Fréttir Varað við hamförum við Merapi Eldfjallið Merapi í Indónesíu spúði eldi og ösku í morgun á meðan þúsundir íbúa aðliggjandi svæða flúðu heimili sín. Í morgun gáfu stjórnvöld út viðvörun um yfirvofandi hamfarir og skipuðu þúsundum manna sem búa á svæðinu að hafa sig á brott. Erlent 13.5.2006 10:01 Húsleit á heimili fyrrum yfirmanns CIA Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði í dag húsleit á heimili Kyle "Dusty" Foggo fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA Erlent 12.5.2006 22:34 Miðbær í myndum Ljósmyndssýningin Miðbær í myndum verður opnuð á Listahátíð á morgun. Á sýningunni eru 70 myndir sem sýna miðborg Reykjavíkur eins og hún leit út fyrir um hundrað árum síðan. Innlent 12.5.2006 21:04 Þjónusta við börn og aldraða í hávegi höfð Þjónustu við aldraða hefur hrakað mikið á síðustu sextán árunum segir oddviti Vinstri-grænna í Kópavogi. Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína í dag og er þjónusta við aldraða og börn í hávegi höfð í stefnuskránni. Innlent 12.5.2006 20:06 Engar athugasemdir vegna yfirtökutilboðs Yfirtökunefnd gerir ekki athugasemdir við yfirtökutilboð Skoðunar ehf, sem er félag í 100 prósent eigu Dagsbrúnar, í Kögun hf. Skoðun ehf. keypti 51 prósent hlutafjár í Kögun hf. 22. mars síðastliðinn og í kjölfarið gerði félagið öllum hluthöfum í Kögun hf. yfirtökutilboð í hluti þeirra í félaginu. Gildistími þess er frá 18. apríl til 16 maí en tilboðið hljóðar upp á 75 krónur á hlut. Viðskipti innlent 12.5.2006 16:46 Slökkvistarfi lokið við Hvaleyrarvatn Ræktarland Lækjarskóla við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er illa farið eftir sinubruna sem kom upp á ræktunarsvæði Skógræktar Hafnarfjarðar fyrr í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um brunann klukkan eitt í dag og barðist við eldinn í um klukkustund en hann hafði læst sig í tré á svæðinu. Innlent 12.5.2006 15:01 Mikill sinubruni við Hvaleyrarvatn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst þessa stundina við mikinn sinueld við Hvaleyrarvatn. Allt titækt lið er á staðnum og logar mikið. Samkvæmt heimildum NFS er trjágróður í hættu. Ekki er vitað um tildrög þess að eldurinn kviknaði. Við segjum nánar frá þessu eftir því sem upplýsingar berast. Innlent 12.5.2006 13:47 Í mótmælahug eftir lestur Draumalandsins Tveir ungir starfsmenn Landspítalans urðu svo heillaðir við lestur bókarinnar Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason að þeir ákváðu að standa fyrir mótmælum á Austurvelli. Þeir hafa sent skilaboð á fjölda fólks og vilja að fólk sýni innihaldi bókarinnar viðbrögð í verki. Innlent 12.5.2006 13:45 Góður gangur í viðræðum SFR og svæðisskrifstofa Góður gangur er í viðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Jafnvel er búist við að samningar náist um helgina og þannig verði hægt að afstýra setuverkföllum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða. Innlent 12.5.2006 12:20 Boeing 757 á Reykjavíkurflugvelli í morgun Heldur óalgeng sjón var á Reykjavíkurflugvelli í morgun en þar var á ferðinni þota af gerðinni Boeing 757. Vélinni var ætlað að flytja gesti Landsvirkjunar austur á land þar sem þeir verða viðstaddir þegar hornsteinn verður lagður að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar Innlent 12.5.2006 12:12 ÖBÍ segir úrskurð stórsigur þrátt fyrir frávísun aðalkröfu Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. Innlent 12.5.2006 12:07 Clinton í Kaupmannahöfn Fjöldi fólks beið í gær í marga klukkutíma fyrir framan Hotel d´angleterre við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn í von um að berja augum Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Erlent 12.5.2006 07:59 Allir með fleiri en eitt hlutverk Pönk, dans, list og leikur mætast með nýstárlegum hætti í sýningunni Við erum Öll Marlene Dietrich FOR. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur erlendis en í tilefni listahátíðar verða sýndar þrjár sýningar hér á landi. Innlent 11.5.2006 23:21 Hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland Einn af forystumönnum al-Qaida samtakanna hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland í nýju myndbandi sem birt var á Netinu í gær. Líbýumaðurinn Mohammed Hassan, sem slapp úr einu af fangelsum Bandaríkjanna í Afganistan í fyrra, hvetur til hefnda fyrir Múhameðsteikningarnar sem birtar voru á síðasta ári. Erlent 12.5.2006 07:58 Talsverður erill hjá lögreglu vegna ölvunar Talsverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar fólks vítt og breytt um borgina. Hins vegar var rólegt á ölstofunum í miðborginni. Lögregla varð að taka nokkra ólátaseggi úr umferð og gista þeir nú fangageymslur. Innlent 12.5.2006 07:54 Listahátíð sett í dag Listahátíð Reykjavíkur verður sett í dag við stóra athöfn í Borgarleikhúsinu. Á setningarhátíðinni kemur fram margt stærstu listamanna sem þátt taka í listahátíð þessu sinni. Hátíðin stendur til annars júní. Innlent 12.5.2006 07:50 Prestur dæmdur fyrir að myrða nunnu Bandarískur prestur var í gær dæmdur í 15 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nunnu árið 1980. Gerald Robinson hafði lengi unnið með Margaret Ann Pahl en hún var stungin til bana alls 31 sinni. Erlent 12.5.2006 07:46 Grunur um fuglaflensu í hænum í Svíþjóð Grunur leikur á að hænur í Svíþjóð séu smitaðar af fuglaflensu. Búið er að einangra bú nærri Orsa í Svíþjóð og hafa fuglar sem sýnt hafa flensueinkenni verið aflífaðir. Sýni hafa verið send til greiningar hjá embætti yfirdýralæknis. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur leikur á að alifuglar hafi sýkst af fuglaflensu í Svíþjóð. Innlent 12.5.2006 07:44 Bandaríkjamenn hafna beinum samskiptum við Írana Bandaríkjastjórn hafnar öllum beinum samskiptum við yfirvöld í Íran og segir Írana hafa ýmsa möguleika til að komast í samband við yfirvöld vilji þau nýta sér þá. Erlent 12.5.2006 07:41 Upprættu mikla kókaínframleiðslu Fíkniefnalögreglan í Kólumbíu réðst í gær til atlögu á kókaínframleiðslufyrirtæki þar sem hvorki meira né minna en þrjú tonn af kókaíni eru framleidd í hverjum mánuði. Erlent 12.5.2006 07:38 Segir norræn fyrirtæki þjónusta sjóræningjatogara Færeyskur skipstjóri á frystitogara, sem er að karfaveiðum á Reykjaneshrygg, segir í viðtali við færeyska blaðið Sosialurinn, að íslensk, norsk og færeysk fyrirtæki þjónusti svonefnda sjóræningjatogara á svæðinu, sem stundi þar veiðar án veiðiheimilda og rýri þannig afkomu þeirra sem fari að fjölþjóðlegum samþykktum um veiðarnar. Innlent 12.5.2006 07:34 Tvö og hálft ár fyrir fíkniefnabrot og frelsissviptingu Axel Karl Gíslason var í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot og að nema sautján ára pilt af vinnustað sínum. Þann pilt neyddi Axel Karl til að taka pening út úr hraðbanka og láta sig hafa. Innlent 12.5.2006 07:32 Baugur hafi selt hlut sinn í Marks og Spencer Baugur hefur selt hlut sinn í bresku verslanakeðjunni Marks og Spencer fyrir 33 milljarða króna, að sögn vefútgáfu The Daily Telegraph. Innlent 12.5.2006 07:55 Hugmyndir um kaup Fly Me á Sterling Hugmyndir eru uppi um að sænska lággjaldaflugfélagið Fly Me kaupi Sterling flugfélagið sem er í eigu FL Group og jafnvel norska flugfélagið Norwegian. Ager Hansen, sem er næststærsti hluthafi í Fly Me, segir í viðtali við Finansavisen að Finnair komi líka til greina, en það á lágjaldaflugfélagið Fly Nordic. Erlent 12.5.2006 07:30 Bush neitar að tjá sig um hleranir Bandaríkjaforseti neitar að tjá sig um staðhæfingar bandarískra fjölmiðla þess efnis að Bandaríkjastjórn hafi safnað upplýsingum um símtöl tuga milljóna Bandaríkjamanna frá árinu 2001. Dagblaðið USA Today staðhæfir að þrjú stærstu símafyrirtæki landsins hafi afhent yfirvöldum upplýsingar um símtöl fólksins. Erlent 12.5.2006 07:28 Boðað til neyðarfundar með Tamíltígrum vegna árásar Yfirstjórn friðargæslunnar á Sri Lanka hefur boðað til neyðarfundar með uppreisnarmönnum Tamíltígra. Friðargæslan sakar tígrana um gróf brot á vopnahléssamkomulaginu frá 2002, nú síðast í gær, með sjálfsmorðsárás á herskip í sem leiddi til dauða 57 manns, að sögn yfirvalda. Erlent 12.5.2006 07:24 Sjónvarpsstöð fyrir ungabörn Sjónvarpsstöð fyrir ungabörn hóf útsendingar í Bandaríkjunum í dag. Þetta er fyrsta stöð sinnar tegundar en markhópurinn er börn yngri en tveggja ára. Erlent 11.5.2006 22:43 Hundrað lóðum úthlutað Um eitt hundrað lóðum fyrir atvinnuhúsnæði var úthlutað í Hafnarfirðinum í dag. Hafnarfjörður stækkar nú óðum. Lóðirnar eru á nýjum svæðum, Hellnahrauni, Selhrauni og á miðsvæði Valla. Innlent 11.5.2006 23:19 Valdamenn spila fótbolta Það voru valdamiklir menn sem spörkuðu á milli sín knetti til styrktar góðu málefni í Vín í Austurríki í dag. Þá var efnt til góðgerðarleiks í knattspyrnu þar sem sjö evrópskir forsætisráðherrar og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, létu ljós sitt skína. Erlent 11.5.2006 22:40 Börn mótmæltu við höfuðstöðvar SÞ á Gaza Tugir palestínskra barna reistu tjald fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Gaza-svæðinu í dag til þess að mótmæla því sem þau kalla efnahagslegt umsátur um palestínskt land. Erlent 11.5.2006 22:37 « ‹ ›
Varað við hamförum við Merapi Eldfjallið Merapi í Indónesíu spúði eldi og ösku í morgun á meðan þúsundir íbúa aðliggjandi svæða flúðu heimili sín. Í morgun gáfu stjórnvöld út viðvörun um yfirvofandi hamfarir og skipuðu þúsundum manna sem búa á svæðinu að hafa sig á brott. Erlent 13.5.2006 10:01
Húsleit á heimili fyrrum yfirmanns CIA Bandaríska alríkislögreglan FBI gerði í dag húsleit á heimili Kyle "Dusty" Foggo fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA Erlent 12.5.2006 22:34
Miðbær í myndum Ljósmyndssýningin Miðbær í myndum verður opnuð á Listahátíð á morgun. Á sýningunni eru 70 myndir sem sýna miðborg Reykjavíkur eins og hún leit út fyrir um hundrað árum síðan. Innlent 12.5.2006 21:04
Þjónusta við börn og aldraða í hávegi höfð Þjónustu við aldraða hefur hrakað mikið á síðustu sextán árunum segir oddviti Vinstri-grænna í Kópavogi. Flokkurinn kynnti stefnuskrá sína í dag og er þjónusta við aldraða og börn í hávegi höfð í stefnuskránni. Innlent 12.5.2006 20:06
Engar athugasemdir vegna yfirtökutilboðs Yfirtökunefnd gerir ekki athugasemdir við yfirtökutilboð Skoðunar ehf, sem er félag í 100 prósent eigu Dagsbrúnar, í Kögun hf. Skoðun ehf. keypti 51 prósent hlutafjár í Kögun hf. 22. mars síðastliðinn og í kjölfarið gerði félagið öllum hluthöfum í Kögun hf. yfirtökutilboð í hluti þeirra í félaginu. Gildistími þess er frá 18. apríl til 16 maí en tilboðið hljóðar upp á 75 krónur á hlut. Viðskipti innlent 12.5.2006 16:46
Slökkvistarfi lokið við Hvaleyrarvatn Ræktarland Lækjarskóla við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði er illa farið eftir sinubruna sem kom upp á ræktunarsvæði Skógræktar Hafnarfjarðar fyrr í dag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fékk tilkynningu um brunann klukkan eitt í dag og barðist við eldinn í um klukkustund en hann hafði læst sig í tré á svæðinu. Innlent 12.5.2006 15:01
Mikill sinubruni við Hvaleyrarvatn Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst þessa stundina við mikinn sinueld við Hvaleyrarvatn. Allt titækt lið er á staðnum og logar mikið. Samkvæmt heimildum NFS er trjágróður í hættu. Ekki er vitað um tildrög þess að eldurinn kviknaði. Við segjum nánar frá þessu eftir því sem upplýsingar berast. Innlent 12.5.2006 13:47
Í mótmælahug eftir lestur Draumalandsins Tveir ungir starfsmenn Landspítalans urðu svo heillaðir við lestur bókarinnar Draumalandsins eftir Andra Snæ Magnason að þeir ákváðu að standa fyrir mótmælum á Austurvelli. Þeir hafa sent skilaboð á fjölda fólks og vilja að fólk sýni innihaldi bókarinnar viðbrögð í verki. Innlent 12.5.2006 13:45
Góður gangur í viðræðum SFR og svæðisskrifstofa Góður gangur er í viðræðum SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og forsvarsmanna svæðiskrifstofa um málefni fatlaðra. Jafnvel er búist við að samningar náist um helgina og þannig verði hægt að afstýra setuverkföllum á sambýlum og öðrum starfsstöðvum fyrir fatlaða. Innlent 12.5.2006 12:20
Boeing 757 á Reykjavíkurflugvelli í morgun Heldur óalgeng sjón var á Reykjavíkurflugvelli í morgun en þar var á ferðinni þota af gerðinni Boeing 757. Vélinni var ætlað að flytja gesti Landsvirkjunar austur á land þar sem þeir verða viðstaddir þegar hornsteinn verður lagður að stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkjunar Innlent 12.5.2006 12:12
ÖBÍ segir úrskurð stórsigur þrátt fyrir frávísun aðalkröfu Öryrkjabandalagið segir að úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur vegna samkomulags við öryrkja fyrir þremur árum sé stórsigur fyrir bandalagið. Dómurinn vísar frá aðalkröfu öryrkja en samþykkir varakröfuna, um að dómurinn muni úrskurða um greiðsluskyldu stjórnvalda vegna samkomulagsins. Innlent 12.5.2006 12:07
Clinton í Kaupmannahöfn Fjöldi fólks beið í gær í marga klukkutíma fyrir framan Hotel d´angleterre við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn í von um að berja augum Bill Clinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Erlent 12.5.2006 07:59
Allir með fleiri en eitt hlutverk Pönk, dans, list og leikur mætast með nýstárlegum hætti í sýningunni Við erum Öll Marlene Dietrich FOR. Sýningin hefur fengið góðar viðtökur erlendis en í tilefni listahátíðar verða sýndar þrjár sýningar hér á landi. Innlent 11.5.2006 23:21
Hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland Einn af forystumönnum al-Qaida samtakanna hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland í nýju myndbandi sem birt var á Netinu í gær. Líbýumaðurinn Mohammed Hassan, sem slapp úr einu af fangelsum Bandaríkjanna í Afganistan í fyrra, hvetur til hefnda fyrir Múhameðsteikningarnar sem birtar voru á síðasta ári. Erlent 12.5.2006 07:58
Talsverður erill hjá lögreglu vegna ölvunar Talsverður erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í gærkvöldi og í nótt vegna ölvunar fólks vítt og breytt um borgina. Hins vegar var rólegt á ölstofunum í miðborginni. Lögregla varð að taka nokkra ólátaseggi úr umferð og gista þeir nú fangageymslur. Innlent 12.5.2006 07:54
Listahátíð sett í dag Listahátíð Reykjavíkur verður sett í dag við stóra athöfn í Borgarleikhúsinu. Á setningarhátíðinni kemur fram margt stærstu listamanna sem þátt taka í listahátíð þessu sinni. Hátíðin stendur til annars júní. Innlent 12.5.2006 07:50
Prestur dæmdur fyrir að myrða nunnu Bandarískur prestur var í gær dæmdur í 15 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nunnu árið 1980. Gerald Robinson hafði lengi unnið með Margaret Ann Pahl en hún var stungin til bana alls 31 sinni. Erlent 12.5.2006 07:46
Grunur um fuglaflensu í hænum í Svíþjóð Grunur leikur á að hænur í Svíþjóð séu smitaðar af fuglaflensu. Búið er að einangra bú nærri Orsa í Svíþjóð og hafa fuglar sem sýnt hafa flensueinkenni verið aflífaðir. Sýni hafa verið send til greiningar hjá embætti yfirdýralæknis. Þetta er í fyrsta sinn sem grunur leikur á að alifuglar hafi sýkst af fuglaflensu í Svíþjóð. Innlent 12.5.2006 07:44
Bandaríkjamenn hafna beinum samskiptum við Írana Bandaríkjastjórn hafnar öllum beinum samskiptum við yfirvöld í Íran og segir Írana hafa ýmsa möguleika til að komast í samband við yfirvöld vilji þau nýta sér þá. Erlent 12.5.2006 07:41
Upprættu mikla kókaínframleiðslu Fíkniefnalögreglan í Kólumbíu réðst í gær til atlögu á kókaínframleiðslufyrirtæki þar sem hvorki meira né minna en þrjú tonn af kókaíni eru framleidd í hverjum mánuði. Erlent 12.5.2006 07:38
Segir norræn fyrirtæki þjónusta sjóræningjatogara Færeyskur skipstjóri á frystitogara, sem er að karfaveiðum á Reykjaneshrygg, segir í viðtali við færeyska blaðið Sosialurinn, að íslensk, norsk og færeysk fyrirtæki þjónusti svonefnda sjóræningjatogara á svæðinu, sem stundi þar veiðar án veiðiheimilda og rýri þannig afkomu þeirra sem fari að fjölþjóðlegum samþykktum um veiðarnar. Innlent 12.5.2006 07:34
Tvö og hálft ár fyrir fíkniefnabrot og frelsissviptingu Axel Karl Gíslason var í gær dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnabrot og að nema sautján ára pilt af vinnustað sínum. Þann pilt neyddi Axel Karl til að taka pening út úr hraðbanka og láta sig hafa. Innlent 12.5.2006 07:32
Baugur hafi selt hlut sinn í Marks og Spencer Baugur hefur selt hlut sinn í bresku verslanakeðjunni Marks og Spencer fyrir 33 milljarða króna, að sögn vefútgáfu The Daily Telegraph. Innlent 12.5.2006 07:55
Hugmyndir um kaup Fly Me á Sterling Hugmyndir eru uppi um að sænska lággjaldaflugfélagið Fly Me kaupi Sterling flugfélagið sem er í eigu FL Group og jafnvel norska flugfélagið Norwegian. Ager Hansen, sem er næststærsti hluthafi í Fly Me, segir í viðtali við Finansavisen að Finnair komi líka til greina, en það á lágjaldaflugfélagið Fly Nordic. Erlent 12.5.2006 07:30
Bush neitar að tjá sig um hleranir Bandaríkjaforseti neitar að tjá sig um staðhæfingar bandarískra fjölmiðla þess efnis að Bandaríkjastjórn hafi safnað upplýsingum um símtöl tuga milljóna Bandaríkjamanna frá árinu 2001. Dagblaðið USA Today staðhæfir að þrjú stærstu símafyrirtæki landsins hafi afhent yfirvöldum upplýsingar um símtöl fólksins. Erlent 12.5.2006 07:28
Boðað til neyðarfundar með Tamíltígrum vegna árásar Yfirstjórn friðargæslunnar á Sri Lanka hefur boðað til neyðarfundar með uppreisnarmönnum Tamíltígra. Friðargæslan sakar tígrana um gróf brot á vopnahléssamkomulaginu frá 2002, nú síðast í gær, með sjálfsmorðsárás á herskip í sem leiddi til dauða 57 manns, að sögn yfirvalda. Erlent 12.5.2006 07:24
Sjónvarpsstöð fyrir ungabörn Sjónvarpsstöð fyrir ungabörn hóf útsendingar í Bandaríkjunum í dag. Þetta er fyrsta stöð sinnar tegundar en markhópurinn er börn yngri en tveggja ára. Erlent 11.5.2006 22:43
Hundrað lóðum úthlutað Um eitt hundrað lóðum fyrir atvinnuhúsnæði var úthlutað í Hafnarfirðinum í dag. Hafnarfjörður stækkar nú óðum. Lóðirnar eru á nýjum svæðum, Hellnahrauni, Selhrauni og á miðsvæði Valla. Innlent 11.5.2006 23:19
Valdamenn spila fótbolta Það voru valdamiklir menn sem spörkuðu á milli sín knetti til styrktar góðu málefni í Vín í Austurríki í dag. Þá var efnt til góðgerðarleiks í knattspyrnu þar sem sjö evrópskir forsætisráðherrar og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, létu ljós sitt skína. Erlent 11.5.2006 22:40
Börn mótmæltu við höfuðstöðvar SÞ á Gaza Tugir palestínskra barna reistu tjald fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Gaza-svæðinu í dag til þess að mótmæla því sem þau kalla efnahagslegt umsátur um palestínskt land. Erlent 11.5.2006 22:37