Sjálfstæðir leikskólar fullmannaði 28. september 2005 00:01 "Vandamál við að manna leikskólana okkar eru óþekkt og enginn þeirra hefur staðið frammi fyrir því að þurfa að loka deildum," segir Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla. Samtök sjálfstæðra skóla eru regnhlífarsamtök sjálfstætt rekinna leik- og grunnskóla. Innan þeirra starfa 26 leikskólar á höfuðborgarsvæðinu sem sinna um 1500 nemendum. Margrét Pála telur að ekki sé um teljandi launamun að ræða milli starfsmanna á leikskólum samtakanna og leikskólum sem reknir eru af Reykjavíkurborg. "Við búum við ákveðið rekstrarlegt sjálfstæði sem gerir okkur kleift að hafa frumkvæði í starfsmannahaldinu," segir Margrét. Hún telur að nútímaleg starfsmannastjórnun sé lykillinn að velgengni skóla innan samtakanna. "Borgaryfirvöld og leikskólastjórar hjá borginni hafa góðan vilja til þess að leita lausna en búa ekki við sama frjálsræði og við," bætir Margrét við. Hún segir að reynt sé að veita starfsfólki umbun sem ekki sé þó alltaf í formi peninga. Viðvarandi vandi blasir við á mörgum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að einstaka leikskóla vanti sjö starfsmenn til þess að geta sinnt eðlilegu starfi. Fundur var í fyrrakvöld í leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi þar sem foreldrar, kennarar og borgarfulltrúar hittust til þess að ræða stöðu mála. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi sat fundinn. "Það er augljóst að hér er um neyðarástand að ræða sem við verðum að vinna bug á hið fyrsta," segir Guðlaugur. Hann segir stjórnmálamenn hafa gert of lítið úr vandanum og brugðist of seint við. Hann ítrekar að þessi gagnrýni beinist ekki að starfsfólki skólanna, sem nú um stundir vinni gott starf undir erfiðum kringumstæðum. Fréttir Innlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
"Vandamál við að manna leikskólana okkar eru óþekkt og enginn þeirra hefur staðið frammi fyrir því að þurfa að loka deildum," segir Margrét Pála Ólafsdóttir, formaður Samtaka sjálfstæðra skóla. Samtök sjálfstæðra skóla eru regnhlífarsamtök sjálfstætt rekinna leik- og grunnskóla. Innan þeirra starfa 26 leikskólar á höfuðborgarsvæðinu sem sinna um 1500 nemendum. Margrét Pála telur að ekki sé um teljandi launamun að ræða milli starfsmanna á leikskólum samtakanna og leikskólum sem reknir eru af Reykjavíkurborg. "Við búum við ákveðið rekstrarlegt sjálfstæði sem gerir okkur kleift að hafa frumkvæði í starfsmannahaldinu," segir Margrét. Hún telur að nútímaleg starfsmannastjórnun sé lykillinn að velgengni skóla innan samtakanna. "Borgaryfirvöld og leikskólastjórar hjá borginni hafa góðan vilja til þess að leita lausna en búa ekki við sama frjálsræði og við," bætir Margrét við. Hún segir að reynt sé að veita starfsfólki umbun sem ekki sé þó alltaf í formi peninga. Viðvarandi vandi blasir við á mörgum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Dæmi eru um að einstaka leikskóla vanti sjö starfsmenn til þess að geta sinnt eðlilegu starfi. Fundur var í fyrrakvöld í leikskólanum Laufskálum í Grafarvogi þar sem foreldrar, kennarar og borgarfulltrúar hittust til þess að ræða stöðu mála. Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi sat fundinn. "Það er augljóst að hér er um neyðarástand að ræða sem við verðum að vinna bug á hið fyrsta," segir Guðlaugur. Hann segir stjórnmálamenn hafa gert of lítið úr vandanum og brugðist of seint við. Hann ítrekar að þessi gagnrýni beinist ekki að starfsfólki skólanna, sem nú um stundir vinni gott starf undir erfiðum kringumstæðum.
Fréttir Innlent Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira