Innlent

Loka skóla vegna Danmerkurferðar

Skólastarf liggur niðri í Nesskóla á Neskaupstað fram á þriðjudag meðan skólastjóri og flestir kennarar fara í fræðslu- og skemmtiferð til Esbjerg í Danmörku. Ólafur H. Sigurðsson skólastjóri segir tilganginn með ferðinni tvíþættan, annars vegar að kynna sér skólastarfið í Esbjerg, hins vegar sé þetta í og með skemmtiferð fyrir kennarana. Skólinn er lokaður meðan á ferðinni stendur og eru tveir vetrarfrísdagar og tveir starfsdagar kennara teknir undir vetrarfrí meðan á ferðinni stendur. Ólafur segir ferðina greidda með stuðningi frá Kennarasambandinu og bæjarstjórn Fjarðarbyggðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×