Erlent

Ráðist að súnníum

Uppreisnarmenn í Írak beindu í gær spjótum sínum að leiðtogum súnnísks stjórnmálaflokks sem lýst hefur stuðningi sínum við drög að stjórnarskrá landsins. Fimm tilræði voru framin gegn þeim í gær en enginn slasaðist í árásunum. Írakar greiða atkvæði um drögin í dag og búast stjórnmálaskýrendur heldur við að þau verði samþykkt. Sjíaklerkar létu þau boð út ganga í gær að Ali Sistani, erkiklerkur og áhrifamesti maður Íraks, legði blessun sína yfir plaggið og mun það eflaust vega þungt á metunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×