Innlent

Akureyri, Ísafjörður, Egilsstaðir

Stýrihópur um framtíðarskiplag í Vatnsmýrinni hefur uppi áform um að halda kynningarfundi á Ísafirði, Akureyri og Egilstöðum um hugsanlegan flutning Reykjavíkurflugvallar. Stefnt er að því að kynna málið fyrir notendum utan höfuðborgarsvæðisins. Fundina stendur til að halda í lok október. "Það á að reyna að velta upp mörgum flötum málsins og veita svör við þeim spurningum sem kunna að koma upp," segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi. Dagur segir það brýnt að borgaryfirvöld geti útskýrt sjónarmið sín milliliðalaust. "Það þarf að ná þessu máli upp úr skotgröfunum," segir Dagur. Stýrihópurinn hefur hafið samstarf við umhverfisráðuneytið um undirbúning fundanna. Dagur segir að stefnt sé að því að á þessum fundum verði þeir fulltrúar yfirvalda sem geti svarað spurningum sem eðlilegt sé að komi upp hjá þeim sem nýta sér flugvöllinn. Dagur telur að vaxandi skilningur sé fyrir því að breytinga sé að vænta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×