Fréttir

Fréttamynd

Rafmagn fór af á Snæfellsnesi

Rafmagn fór af Ólafsvík, Hellissandi og Rifi um klukkan hálfþrjú í nótt þegar háspennulína á milli Vegamóta og Ólafsvíkur slitnaði við Ölkeldu. Vinnuflokkar eru á nú á leið á vettvang til að gera við línuna og búist er við að rafmagn verði aftur komið á um hádegi. Dísilvélar eru keyrðar í Ólafsvík og eru raforkunotendur beðnir um að fara sparlega með rafmagn.

Innlent
Fréttamynd

Skilorðsdómur fyrir fjárdrátt

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær fyrrverandi framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga í tíu mánaða fangelsi, sem er skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir fjárdrátt í opinberu starfi.

Innlent
Fréttamynd

Rjúpnaveiðar hefjast á ný

Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segist sannfærður um að skotveiðimenn stilli rjúpnaveiðum í hóf en rjúpnaveiðitímabilið hefst á morgun. Hann telur að um 3000 veiðimenn séu á leið á veiðar.

Innlent
Fréttamynd

Leitinni hætt

Björgunarsveitir hættu formlegri leit að fórnarlömbum jarðskjálftans í pakistanska Kasmír í gær en nánast útilokað er að finna fleiri á lífi í rústunum.

Erlent
Fréttamynd

Óttast um smit í mönnum

Níu Tyrkir voru fluttir á sjúkrahús í gær vegna ótta um fuglaflensusmit. Þeir fengu að fara heim að rannsókn lokinni. Evrópusambandið fylgist grannt með þróun fuglaflensunnar í Tyrklandi og Rúmeníu.

Erlent
Fréttamynd

Byssugelt í Haag fyrir stundu

Byssugelt heyrðist í Haag í Hollandi fyrir nokkrum mínútum í kjölfar aðgerða lögreglu vegna hryðjuverkaviðvörðunar. Ekki er vitað hver skaut eða hvers vegna. Lögreglumenn umkringdu byggingu þar sem Jan Peter Balkenende forsætisráðherra og fleiri hafa skrifstofur.

Erlent
Fréttamynd

Borgin hótar lögsókn

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri segir standa af hálfu borgarinnar að farið verði með samráðsmál olíufélaganna fyrir dómstóla fá borgin ekki greiddar bætur.Í gær rann út frestur sem Reykjavíkurborg gaf olíu­félög­unum til greiðslu bóta vegna verðsamráðs sem þau höfðu í tengslum við tilboðsgerð vegna olíu­sölu árið 1996.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýna hernaðarvanmátt Evrópu

Í nýrri sérfræðiskýrslu um varnarmál í Evrópu er komist að þeirri niðurstöðu að ráðamenn í flestum löndum álfunnar hafi sýnt vanrækslu með því að láta hjá líða að nútímavæða herafla landa sinna svo að hann stæðist kröfur tímans. Varnarmálaráðherrar ESB-ríkja tóku undir þessa gagnrýni á fundi sínum fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Funda eftir helgi

Vilhjálmur H. Vilhjálmssson hæstaréttarlögmaður segir að honum hafi ekki enn borist neitt svar um skaðabótakröfu þá, sem Reykjavíkurborg krefst að olíufélögin Ker, Olís og Skeljungur, greiði vegna samráðs sem þau höfðu við tilboðsgerð á vegum borgarinnar árið 1996.

Innlent
Fréttamynd

Samningur ekki endurnýjaður

Stjórn KSÍ hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við þá Loga Ólafsson og Ásgeir Sigurvinsson um þjálfun A-landsliðs karla í knattspyrnu. Þess í stað hefur stjórn KSÍ falið formanni sambandsins að ræða við Eyjólf Sverrisson um að taka við starfinu.

Innlent
Fréttamynd

Öryggisráðið ekki stækkað

John Bolton, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, spáði því opinberlega í gær að sú tilraun sem í gangi væri til að fjölga aðildarríkjum öryggisráðs SÞ myndi fara út um þúfur. Bandarísk stjórnvöld myndu aðeins styðja að stækka ráðið upp í 19 eða í mesta lagi 20 aðildarþjóðir, úr 15 nú.

Erlent
Fréttamynd

Kosningar í Írak á morgun

Eftir blóðugt stríð og hryðjuverk í meira en tvö ár vona íröksk stjórnvöld og hersetuveldin að morgundagurinn marki tímamót en hvers eðlis þau verða er með öllu óvíst á þessari stundu. Stjórnarskráin er ýmist talin marka upphaf tímabils friðar og lýðræðis, eða upphaf endalokanna.

Erlent
Fréttamynd

Vinnur Hómer Simpson í Sellafield?

Lekinn í endurvinnslustöðinni í Sellafield síðastliðið vor er mörgum áhyggjuefni hér á landi. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði umhverfisráðherra í vikunni um það hvort hann hefði fengið einhver svör frá kollega sínum í Bretlandi en hún hafði óskað eftir skýrslu frá bretum vegna lekans.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherralisti í Noregi

Ráðherralisti nýrrar ríkisstjórnar í Noregi verður kynntur á ríkisráðsfundi í norsku konungshöllinni í Osló á mánudag. Viðræðum forystumanna rauðgræna bandalagsins svonefnda, sem hlaut meirihluta þingsæta í þingkosningunum 12. septemer síðastliðinn, lauk í ráðstefnumiðstöðinni Soria Moria í gær.

Erlent
Fréttamynd

Fasteignasali í árs fangelsi

Hæstiréttur þyngdi í dag refsingu yfir fasteignasala fyrir fjárdrátt og skjalafals í starfi. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í 9 mánaða fangelsi, sem að mestu var skilorðsbundið, en hæstiréttur þyngdi refsinguna í 12 mánaða fangelsi.

Innlent
Fréttamynd

SMÍ og FF takast á

Stjórn Skólameistarafélags Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í dag, þar yfirlýsing sem Félag framhaldsskólakennara birti á heimasíðu Kennarasambands Íslands, er fordæmd og sögð óvægin árás á skólameistara Menntaskólans á Ísafirði.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamönnum sleppt á Gasa

Blaðamönnunum tveimur, Bandaríkjamanni og Breta, sem palestínskir byssumenn rændu á Gasa í gærdag, var sleppt í gærkvöld. Palestínsk yfirvöld segja Fatah samtökin hafa staðið fyrir ránunum en yfirmenn öryggismála í Palestínu fengu þá lausa.

Erlent
Fréttamynd

Maður brást hjálparskyldu

Maður var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í hæstarétti í gær fyrir að bregðast hjálparskyldu. Hann lét farast fyrir að koma ungri stúlku undir læknishendur þar sem hún hafði veikst lífshættulega af völdum of stórra skammta af e-töflum og kókaíni.

Innlent
Fréttamynd

Síðasta Landsfundarræða Davíðs

Davíð Oddsson er þessa stundina að ávarpa flokksmenn sína í síðasta sinn á landsfundi í sæti formanns. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag í Laugardalshöll líkt og fyrir 14 árum þegar Davíð var kosinn formaður flokksins og varð í kjölfarið forsætisráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja til frekari skattalækkana

Ungir sjálfstæðismenn hvetja stjórnvöld til að kvika ekki frá áformum um að lækka tekjuskatt. Í ályktun þeirra segir meðal annars að einstaklingar fari betur með það fé sem þeir afla sjálfir, en stjórnmálamenn með það fé, sem hið opinbera heimtir í gegnum skattakerfið. Í ljósi þess, meðal annars, hvetja ungir Sjálfstæðismenn til enn frekari skattalækkana og einföldunar á skattakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Stal nítján milljónum

Fasteignasali var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa á tímabilinu mars 2001 til desember 2002 dregið sér rúmar nítján milljónir króna af fé sem hann tók við frá viðskiptavinum vegna sölu á fasteignum.

Innlent
Fréttamynd

Krefst bóta af borginni

Hinn 64 ára gamli Robert Davis, sem á dögunum var barinn af lögrelgunni í New Orleans, ætlar að höfða skaðabótamál gegn borginni. Sjálfur sagðist Davis vera saklaus fyrir dómi en hann er ákærður fyrir ölvun á almannafæri og fyrir að hafa veitt viðnám við handtöku.

Erlent
Fréttamynd

Kanaan framdi sjálfsmorð

Sýrlenskir ríkisfjölmiðlar sögðu frá því í gær að rannsókn Muhammad al-Louji ríkissaksóknara á dauða Ghazi Kanaan innaríkisráðherra hefði leitt í ljós að Kanaan hefði stungið byssu upp í munn sér og hleypt. Hann kenndi hann einelti líbanskra fjölmiðla í garð Kanaan um.

Erlent
Fréttamynd

Bolli vill fimmta sætið

Bolli Thoroddsen, formaður Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sækist eftir fimmta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Vilja tvo nýja framhaldsskóla

Þingmenn vilja setja á fót tvo nýja framhaldsskóla. Níu af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar vilja þeir að boðið verði upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig í sjávarútvegsmenntun.

Innlent
Fréttamynd

Betri byggð mótmælir

Samtök um betri byggð mótmæla harðlega leiðandi spurningu í skoðanakönnun samgönguráðherra um framtíðarstaðsetningu miðstöðvar innanlandsflugsins þar sem eingöngu var gefinn kostur á flutningi til Keflavíkur. Samtökin telja að þessi leiðandi spurning hafi valdið einstaklega lágu svarhlutfalli, eða 54 prósentum.

Innlent
Fréttamynd

40 nauðgunarmál á ári

Hátt í fjörutíu nauðgunarmál hafa borist til ríkissaksóknaraembættisins að meðaltali frá árinu 1999. Ákært hefur verið í tíu til tólf málum á ári en sakfellt í fimm til sex málum.

Innlent
Fréttamynd

Særoði hættir vinnslunni

<font size="2"> Fiskvinnslan Særoði á Hólmavík hefur hætt allri vinnslu sjávarafurða en eigendur fyrirtækisins hafa saltað og pakkað öllum afla sem borist hefur á land af bát fyrirtækisins, Bensa Egils. Sævar Benediktsson, annar eigandi Særoða, segir að útilokað sé að vinna aflann án þess að borga með vinnslunni. </font>

Innlent
Fréttamynd

Vísar „samsæriskenningum“ á bug

Í kvöld verður aðalfundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður og búist er við átökum um kjör í stjórn. Talið er að Björn Ingi Hrafnsson reyni að styrkja stöðu sína innan félagsins á fundinum og reyni að koma sínu fólki að í stjórn.

Innlent
Fréttamynd

Átök hjá framsókn í kvöld?

Aðalfundur verður haldinn í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður í kvöld. Búist er við átökum um kjör í stjórn félagsins en hátt í 14 framsóknarmenn hafa boðið fram krafta sína.

Innlent