Fréttir

Fréttamynd

Páfi sagður á batavegi

Jóhannes Páll II páfi getur andað án aðstoðar og engin merki hafa fundist um sýkingu í lungum, sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður páfa, degi eftir að páfinn gekkst undir barkaskurðaðgerð.

Erlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboði Baugs hafnað

Stjórn bresku verslanakeðjunnar Somerfield hafnaði í gær óformlegu yfirtökutilboði Baugs. Í yfirlýsingu frá Somerfield segir að tilboðið hafi ekki verið í þágu hluthafa og því hafi verið ákveðið að hafna því.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsingabann hugsanlega ólögmætt

EFTA-dómstóllinn úrskurðaði í gær að algjört bann við áfengisauglýsingum kynni að vera ólögmætt. Dómurinn segir að til að réttlæta bannið þurfi að sýna fram á að ekki sé hægt að ná markmiðum þess með aðgerðum sem hafa minni áhrif á markaðsfrelsi.

Erlent
Fréttamynd

Samningstilboðið skref aftur á bak

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar telja að tilboð samninganefndar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis feli í sér stórt skref aftur á bak fyrir stéttina og skjólstæðinga þeirra. Þeir telja að í tilboðinu felist ávísun á þá löngu biðlista og skertu þjónustu sem þegar einkenni heilbrigðiskerfið.

Innlent
Fréttamynd

Tíu leikurum sagt upp

Tíu fastráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið hefur verið sagt upp störfum. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir þetta stefnuyfirlýsingu um breytt ráðningarkjör leikara við Þjóðleikhúsið.

Innlent
Fréttamynd

Ólöglegar uppsagnir Varnarliðsins

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að Varnarliðið standi ólöglega að uppsögnum slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli með full réttindi. Félagið ætlar að leita réttar síns að sögn Vernharðs Guðnasonar, formanns félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Nýju framsóknarfélögin fá aðild

Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að veita tveimur nýstofnuðum framsóknarfélögum úr Kópavogi aðild að flokknum. Bæði Halldór Ásgrímsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður voru fylgjandi inntöku nýju félaganna en tillaga hafði komið upp um að fresta málinu fram yfir landsþing flokksins sem hefst í dag.

Innlent
Fréttamynd

Aukin áhætta tekin í flugi

Breskri júmbóþotu var flogið á þremur hreyflum átta þúsund kílómetra leið frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Bretlands eftir að fjórði hreyfillinn bilaði í flugtaki. Flugvélin átti að lenda í London en þegar til Bretlands var komið var eldsneytið á þrotum og því lenti vélin í Manchester.

Erlent
Fréttamynd

Gengið fram af hörku

Verkalýðshreyfingin vill að gengið verði fram af fullri hörku gagnvart fyrirtækjum sem stunda svarta atvinnustarfsemi, hafa erlenda starfsmenn án leyfa og brjóta lög og kjarasamninga á þessum starfsmönnum.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hörð gagnrýni frá kennurum

Vegna mistaka í launavinnslu Reykjavíkurborgar í desember hyggst launadeild borgarinnar draga ofgreidd laun af kennurum um næstu mánaðarmót. Hefur þetta komið flatt upp á þá kennara sem um ræðir enda getur upphæðin numið allt að 70 prósentum af mánaðarlaunum viðkomandi.

Innlent
Fréttamynd

80% launa dregin af kennurum

Launadeild Reykjavíkurborgar ætlar að draga allt að 80 prósent af launum þeirra starfsmanna Grunnskóla Reykjavíkur sem ekki var dregið nægilega af vegna verkfallsins í fyrra. Kennarar segja eðlilegt að þeir endurgreiði það sem þeir fengu ofgreitt, en telja að hægt hefði verið að leysa þetta mál með öðrum og mannlegri hætti.

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan fundin

Stúlkan sem lýst hefur verið eftir að undanförnu, hin fjórtán ára gamla Jóna Thuy Phuong Jakobsdóttir, er fundin og komin til síns heima að sögn lögreglu en hennar hefur verið leitað um nokkurra daga skeið.

Innlent
Fréttamynd

Lífið heldur áfram

Tveir mánuðir eru síðan flóðbylgjan mikla skall á ströndum Indlandshafs og eyddi því sem fyrir varð. Nærri tvö hundruð þúsund manns týndu lífi í hamförunum og ennþá fleiri misstu allt sitt. Í kjölfarið hófst umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar og hún stendur enn.

Erlent
Fréttamynd

Öryrkjar heyri undir félagsmál

Verið er að kanna hvort flytja skuli lífeyristryggingar og örorkutryggingar frá heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytis. Félagsmálaráðherra segir að allar félagslegar bætur væru þá á einum stað. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Páfi talar ekki næsta mánuðinn

Líðan Jóhannesar Páls páfa II er eftir atvikum góð að sögn lækna á Gemelli-sjúkrahúsinu í Rómarborg. Það er þó ljóst að hann muni ekki geta talað í að minnsta kosti mánuð eftir aðgerðina.

Erlent
Fréttamynd

Sþ leita morðingja Hariris

Hver drap Rafik Hariri? Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna á að komast að því en ekki er með öllu ljóst hvort að alls staðar sé áhugi fyrir því að svara spurningunni.

Erlent
Fréttamynd

Klára skuldir vegna Tímans

Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins <em>Tímans </em>sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stýrir stærsta fiskiskipi í heimi

Helgi Ágústsson, fyrrverandi skipstjóri á Stíganda VE, hefur verið ráðinn stýrimaður á írska ofurtogarann Atlantic Dawn sem er stærsta fiskiskip í heimi. Til samanburðar við íslenska ofurtogarann Baldvin Þorsteinsson, sem er 85 metra langur, er Atlantic Dawn 144 metrar að lengd.

Innlent
Fréttamynd

Myndröð af flóðbylgjunni

Tekist hefur að framkalla myndir sem teknar voru rétt áður en flóðbylgjan í Asíu skall á ströndum Taílands á annan í jólum. Myndirnar eru úr myndavél kanadískra hjóna sem voru á ströndinni í Khao Lak þegar hamfarirnar dundu yfir. Þau létust í flóðunum og myndavélin eyðilagðist en hins vegar tókst að framkalla myndir úr vélinni.

Erlent
Fréttamynd

BÍ styður íþróttafréttamenn

Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir fullum stuðningi við baráttu Samtaka íþróttafréttamanna vegna útsendinga á íþróttaviðburðum á erlendum tungumálum. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé sjálfsögð krafa að útsendingum erlendra atburða fylgi íslenskt tal þar sem því verður viðkomið.

Innlent
Fréttamynd

Vill fækka ráðuneytum

Framsóknarmenn ræða stórfellda fækkun ráðuneyta. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á flokksþingi þeirra í dag hugmynd um að fækka þeim úr þrettán niður í sex til átta.

Innlent
Fréttamynd

71% andvígt sölu grunnnetsins

Mikill meirihluti landsmanna er andvígur því að selja grunnnet Símans með honum þegar þar að kemur, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Og Vodafone.

Innlent
Fréttamynd

Afsögn fjármálaráðherra Frakklands

Fjármálaráðherra Frakklands, Herve Gaymard, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst að hann hafi búið í stærðarinnar lúxushúsi í miðborg Parísar á kostnað ríkisins. Ráðherrann fráfarandi viðurkennir að hafa gert rangt í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun en franskir fjölmiðlar fá um leið sneið frá honum.

Erlent
Fréttamynd

Þungatakmarkanir víða

Þungatakmarkanir eru víða í gildi á vegum landsins en leysingar hafa verið algengar allan febrúarmánuð og sérstaklega í góðviðri síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Nítján sagt upp hjá varnarliðinu

Nítján starfsmönnum flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa verið sendar uppsagnir sem taka gildi 1. mars næstkomandi. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir ákveðinn grun vera um að þarna sé óeðlilega staðið að vali á einstaklingum við uppsagnir.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar vegna vetrarhörku

Olíuverð stefnir í 52 dollara fatið á heimsmarkaði en hæst fór verðið í 55 dollara á síðasta ári. Vetrarharka í Bandaríkjunum er meginástæða þess að verðið hækkar auk þess sem leiðtogar OPEC-olíuframleiðsluríkjanna virðast sáttir við verðið og vilja ekki slá á það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kona myrti níu ára son sinn

Bresk kona var fundin sek um að myrða níu ára son sinn. Þetta gerði hún með því að blanda salti í vökva sem honum var gefinn í æð á sjúkrahúsi. Lækna var farið að gruna að konan ætti einhvern þátt í veikindum sonar síns en gátu ekkert gert til að rannsaka grun sinn þar sem hún var alltaf við hlið hans.

Erlent
Fréttamynd

Fasteignaverð hækkar um 20%

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu mun hækka um 20% á þessu ári samkvæmt spá greiningardeildar KB banka. Í spánni kemur jafnframt fram að lóðaverð hefur hækkað um 80% frá árinu 1994 og má rekja 55% af hækkun fasteignaverðs síðastliðin ellefu ár til þess. 45% má rekja til hækkunar byggingarkostnaðar.

Innlent
Fréttamynd

Frumsýningargestir í grjótið?

Frumsýningargestir á leikritið<em> Grjótharðir</em>, sem fjallar um lífið í fangelsi og frumsýnt var í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi, stefna nú sjálfir lóðrétt í grjótið ef þeir greiða ekki stöðusektir sem hengdar voru á fjölda bíla við Lindargötuna og Ingólfsstræti eftir að sýningin hófst.

Innlent
Fréttamynd

Formannskjör ekki útilokað

Flokksþing framsóknarmanna hefst í dag. Ekki er útilokað að Kristinn H. Gunnarsson bjóði sig fram á móti sitjandi formanni eða varaformanni. Búist er við átökum á þinginu, þar á meðal um stefnuna í Evrópumálum </font /></b />

Innlent