Fréttir Fundað um fuglaflensu Stjórnendur Landbúnaðarstofnunar hafa ákveðið að fara í fundaferð um landið til að kynna bændum og dýralæknum varnir gegn fuglaflensu og viðbrögð ef sjúkdómurinn berst hingað. Innlent 31.1.2006 13:37 Verkalýðsfélag Húsavíkur fagnar tillögu launanefndar Verkalýðsfélag Húsavíkur fagnar tillögum Launanefndar sveitarfélaga um að hækka lægstu laun sérstaklega umfram ákvæði kjarasamninga. Samþykktin nær til starfsmanna sveitarfélaga sem hafa 140 þúsund krónur á mánuði eða minna. Reiknað er með að lægstu laun hækki um 12%. Innlent 31.1.2006 13:50 Tíu ritverk koma til greina Tíu ritverk hafa verið tilnefnd af Reykjvíkurakademíunni sem afburðar fræðirit að mati Viðurkenningarráðs Hagþenkis á síðasta ári. Koma þessi rit til greina við veitingu viðurkenningar Hagþenkis sem afhent verður í lok febrúar en viðurkenningin nemur um sjöhundruð og fimmtíu þúsundum króna. Innlent 31.1.2006 13:35 Íslensk kvikmynd tilnefnd til Óskarsverðlauna "Síðasti bærinn" í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar er tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki leikinna stuttmynda. Í aðalhlutverki er gamla leikarakempan Jón Sigurbjörnsson. Þetta er í annað sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Aðeins einu sinni áður hefur íslensk kvikmynd verið tilnefnd til óskarsverðlauna en það var fyrir fjórtán árum þegar mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar var tilnefns í flokki erlendra kvikmynda. Innlent 31.1.2006 14:11 Afskipti Alþingis orsaka stjórnskipulegan vanda Halldór Halldórsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands vestra, segir það ekki gott að Alþingi grípi fram fyrir hendur Kjaradóms eins og gert var varðandi úrskurð Kjaradóms um laun æðstu embættismanna. Dómarar íhuga nú lögsókn vegna málsins. Innlent 31.1.2006 13:56 Neita kröfum Sameinuðu þjóðanna Hamas-samtökin hafa neitað kröfu Sameinuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og ætla ekki að leggja niður vopn. Þeir krefjast þess þó að Evrópusambandið haldi áfram fjárframlögum til Palestínu. Erlent 31.1.2006 13:07 Framboðslisti VG í Kópavogi Á félagsfundi Vinstri grænna í Kópavogi í gærkvöldi var framboðslisti hreyfingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor samþykktur. Í prófkjöri sem hreyfingin hélt í nóvember síðast liðnum hlaut Ólafur Þór Gunnarsson flest atkvæði í fyrsta sæti og leiðir því flokkinn í vor. Fyrstu fjögur sætin voru bundin eftir kosninguna og í örðu sæti listans er Guðbjörg Sveinsdóttir, í þriðja Emil Hjrövar Petersen og fjórða sætið skipar Lára Jóna Þorsteinsdóttir. Innlent 31.1.2006 13:10 Verða að greiða fyrrum starfsmanni laun G.P.G fiskvinnsla verður að greiða fyrrum stjórnanda fiskvinnslunnar Jökuls á Raufarhöfn hálfa þriðju milljón króna sem hann á hjá félaginu í ógreiddum launum. Innlent 31.1.2006 13:16 Ofsatrúarmenn í Írak hvetja til árása Hópur herskárra ofsatrúarmanna í Írak hvetur meðlimi sína til að ráðast á þá Dani og Norðmenn sem meðlimirnir mögulega ná til. Ástæðan eru skopteikningarnar af spámanninum Múhameð sem birst hafa í dagblöðum í löndunum tveimur Erlent 31.1.2006 13:01 Ný göngudeild opnuð á LSH á morgun Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikl aþörf á frekari úrræðum. Allt að 5.000 einstaklingar þjást af átröskunum á Íslandi í dag en aðeins 60 prósent sjúklinganna ná sér að fullu. Innlent 31.1.2006 13:02 Reykjavík er þriðja dýrasta borg heims Osló er orðin dýrasta borg heims samkvæmt úttekt Greiningardeildar Economist. Reykjavík tekur stórt stökk upp á við, fer úr áttunda sæti í þriðja á listanum yfir dýrustu borgir heims. Erlent 31.1.2006 12:59 Hafnar öllum kröfum olíufélaganna Samkeppniseftirlitið hafnar öllum kröfum olíufélaganna um að úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála um ólöglegt samráð félaganna verði ógiltur. Það hafnar líka þeirri kröfu félaganna að sektir á þau verði felldar niður eða lækkaðar til muna. Innlent 31.1.2006 12:54 Forsetahjónin heimsóttu Grundaskóla Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsóttu Grundaskóla á Akranesi í morgun. Forsetahjónin kynntu sér starfsemi skólans, en hann fékk Íslensku menntaverðlaunin í fyrra fyrir að sinna nýsköpunarstarfi vel. Innlent 31.1.2006 12:23 Ísland ekki skotmark hryðjuverkamanna Ísland skiptir ekki lengur nokkru máli í hernaðarlegu tilliti og engin sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að Ísland sé mögulegt skotmark hryðjuverkamanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein eftir Val Ingimundarson sagnfræðing, sem birtist á dögunum í virtu erlendu fræðiriti um öryggis- og varnarmál. Innlent 31.1.2006 12:12 Sauðdrukkinn rútubílstjóri Drukkinn rútubílstjóri var rekinn úr vinnu sinni fyrir ölvunarakstur í Slagelse í Danmörku í gær. Farþegi í rútunni, sem var á leið frá Roskilde til Slagelse, veitti því athygli að bílstjórinn ók full glannalega og hafði samband við lögreglu. Lögreglan tók á móti honum er hann renndi í hlaðið á umferðamiðstöðinni í Slagelse og kom í ljós að áfengismagnið í blóði hans var yfir 1,5 prómíll og var hann því sviptur ökuleyfi og rekinn á staðnum. Erlent 31.1.2006 10:13 Eldur í bíl Halla í Botnleðju Eldur kom upp í bíl við Kennaraháskóla Íslands rétt upp úr klukkan hálftíu í morgun. Eigandi bílsins, Halli í Botnleðju, var staddur í skólanum þar sem hann stundar nám, þegar eldur blossaði upp í bíl hans sem stóð mannlaus á bílastæði skólans. Bíllin gjöreyðilagðist í eldinum en eldsupptök eru ókunn. Innlent 31.1.2006 10:10 Röð óhappa á Reykjanesbraut Tvennt slasaðist, en hvorugt alvarlega, þegar fimm bílar lentu í msimunandi miklum ógöngum í skyndilegri ísingu og þoku á Reykjanesbrautinni upp úr klukkan sjö í morgun, á móts við afleggjarann að Innri-Njarðvík. Fyrst ók sendibíll á ljósastaur. Innlent 31.1.2006 09:52 Seinkun á kalkþörungaverksmiðju Þriggja mánaða seinkun hefur orðið á byggingu kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal. Þetta kemur fram á fréttavefnum BB.is. Ástæður fyrir seinkuninni eru meðal annars þær að gögn vantaði í sambandi við hönnun hússins og einnig var lóðin ekki eins aðgengileg og haldið var. En vonast er til að byrjað verði á framkvæmdunum innan tíu daga og að verksmiðjan taki til starfa seinnipart sumars. Innlent 31.1.2006 08:58 Styrkur veittur úr minningarsjóði Dagsbrúnarformanns Stjórn Alþýðusambandsins hefur ákveðið að veita styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar 1. maí næstkomandi og verður það í fyrsta skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum. Styrkurinn verður að hámarki hálf milljón króna. Innlent 31.1.2006 06:14 Biðlar til Bandaríkjamanna Nýtt myndband af bandarísku blaðakonunni Jill Carroll, sem haldið er í gíslingu í Írak, var sýnt á arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í gær. Biður Carroll Bandaríkjastjórn að sleppa úr haldi þeim konum sem enn eru í fangelsi í Írak, annars munu gíslatökumennirnir, sem kenna sig við Flokk hefndarinnar, taka hana af lífi. Fimm konum var sleppt í síðustu viku úr íröskum fangelsum en fjórar sitja enn inni. Erlent 31.1.2006 08:09 Sáu tvær hvalatorfur Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson, sem verið hefur við loðnuleit fyrir austan land að undanförnu, siglir nú fulla ferð í átt að svæði, þar sem flugvél Landhelgisgæslunnar sá tvær stórar hvalatorfur í gær. Það var um 75 sjómílur austur af mynni Vopnafjarðar og er talið að hvalirnir séu þar í æti, og að ætið sé loðna. Innlent 31.1.2006 07:53 Engar kærur bárust Engar kærur bárust skrifstofu Framsóknarflokksins vegna framkvæmdar við prófkjörið í Reykjavík um helgina en kærufrestur rann út klukkan sex í gærkvöldi. Óskar Bergsson, sem hafnaði í þriðja sæti, og stuðningsmenn hans, virðast því ætla að una niðurstöðunni án frekari athugasemda. Innlent 31.1.2006 07:49 Mál Írana fyrir öryggisráðið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í gærkvöld að mál Írana vegna kjarnorkuáætlana þeirra yrði tekið fyrir í Öryggisráðinu. Ekki hefur verið ákveðið hvort refsiaðgerðum gegn þeim verði beitt en málið verður tekið fyrir í mars. Breskur stjórnarerindreki sagði að loknum viðræðum við fulltrúa Íransstjórnar í gær að þær hefðu engu skilað. Íranar sögðu hins vegar að viðræðurnar hefðu gengið vel og að frekari viðræður væru framundan. Erlent 31.1.2006 07:34 Þiggur ekki annað sætið Valgerður H. Bjarnadóttir, eini bæjarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri á kjörtímabilinu, hefur ákveðið að þiggja ekki annað sætið á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hún sóttist eftir fyrsta sætinu, en Baldvin H. Sigurðsson varð hlutskarpari í forvali flokksins og náði fyrsta sætinu. Valgerður, sem jafnframt á sæti í bæjarráði, er þó ekki að yfirgefa flokkinn og segist áfram ætla að taka þátt í flokksstarfinu. Innlent 31.1.2006 07:44 Myndlist eftir Hitler á uppboði Til stendur að bjóða upp tuttugu og eitt listaverk eftir Adolf Hitler á uppboði hjá Jeffrey's í Bretlandi. Um er að ræða vatnslitamyndir og skissur eftir kappann sem hann ku hafa gert á árunum 1916 til 1918. Myndirnar fundust í kistli á háalofti einu í gömlu húsi í Belgíu þar sem þær höfðu legið í um sjötíu ár. Þrátt fyrir að þykja ekki mikið augnakonfekt er gert ráð fyrir að fyrir myndirnar fáist rúmlega ellefu milljónir íslenskra króna eða um hálf milljón fyrir hverja þeirra. Erlent 31.1.2006 06:49 Neita að viðurkenna Ísraelsríki Hamas-samtökin hafa neitað kröfu Kofis Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og að afneita ofbeldisverkum. Æðstu ráðamenn innan Hamas hafa þó beðið ESB um að stöðva ekki fjárstuðning sinn við Palestínu en aðildarríkin veittu rúma 36 milljarða króna til Palestínu í fyrra. Erlent 31.1.2006 07:37 Mikill ótti á nautaati í Mexíkó Mikill ótti greip um sig á nautaati í Mexíkóborg í gær þegar þúsund punda naut að nafni Pajarito eða litli fugl, gerði sér lítið fyrir og stökk upp í áhorfendastúku með þeim afleiðingum að yfir tíu manns slösuðust. Eins og sést á myndum af atburðinum reyndi tryllt dýrið að komast upp áhorfendapallana en mannskepnan hafði þó betur og stakk dýrið til bana með sverði. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr en tveir voru þó lagðir inn á spítala með minniháttar meiðsli. Erlent 31.1.2006 08:16 Bandaríkjamenn koma Dönum til bjargar Bandaríkjamenn koma dönskum útflutningi til bjargar í kjölfar þess að danskar vörur hafa verið sniðgengnar meðal múslíma víða um heim. Á fjölmörgum bandarískum vefsíðum er hvatt til þess að menn kaupi danskar vörur og búist er við því að söluaukning verði á dönskum smjörkökum, bjór og skinku í Bandaríkjunum. Erlent 31.1.2006 08:15 Samið um kjör á Herjólfi Sjómannasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá kjarasamningi fyrir háseta og þjónustufólk á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Samningurinn gildir til ársloka 2010 en aðrir samningar við starfsmenn á kaupskipum gilda almennt til loka næsta árs. Innlent 31.1.2006 06:21 Námumönnum bjargað Búið er að bjarga öllum upp úr kanadískri námu þar sem eldur kviknaði í gærmorgun. Alls voru 72 námamenn í námunni þegar eldurinn braust út og leituðu þeir skjóls í sérstökum öryggisherbergjum. Þar dvöldu þeir á meðan eldurinn var slökktur. Að sögn námufélagsins eru allir námamennirnir við góða heilsu. Erlent 31.1.2006 08:12 « ‹ ›
Fundað um fuglaflensu Stjórnendur Landbúnaðarstofnunar hafa ákveðið að fara í fundaferð um landið til að kynna bændum og dýralæknum varnir gegn fuglaflensu og viðbrögð ef sjúkdómurinn berst hingað. Innlent 31.1.2006 13:37
Verkalýðsfélag Húsavíkur fagnar tillögu launanefndar Verkalýðsfélag Húsavíkur fagnar tillögum Launanefndar sveitarfélaga um að hækka lægstu laun sérstaklega umfram ákvæði kjarasamninga. Samþykktin nær til starfsmanna sveitarfélaga sem hafa 140 þúsund krónur á mánuði eða minna. Reiknað er með að lægstu laun hækki um 12%. Innlent 31.1.2006 13:50
Tíu ritverk koma til greina Tíu ritverk hafa verið tilnefnd af Reykjvíkurakademíunni sem afburðar fræðirit að mati Viðurkenningarráðs Hagþenkis á síðasta ári. Koma þessi rit til greina við veitingu viðurkenningar Hagþenkis sem afhent verður í lok febrúar en viðurkenningin nemur um sjöhundruð og fimmtíu þúsundum króna. Innlent 31.1.2006 13:35
Íslensk kvikmynd tilnefnd til Óskarsverðlauna "Síðasti bærinn" í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar er tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki leikinna stuttmynda. Í aðalhlutverki er gamla leikarakempan Jón Sigurbjörnsson. Þetta er í annað sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til Óskarsverðlauna. Aðeins einu sinni áður hefur íslensk kvikmynd verið tilnefnd til óskarsverðlauna en það var fyrir fjórtán árum þegar mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Börn náttúrunnar var tilnefns í flokki erlendra kvikmynda. Innlent 31.1.2006 14:11
Afskipti Alþingis orsaka stjórnskipulegan vanda Halldór Halldórsson, dómstjóri Héraðsdóms Norðurlands vestra, segir það ekki gott að Alþingi grípi fram fyrir hendur Kjaradóms eins og gert var varðandi úrskurð Kjaradóms um laun æðstu embættismanna. Dómarar íhuga nú lögsókn vegna málsins. Innlent 31.1.2006 13:56
Neita kröfum Sameinuðu þjóðanna Hamas-samtökin hafa neitað kröfu Sameinuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og ætla ekki að leggja niður vopn. Þeir krefjast þess þó að Evrópusambandið haldi áfram fjárframlögum til Palestínu. Erlent 31.1.2006 13:07
Framboðslisti VG í Kópavogi Á félagsfundi Vinstri grænna í Kópavogi í gærkvöldi var framboðslisti hreyfingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor samþykktur. Í prófkjöri sem hreyfingin hélt í nóvember síðast liðnum hlaut Ólafur Þór Gunnarsson flest atkvæði í fyrsta sæti og leiðir því flokkinn í vor. Fyrstu fjögur sætin voru bundin eftir kosninguna og í örðu sæti listans er Guðbjörg Sveinsdóttir, í þriðja Emil Hjrövar Petersen og fjórða sætið skipar Lára Jóna Þorsteinsdóttir. Innlent 31.1.2006 13:10
Verða að greiða fyrrum starfsmanni laun G.P.G fiskvinnsla verður að greiða fyrrum stjórnanda fiskvinnslunnar Jökuls á Raufarhöfn hálfa þriðju milljón króna sem hann á hjá félaginu í ógreiddum launum. Innlent 31.1.2006 13:16
Ofsatrúarmenn í Írak hvetja til árása Hópur herskárra ofsatrúarmanna í Írak hvetur meðlimi sína til að ráðast á þá Dani og Norðmenn sem meðlimirnir mögulega ná til. Ástæðan eru skopteikningarnar af spámanninum Múhameð sem birst hafa í dagblöðum í löndunum tveimur Erlent 31.1.2006 13:01
Ný göngudeild opnuð á LSH á morgun Ný göngudeild fyrir átröskunarsjúklinga verður opnuð á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi á morgun. Talsmenn Spegilsisns, samtaka aðstandenda átröskunarsjúklinga segja deildina stökk fram á við í meðferð sjúkdómsins. Þeir segja þó mikl aþörf á frekari úrræðum. Allt að 5.000 einstaklingar þjást af átröskunum á Íslandi í dag en aðeins 60 prósent sjúklinganna ná sér að fullu. Innlent 31.1.2006 13:02
Reykjavík er þriðja dýrasta borg heims Osló er orðin dýrasta borg heims samkvæmt úttekt Greiningardeildar Economist. Reykjavík tekur stórt stökk upp á við, fer úr áttunda sæti í þriðja á listanum yfir dýrustu borgir heims. Erlent 31.1.2006 12:59
Hafnar öllum kröfum olíufélaganna Samkeppniseftirlitið hafnar öllum kröfum olíufélaganna um að úrskurður Áfrýjunarnefndar samkeppnismála um ólöglegt samráð félaganna verði ógiltur. Það hafnar líka þeirri kröfu félaganna að sektir á þau verði felldar niður eða lækkaðar til muna. Innlent 31.1.2006 12:54
Forsetahjónin heimsóttu Grundaskóla Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff forsetafrú heimsóttu Grundaskóla á Akranesi í morgun. Forsetahjónin kynntu sér starfsemi skólans, en hann fékk Íslensku menntaverðlaunin í fyrra fyrir að sinna nýsköpunarstarfi vel. Innlent 31.1.2006 12:23
Ísland ekki skotmark hryðjuverkamanna Ísland skiptir ekki lengur nokkru máli í hernaðarlegu tilliti og engin sannfærandi rök hafa verið færð fyrir því að Ísland sé mögulegt skotmark hryðjuverkamanna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í grein eftir Val Ingimundarson sagnfræðing, sem birtist á dögunum í virtu erlendu fræðiriti um öryggis- og varnarmál. Innlent 31.1.2006 12:12
Sauðdrukkinn rútubílstjóri Drukkinn rútubílstjóri var rekinn úr vinnu sinni fyrir ölvunarakstur í Slagelse í Danmörku í gær. Farþegi í rútunni, sem var á leið frá Roskilde til Slagelse, veitti því athygli að bílstjórinn ók full glannalega og hafði samband við lögreglu. Lögreglan tók á móti honum er hann renndi í hlaðið á umferðamiðstöðinni í Slagelse og kom í ljós að áfengismagnið í blóði hans var yfir 1,5 prómíll og var hann því sviptur ökuleyfi og rekinn á staðnum. Erlent 31.1.2006 10:13
Eldur í bíl Halla í Botnleðju Eldur kom upp í bíl við Kennaraháskóla Íslands rétt upp úr klukkan hálftíu í morgun. Eigandi bílsins, Halli í Botnleðju, var staddur í skólanum þar sem hann stundar nám, þegar eldur blossaði upp í bíl hans sem stóð mannlaus á bílastæði skólans. Bíllin gjöreyðilagðist í eldinum en eldsupptök eru ókunn. Innlent 31.1.2006 10:10
Röð óhappa á Reykjanesbraut Tvennt slasaðist, en hvorugt alvarlega, þegar fimm bílar lentu í msimunandi miklum ógöngum í skyndilegri ísingu og þoku á Reykjanesbrautinni upp úr klukkan sjö í morgun, á móts við afleggjarann að Innri-Njarðvík. Fyrst ók sendibíll á ljósastaur. Innlent 31.1.2006 09:52
Seinkun á kalkþörungaverksmiðju Þriggja mánaða seinkun hefur orðið á byggingu kalkþörungaverksmiðju á Bíldudal. Þetta kemur fram á fréttavefnum BB.is. Ástæður fyrir seinkuninni eru meðal annars þær að gögn vantaði í sambandi við hönnun hússins og einnig var lóðin ekki eins aðgengileg og haldið var. En vonast er til að byrjað verði á framkvæmdunum innan tíu daga og að verksmiðjan taki til starfa seinnipart sumars. Innlent 31.1.2006 08:58
Styrkur veittur úr minningarsjóði Dagsbrúnarformanns Stjórn Alþýðusambandsins hefur ákveðið að veita styrk úr Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar 1. maí næstkomandi og verður það í fyrsta skipti sem styrkur er veittur úr sjóðnum. Styrkurinn verður að hámarki hálf milljón króna. Innlent 31.1.2006 06:14
Biðlar til Bandaríkjamanna Nýtt myndband af bandarísku blaðakonunni Jill Carroll, sem haldið er í gíslingu í Írak, var sýnt á arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera í gær. Biður Carroll Bandaríkjastjórn að sleppa úr haldi þeim konum sem enn eru í fangelsi í Írak, annars munu gíslatökumennirnir, sem kenna sig við Flokk hefndarinnar, taka hana af lífi. Fimm konum var sleppt í síðustu viku úr íröskum fangelsum en fjórar sitja enn inni. Erlent 31.1.2006 08:09
Sáu tvær hvalatorfur Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson, sem verið hefur við loðnuleit fyrir austan land að undanförnu, siglir nú fulla ferð í átt að svæði, þar sem flugvél Landhelgisgæslunnar sá tvær stórar hvalatorfur í gær. Það var um 75 sjómílur austur af mynni Vopnafjarðar og er talið að hvalirnir séu þar í æti, og að ætið sé loðna. Innlent 31.1.2006 07:53
Engar kærur bárust Engar kærur bárust skrifstofu Framsóknarflokksins vegna framkvæmdar við prófkjörið í Reykjavík um helgina en kærufrestur rann út klukkan sex í gærkvöldi. Óskar Bergsson, sem hafnaði í þriðja sæti, og stuðningsmenn hans, virðast því ætla að una niðurstöðunni án frekari athugasemda. Innlent 31.1.2006 07:49
Mál Írana fyrir öryggisráðið Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna tilkynnti í gærkvöld að mál Írana vegna kjarnorkuáætlana þeirra yrði tekið fyrir í Öryggisráðinu. Ekki hefur verið ákveðið hvort refsiaðgerðum gegn þeim verði beitt en málið verður tekið fyrir í mars. Breskur stjórnarerindreki sagði að loknum viðræðum við fulltrúa Íransstjórnar í gær að þær hefðu engu skilað. Íranar sögðu hins vegar að viðræðurnar hefðu gengið vel og að frekari viðræður væru framundan. Erlent 31.1.2006 07:34
Þiggur ekki annað sætið Valgerður H. Bjarnadóttir, eini bæjarstjórnarfulltrúi Vinstri grænna á Akureyri á kjörtímabilinu, hefur ákveðið að þiggja ekki annað sætið á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hún sóttist eftir fyrsta sætinu, en Baldvin H. Sigurðsson varð hlutskarpari í forvali flokksins og náði fyrsta sætinu. Valgerður, sem jafnframt á sæti í bæjarráði, er þó ekki að yfirgefa flokkinn og segist áfram ætla að taka þátt í flokksstarfinu. Innlent 31.1.2006 07:44
Myndlist eftir Hitler á uppboði Til stendur að bjóða upp tuttugu og eitt listaverk eftir Adolf Hitler á uppboði hjá Jeffrey's í Bretlandi. Um er að ræða vatnslitamyndir og skissur eftir kappann sem hann ku hafa gert á árunum 1916 til 1918. Myndirnar fundust í kistli á háalofti einu í gömlu húsi í Belgíu þar sem þær höfðu legið í um sjötíu ár. Þrátt fyrir að þykja ekki mikið augnakonfekt er gert ráð fyrir að fyrir myndirnar fáist rúmlega ellefu milljónir íslenskra króna eða um hálf milljón fyrir hverja þeirra. Erlent 31.1.2006 06:49
Neita að viðurkenna Ísraelsríki Hamas-samtökin hafa neitað kröfu Kofis Annan, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis og að afneita ofbeldisverkum. Æðstu ráðamenn innan Hamas hafa þó beðið ESB um að stöðva ekki fjárstuðning sinn við Palestínu en aðildarríkin veittu rúma 36 milljarða króna til Palestínu í fyrra. Erlent 31.1.2006 07:37
Mikill ótti á nautaati í Mexíkó Mikill ótti greip um sig á nautaati í Mexíkóborg í gær þegar þúsund punda naut að nafni Pajarito eða litli fugl, gerði sér lítið fyrir og stökk upp í áhorfendastúku með þeim afleiðingum að yfir tíu manns slösuðust. Eins og sést á myndum af atburðinum reyndi tryllt dýrið að komast upp áhorfendapallana en mannskepnan hafði þó betur og stakk dýrið til bana með sverði. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr en tveir voru þó lagðir inn á spítala með minniháttar meiðsli. Erlent 31.1.2006 08:16
Bandaríkjamenn koma Dönum til bjargar Bandaríkjamenn koma dönskum útflutningi til bjargar í kjölfar þess að danskar vörur hafa verið sniðgengnar meðal múslíma víða um heim. Á fjölmörgum bandarískum vefsíðum er hvatt til þess að menn kaupi danskar vörur og búist er við því að söluaukning verði á dönskum smjörkökum, bjór og skinku í Bandaríkjunum. Erlent 31.1.2006 08:15
Samið um kjör á Herjólfi Sjómannasamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá kjarasamningi fyrir háseta og þjónustufólk á Vestmannaeyjaferjunni Herjólfi. Samningurinn gildir til ársloka 2010 en aðrir samningar við starfsmenn á kaupskipum gilda almennt til loka næsta árs. Innlent 31.1.2006 06:21
Námumönnum bjargað Búið er að bjarga öllum upp úr kanadískri námu þar sem eldur kviknaði í gærmorgun. Alls voru 72 námamenn í námunni þegar eldurinn braust út og leituðu þeir skjóls í sérstökum öryggisherbergjum. Þar dvöldu þeir á meðan eldurinn var slökktur. Að sögn námufélagsins eru allir námamennirnir við góða heilsu. Erlent 31.1.2006 08:12