Erlent

Biðjast afsökunar á aðild sinni

Forráðmenn hollenska lestarkerfisins hafa í fyrsta sinn beðist afsökunar á því að hollenskar lestir skyldu hafa verið notaðar til að flytja gyðinga í útrýmingarbúðir nasista í síðari heimsstyrjöldinni. Talið er að um hundrað þúsund gyðingar hafi verið sendir með hollenskum lestum í búðir í Austur-Evrópu en margir þeirra áttu ekki afturkvæmt. Gyðingar í Hollandi hafa jafnframt hafið átak gegn kynþáttahatri í landinu og til stendur að koma upp veggspjöldum á lestarstöðvum þar sem minnt er á helförina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×