Innlent

Hundrað lóðum úthlutað

Hafnarfjörður
Hafnarfjörður MYND/Vísir

Um eitt hundrað lóðum fyrir atvinnuhúsnæði var úthlutað í Hafnarfirðinum í dag. Hafnarfjörður stækkar nú óðum. Lóðirnar eru á nýjum svæðum, Hellnahrauni, Selhrauni og á miðsvæði Valla. Svæðið þar sem lóðunum var úthlutað í dag er sem nemur tæpum fjörtíu fótboltavöllum.

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir ásókn í lóðir á suðursvæðum Hafnarfjarðar mjög mikla. Ýmis fyrirtæki hafi fengið lóðum úthlutað í dag. Mikið sé af verslunar- og þjónustufyrirtækjum en einnig er þarna að finna nokkuð af bæði stórum og smáum iðnaðarfyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×