Fréttir

Fréttamynd

Eggert sækist eftir 7. sæti

Eggert Páll Ólason, héraðsdómslögmaður og formaður samtakanna Vinir einkabílsins, hefur ákveðið að gefa kost á sér í sjöunda sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Leit að eftirlifendum hætt

Björgunarmenn eru hættir að leita að eftirlifendum jarðskjálftans í Suður-Asíu. Engin von þykir til þess að nokkur finnist á lífi úr því sem komið er.

Erlent
Fréttamynd

Þrotabúskrafa tekin fyrir í dómi

Tekin var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær krafa Sparisjóðs Vestfjarða í þrotabú Kristjáns Ragnars Kristjánssonar, eins sakborninga úr Landssímamálinu. Björn Jóhannesson, lögmaður sparisjóðsins, segir deilt um hvers eðlis krafa sjóðsins sé, en hún sé til komin vegna láns til fyrirtækisins Lífsstíls.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarfundur um fuglaflensu

Neyðarfundur um viðbrögð við fuglaflensu verður haldinn í Brüssel í dag. Öruggt þykir að flensan breiðist út um Evrópu næsta vor. Níu eru undir ströngu eftirliti í Tyrklandi vegna ótta við fuglaflensu. Fjörutíu dúfur í eigu þeirra drápust á hálfum mánuði og vaknaði þá grunur um fuglaflensu. Líkurnar á smiti í mannfólk þykja litlar en í kjölfar þess að mannskæði stofn flensunnar fannst í Tyrklandi í gær þykir ástæða til að gera ítrustu varúðarráðstafanir.

Erlent
Fréttamynd

Vesturbyggð takmarkar rjúpnaveiði

Öll skotveiði hefur verið bönnuð á eignarjörðum Vesturbyggðar öðrum en einstaklingum sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu frá og með morgundeginum. Frá þessu er sagt á vefútgáfu Bæjarins besta og haft eftir Jónasi Sigurðssyni, aðalvarðstjóra í lögreglunni á Patreksfirði að nokkuð ljóst sé að í meira og minna allri austursýslunni er veiði bönnuð nema með leyfi landeiganda.

Innlent
Fréttamynd

Hafa stöðvað alla mótspyrnu

Rússneskir hermenn hafa brotið á bak aftur alla mótspyrnu í borginni Nalstjik í Norður-Kákasus eftir að tsjetsjenskir uppreisnarmenn réðust í gær á lögreglu og opinberar byggingar. Að minnsta kosti 90 féllu í átökunum, flestir þeirra uppreisnarmenn, en rússneskar hersveitir fresluðu í morgun nokkra gísla úr höndum andspyrnumannanna.

Erlent
Fréttamynd

Engin átök hjá Framsókn

<font size="2"> Engin átök urðu um stjórn á aðalfundi Framsóknarfélags Reykjavíkurkjördæmis suður í gærkvöld að því er fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins. Búist hafði verið við átökum fyrir fundinn. </font>

Innlent
Fréttamynd

Samsung sektað fyrir verðsamráð

Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung hefur verið sektaður um 300 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 18 milljörðum íslenskra króna en þeim er gert verðsamráð að sök. Þetta er önnur hæsta sekt sem greidd hefur verið af þessum toga en að baki henni liggur þriggja ára rannsókn. Samsung er stærsti framleiðandi minniskubba fyrir tölvur auk annarra rafeindatækja í heiminum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja banna kanínur í fuglaeyjum

Frjálslyndi flokkurinn ætlar að leggja fram þingmál þar sem gert verður ráð fyrir að lagt verði bann við kanínum í öllum fuglaeyjum umhverfis landið. Þetta kemur fram á heimasíðu Magnúar Þórs Hafsteinssonar, þingmanns flokksins, þar sem hann vísar meðal annars í skýrslu um kanínupláguna í Heimaey. Þar segir að kanínurnar nagi rætur og grafi út lundaholur sem auki hættu á uppblæstri og jarðvegseyðingu.

Innlent
Fréttamynd

Vistaskipti sýslumanna

Lárus Bjarnason<font face="Courier New">,</font>sýslumaður á Seyðisfirði<font face="Courier New">,</font>hefur óskað eftir því, með tilvísun til tilraunaverkefnis um tímabundin vistaskipti ríkisstarfsmanna<font face="Courier New">,</font>að taka við störfum hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík, frá fimmtánda október nk. til 1. maí 2006.

Innlent
Fréttamynd

Milljóndollara seðlar

Bíræfnir peningafalsarar hafa undanfarna mánuði reynt að fá íslenska banka til að taka sjötíu einnar milljónar dollara seðla sem veð gegn láni. Það jafngildir nærri fjórum og hálfum milljarði króna. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur seðlana undir höndum og vinnur nú að því með lögregluyfirvöldum í Bretlandi að hafa hendur í hári svindlaranna.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra talinn vanhæfur

Bogi Nilsson ríkissaksóknari hefur sagt sig frá Baugsmálinu. Gestur Jónsson telur að dómsmálaráðherra sé hugsanlega vanhæfur til þess að velja nýjan saksóknara. Páll Hreinsson dósent segir þessar reglur vandmeðfarnar.

Innlent
Fréttamynd

Skæruliðar felldir í Tsjetsjeníu

Fimmtíu skæruliðar hafa verið felldir og tólf óbreyttir borgarar látið lífið í hörðum átökum hers og skæruliða í borginni Naltjik, nærri Tsjetsjeníu. Skæruliðar réðust inn í barnaskóla í borginni, en starfsfólki skólans tókst að bjarga börnunum í tæka tíð. Skæruliðarnir hafa einnig ráðist inn í lögreglustöð og opinberar byggingar.

Erlent
Fréttamynd

Muntefering varakanslari

Franz Muntefering, formaður þýska Jafnaðarmannaflokksins, verður næsti varakanslari Þýskalands, að því er Reuter-fréttastofan greindi frá í morgun. Hann mun gegna embættinu undir forystu Angelu Merkel, leiðtoga Kristilegra demókrata, sem sest í stól kanslara og tekur við af Gerhard Schröder.

Erlent
Fréttamynd

Liðssöfnuður suðurnesjamanna

Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum safna nú liði á Landsfundi Sjálfstæðismanna í þeim tilgangi að fá umdeildum drögum að ályktun um innanlandsflug hnekkt. Í þeim er gert ráð fyrir því að verði innalandsflugið fært úr Vatnsmýrinni þá verði það ekki fært til Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Tusk eykur forskotið á Kaczynski

Frjálshyggjumaðurinn Donald Tusk hefur aukið forskot sitt á keppinautinn um pólska forsetaembættið, íhaldsmanninn Lech Kaczynski, upp í tólf prósentustig, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær. Úrslitaumferð forsetakosninganna, þar sem valið stendur á milli þeirra tveggja, fer fram 23. þessa mánaðar.

Erlent
Fréttamynd

Tugir falla í árás uppreisnarmanna

Téténskir uppreisnarmenn lýstu ábyrgð á árásinni, en með henni færðist vettvangur stríðs íslamska uppreisnarmanna á Kákasussvæðinu gegn Rússum enn frekar út, en það hefur nú staðið í á annan áratug.

Erlent
Fréttamynd

Presti greint frá kynferðisofbeldi

Þeim einstaklingum hefur farið fjölgandi á síðustu fimm árum sem segja presti sínum frá því að þeir hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi sem börn. Þetta segir séra Gunnþór Ingason sóknarprestur í Hafnarfirði.

Innlent
Fréttamynd

Eins og biturt fórnarlamb

„Því er enn dapurlegra að að ekki aðeins formaður Samfylkingarinnar, heldur einnig sumir þingmenn hennar, eins og ömurlegt uppistand í þinginu síðastliðinn þriðjudag sýndi, virðast naumast líta á Samfylkinguna sem flokk en fremur sem tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings,“ sagði Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni við setningu landsfundar í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Chavez rekur burt trúboða

Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur lýst því yfir að starfsmönnum bandarískum trúboðasamtakanna New Tribes verði vísað úr landi.

Erlent
Fréttamynd

Fuglaflensan komin til Evrópu

Staðfest hefur verið að alifuglar sem drápust í Tyrklandi í síðustu viku voru smitaðir af fuglaflensu af hinum hættulega H5N1-stofni. Eftir því sem veiran finnst víðar aukast líkurnar á að hún stökkbreytist og smitist á milli manna.

Erlent
Fréttamynd

Breyta iðnaðarsvæði í íbúðabyggð

Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi íhuga að breyta iðnaðarsvæðinu við Bygggarða og Sefgarða, vestast í bænum, í íbúðabyggð. Hugmyndirnar snúa að því að reisa þétta byggð á þriggja hektara landsvæði þar sem húsin yrðu ýmist tvær eða þrjár hæðir.

Innlent
Fréttamynd

Tíminn að renna út

Kuldi, vosbúð og hungur sverfa nú að bágstöddum á jarðskjálftasvæðunum í Pakistan. Allstór eftirskjálfti reið yfir svæðið í gær en olli þó ekki teljandi skemmdum.

Erlent
Fréttamynd

Umferðarkönnun við Víkurskarð

Vegagerðin stendur fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Víkurskarð í dag og næstkomandi laugardag. Könnunin stendur yfir frá klukkan átta að morgni til ellfu að kvöldi báða dagana. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um umferð á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi eystra og munu niðurstöður nýtast við undirbúning vegna hugsanlegra jarðganga undir Vaðlaheiði.

Innlent
Fréttamynd

Skrúfað frá brunahönum í borginni

Suðurgatan í Reykjavík lokaðist fyrir umferð á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna vatnsflaums úr brunahana, en nokkru áður hafði verið skrúfað frá brunahana við Listabraut og nokkru síðar við Engjaveg. Lögreglu- og slökkviliðsmenn skrúfuðu fyrir hanana og ekki hlaust tjón af í þetta skiptið.

Innlent
Fréttamynd

Féflettur á Goldfinger

Karlmaður telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan á nektardansstaðnum Goldfinger og þar hafi menn nýtt sér ástandið og hreinsað út af kortareikningi hans. Lögreglan segir sönnunarfærslu í slíkum málum afar erfiða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja iðgjöld í heilbrigðiskerfinu

Um 1.200 manns eiga seturétt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag og stendur í fjóra daga. Davíð Oddsson flytur setningarræðu á sjötta tímanum og verður það í síðasta sinn sem hann gegnir þessu hlutverki en eftirmaður hans á formannsstóli verður kjörinn á sunnudag.

Innlent
Fréttamynd

Kynferðisbrot sjaldnast kærð

Innan við helmingur þeirra fórnarlamba kynferðisbrota sem leita til Stígamóta, hefur fengið hjálp annars staðar. Aðeins hefur verið ákært í einu slíku máli af hverjum tuttugu.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki greidda fatapeninga

Mikillar óánægju gætir meðal starfsmanna sem vinna með fötluðum og þroskaheftum vegna þess að þeir fá ekki greidda fatapeninga, sem þeir eiga rétt á samkvæmt kjarasamningum.

Innlent
Fréttamynd

Pinter fékk Nóbelsverðlaun

Breska leikritaskáldið Harold Pinter hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels þetta árið. Valið kom heldur á óvart og Pinter sjálfum varð víst orða vant við fréttirnar, en það ku ekki gerast oft.

Erlent