópu. Þriggja herbergja íbúð sem kostaði 16 milljónir í ársbyrjun 2004 kostar tuttugu og þrjár milljónir nú. Greiðslubyrðin hefur hækkað um sautján þúsund krónur á mánuði þrátt fyrir vaxtalækkanir. Innlent 23.10.2005 15:00
Sjálfstæðir leikskólar fullmannaði "Vandamál við að manna leikskólana okkar eru óþekkt og enginn þeirra hefur staðið frammi fyrir því að þurfa að loka deildum," segir Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla. Samtök sjálfstæðra skóla eru regnhlífarsamtök sjálfstætt rekinna leik- og grunnskóla. Innlent 23.10.2005 15:00
England dæmd í 3 ára fangelsi Lynndie England, sem í gær var fundin sek um að hafa misþyrmt og niðurlægt íraska fanga í Abu Ghraib-fangelsinu í Bagdad, hefur verið dæmd í þriggja ára fangelsi. Baðst England afsökunar á framferði sínu eftir að dómurinn var kveðinn upp en sagðist jafnframt hafa gert það að undirlagi þáverandi unnusta síns, sem einnig var hermaður. Erlent 23.10.2005 15:00
Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir Stýrihópur um framtíðarskiplag í Vatnsmýrinni hefur uppi áform um að halda kynningarfundi á Ísafirði, Akureyri og Egilstöðum um hugsanlegan flutning Reykjavíkurflugvallar. Stefnt er að því að kynna málið fyrir notendum utan höfuðborgarsvæðisins. Fundina stendur til að halda í lok október. Innlent 23.10.2005 15:00
Vill sérstök viðbrögð Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta í Fréttablaðinu sem byggja á skjölum sem blaðið hefur komist yfir. Innlent 23.10.2005 15:00
Birgja sig upp af fuglaflensulyfi Yfirvöld á Taílandi hafa komið sér upp miklum birgðum af lyfinu Tamiflu sem er eina þekkta lyfið sem hægt er að nota gegn fuglaflensu í mönnum. Með þessu vilja stjórnvöld vera við öllu búin ef veikin verður að faraldri í landinu, en fuglaflensa greindist í fólki í landinu á síðasta ári. Erlent 23.10.2005 15:00
Varar við auknu ofbeldi í Írak George Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við auknu ofbeldi í Írak á næstunni, eða þar til kosið yrði um nýja stjórnarskrá landsins. Sex fórust og þrjátíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp við skráningarstöð írakska hersins við landamæri Sýrlands í dag. Erlent 23.10.2005 15:00
Norðurpóllinn að bráðna? Nýliðið sumar varð það hlýjasta á norðurpólnum í 400 ár, og ekki hefur verið minni ís á pólnum í heila öld. Ísinn hefur minnkað um 30% síðan árið 1978, og bráðnunin verður sífellt hraðari. Erlent 23.10.2005 15:00
Hyggjast hraða stjórnarmyndun Kazimierz Marcinkiewicz, sem væntanlega verður næsti forsætisráðherra Póllands, hét því í gær að mynda "sterka og stöðuga" ríkisstjórn, er hægriflokkarnir tveir sem unnu nýafstaðnar þingkosningar settu sig í stellingar til að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Erlent 23.10.2005 15:00
Þreifingar í Þýskalandi Aðstoðarmenn Gerhards Schröder, fráfarandi kanslara Þýskalands úr Jafnaðarmannaflokknum, og Angelu Merkel, formanns Kristilegra demókrata, sýndu engin merki um vilja til málamiðlunar í deilunni um það hvort þeirra ætti að verða kanslari er forystumenn beggja flokka settust niður í gær til að halda áfram þreifingum um hugsanlegt stjórnarsamstarf. Erlent 23.10.2005 15:00
Lögreglustjóri New Orleans hættir Lögreglustjórinn í New Orelans hefur sagt starfi sínu lausu, fjórum vikum eftir að fellibylurinn Katrín reið þar yfir. Samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins gaf hann engar skýringar á brotthvarfi sínu og þá neitaði hann að svara spurningum fréttamanna um málið. Erlent 23.10.2005 15:00
Sigurður Jónsson hættur hjá Víking Sigurður Jónsson mun ekki þjálfa lið Víkings í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á næsta ári. Samkvæmt heimildum Vísis, slitnaði upp úr samningaviðræðum hans við liðið í gærkvöld. Sigurður stýrði liði Víkings sem lenti í öðru sæti 1.deildar karla í sumar. Sport 23.10.2005 15:00
Ekki einhugur um sameiningu Bæði bæjarstjórn Hafnarfjarðar og hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hvetja íbúa sína til að taka þátt í kosningum um sameiningu þessara sveitarfélaga 8. október. Ekki ríkir þó einhugur um væntanlega sameiningu hjá hreppsnefnd Vatnleysustrandarhrepps. Innlent 23.10.2005 15:00
Margir særðir eftir sprengjuárás <font size="2"> Sjálfsmorðssprengjuárás var gerð við nýliðaskráningu í bænum Tal Afar í Írak rétt í þessu. Árásarmaðurinn lést sjálfur í árásinni og að minnsta kosti sautján manns særðust í árásinni. Engar fréttir hafa enn borist af því að aðrir en árásarmaðurinn hafi farist í árásinni. </font> Erlent 23.10.2005 16:58
Vöruskiptahalli eykst enn Vöruskiptahalli við útlönd nam 11,8 milljörðum króna í ágústmánuði og jókst um sex milljarða frá sama tímabiliu í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Fluttar út vörur fyrir 14,2 milljarða króna og inn fyrir 25,9 milljarða króna. Þetta þýðir að halli á vöruviðskiptum við útlönd fyrstu átta mánuði ársins nemur nú 59,2 milljörðum en hann var 24,8 milljarðar á sama tímabili í fyrra. Viðskipti innlent 23.10.2005 15:00
Loka skóla vegna Danmerkurferðar Skólastarf liggur niðri í Nesskóla á Neskaupstað fram á þriðjudag meðan skólastjóri og flestir kennarar fara í fræðslu- og skemmtiferð til Esbjerg í Danmörku. Ólafur H. Sigurðsson skólastjóri segir tilganginn með ferðinni tvíþættan, annars vegar að kynna sér skólastarfið í Esbjerg, hins vegar sé þetta í og með skemmtiferð fyrir kennarana. Innlent 23.10.2005 15:00
Sjálfsmorðssprengja í Kabúl Sjálfsmorðsprengjumaður á mótorhjóli sprengdi vítisvél sína fyrir utan þjálfunarbúðir hermanna í Kabúl í gær með þeim afleiðingum að níu létust og 28 særðust. Erlent 23.10.2005 15:00
Ellilífeyrisþega varpað á dyr Ellilífeyrisþega var kastað út af flokksþingi Verkamannaflokksins í Bretlandi, eftir að hafa kallað fram í ræðu Jack Straw utanríkisráðherra. Erlent 23.10.2005 15:00
Ráðist á hersveitir í Kabúl Níu létust og 27 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á afganskar hersveitir í Kabúl fyrir stundu. Ekki hafa enn borist fregnir af því hver ber ábyrgð á árásinni. Hermennirnir sátu í rútu á leið frá þjálfunarbúðum í útjarðri borgarinnar. Þrjár aðrar rútur skemmdust í sprengingunni. Erlent 23.10.2005 15:00
Járnaldarfrú finnst í Danmörku 1600 ára gamalt lík af konu fannst í Taastrup í Danmörku á mánudag. Konan, sem hefur nú hlotið hefur nafnið Járnaldarfrúin, hefur að líkindum verið öldruð þegar hún lést, en líkið hefur varðveist mjög vel. Það sama gildir um dýrindis perluklæði hennar og skartgripi sem þykja benda til að hún hafi verið af háum stigum. Erlent 23.10.2005 15:00
Ósátt við að sleppa úr fangelsi Sylvia Hardy, 73 ára ensk kona á eftirlaunum, var allt annað en sátt þegar henni var sleppt úr fangelsi, tveimur dögum eftir að hún hóf afplánun vikulangs fangelsisdóms. Hardy neitað að borga andvirði tæpra 6000 króna í skatta í mótmælaskyni við skattahækkanir sveitarfélagsins síns. Erlent 23.10.2005 15:00
Rafmagn fór af Gasaborg eftir árás Allt rafmagn fór af Gasaborg eftir að Ísraelsher skaut tugum eldflauga á svæðið í gærkvöld skömmu eftir að herskáir Palestínumenn höfðu lofað að hætta árásum en síðan skotið eldflaug á Ísrael. Erlent 23.10.2005 15:00