Fréttir

Fréttamynd

Mælt með samgöngumiðstöð

Mælt er með að ráðist verði í byggingu samgöngumiðstöðvar í Vatnsmýrinni í sameiginlegri niðurstöðu vinnuhóps samgönguráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Niðurstaðan verður kynnt á ríkisstjórnarfundi eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Keyrði á hús og ljósastaur

<font face="Helv"></font> Bílstjóri og þrír farþegar sluppu ómeiddir eftir að bílstjórinn keyrði á hús og ljósastaur á Ísafirði á þriðja tímanum í gærdag. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var bílnum ekið í vestur eftir Fjarðarstræti þegar bílstjórinn, sem er á átjánda aldursári, missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann keyrði fyrst á íbúðarhús og lenti svo á ljósastaur.

Innlent
Fréttamynd

Tala látinna komin yfir 600

Tala látinna í jarðskjálftanum í Íran fyrr í vikunni er komin yfir sex hundruð en auk þess eru um þúsund manns slasaðir. Skjálftinn mældist 6,4 á Richter og voru upptök hans skammt frá Zarand-borg í Kerman-héraði, ekki langt frá borginni Bam sem jarðskjálfti lagði nánast í rúst fyrir aðeins rúmu ári.

Erlent
Fréttamynd

Tímamót í farþegaflugi

Kaup Flugleiða á tveimur nýjum Boeing 787 Dreamliner-þotum marka tímamót í farþegaflugi hér á landi og gera flugfélaginu kleift að fljúga beint til nánast allrar heimsbyggðarinnar. Heildarverðmæti vélanna tveggja nemur um fimmtán milljörðum króna

Innlent
Fréttamynd

Endurunnið fyrir 720 milljónir

Íslendingar eru flestum þjóðum duglegri að skila drykkjarumbúðum í endurvinnslu. 80 milljón einingar bárust Endurvinnslunni á síðasta ári. Fyrir stykkið fást níu krónur. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ók á hús og ljósastaur

Ökumaður fólksbíls missti stjórn á honum þegar hann ók eftir Fjarðarstræti á Ísafirði eftir hádegið, með þeim afleiðingum að hann ók fyrst á íbúðarhús og síðan á ljósastaur þar sem hann nam staðar. Svo vel vildi til að enginn gangandi vegfarandi var þarna á ferð í sömu andrá.

Innlent
Fréttamynd

Níu afganskir hermenn drepnir

Uppreisnarmenn í Afganistan drápu níu afganska hermenn seint í gærkvöldi. Uppreisnarmennirnir sátu fyrir bíl hermannanna nærri landamærum Pakistans og skutu alla sem í honum voru til bana. Þetta er mesta mannfall í stakri árás í Afganistan undanfarna mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Páfi sagður á batavegi

Jóhannes Páll II páfi getur andað án aðstoðar og engin merki hafa fundist um sýkingu í lungum, sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður páfa, degi eftir að páfinn gekkst undir barkaskurðaðgerð.

Erlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboði Baugs hafnað

Stjórn bresku verslanakeðjunnar Somerfield hafnaði í gær óformlegu yfirtökutilboði Baugs. Í yfirlýsingu frá Somerfield segir að tilboðið hafi ekki verið í þágu hluthafa og því hafi verið ákveðið að hafna því.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsingabann hugsanlega ólögmætt

EFTA-dómstóllinn úrskurðaði í gær að algjört bann við áfengisauglýsingum kynni að vera ólögmætt. Dómurinn segir að til að réttlæta bannið þurfi að sýna fram á að ekki sé hægt að ná markmiðum þess með aðgerðum sem hafa minni áhrif á markaðsfrelsi.

Erlent
Fréttamynd

Samningstilboðið skref aftur á bak

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar telja að tilboð samninganefndar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis feli í sér stórt skref aftur á bak fyrir stéttina og skjólstæðinga þeirra. Þeir telja að í tilboðinu felist ávísun á þá löngu biðlista og skertu þjónustu sem þegar einkenni heilbrigðiskerfið.

Innlent
Fréttamynd

Tíu leikurum sagt upp

Tíu fastráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið hefur verið sagt upp störfum. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir þetta stefnuyfirlýsingu um breytt ráðningarkjör leikara við Þjóðleikhúsið.

Innlent
Fréttamynd

Ólöglegar uppsagnir Varnarliðsins

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að Varnarliðið standi ólöglega að uppsögnum slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli með full réttindi. Félagið ætlar að leita réttar síns að sögn Vernharðs Guðnasonar, formanns félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Nýju framsóknarfélögin fá aðild

Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að veita tveimur nýstofnuðum framsóknarfélögum úr Kópavogi aðild að flokknum. Bæði Halldór Ásgrímsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður voru fylgjandi inntöku nýju félaganna en tillaga hafði komið upp um að fresta málinu fram yfir landsþing flokksins sem hefst í dag.

Innlent
Fréttamynd

3,6 milljarða sveifla vöruskipta

3,6 milljarða munur er á hagnaði á vöruskiptum við útlönd í janúar í ár og í sama mánuði í fyrra. Í sl. mánuði voru fluttar út vörur fyrir 14 milljarða króna og inn fyrir 17,3 milljarða króna. Vöruskiptin í janúar voru því óhagstæð um 3,3 milljarða en í janúar 2004 voru þau hagstæð um 0,3 milljarða á föstu gengi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair pantar nýjar vélar

Icelandair hefur pantað tvær nýjar Boeing-787 Dreamliner þotur sem verða teknar í notkun á leiðum félagsins eftir fimm ár. Enn er verið vinna að lokahönnun þessarar flugvélagerðar sem spáð er miklum vinsældum, enda verður hærra til lofts og víðar til veggja en í nútímaþotum og þægindi því öllu meiri en farþegar hafa átt að venjast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framtíð kaþólsku kirkjunnar í húfi

Sögusagnir og getgátur tröllríða umræðunni um líðan Jóhannesar Páls páfa sem fluttur var á sjúkrahús í gær, rétt um hálfum mánuði eftir að hann kom þaðan. Framtíð kaþólsku kirkjunnar er sögð í húfi. 

Erlent
Fréttamynd

Nýstárleg nálgun við byggðamál

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, nálgaðist hin viðkvæmu byggðamál með nýstárlegum hætti í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegi þegar hann sagði að alls staðar á landinu væru áherslur svipaðar: stytting leiða og betri samgöngur við höfuðborgina.

Innlent
Fréttamynd

Hrina fíkniefnamála á Akureyri

Tveir menn voru handteknir á Akureyri í gærkvöldi eftir að kannabisefni og tól til neyslu þeirra fundust í fórum þeirra. Mikil hrina hefur verið af fíkniefnamálum á Akureyri upp á síðkastið.

Innlent
Fréttamynd

Al-Jaafari fær stuðning al-Sistani

Sjía-klerkurinn Ali al-Sistani, einn áhrifamesti maður Íraks, hefur lýst yfir stuðningi við Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins. Þessu lýsti al-Jaafari yfir eftir fund sinn með al-Sistani í gær.

Erlent
Fréttamynd

Andar án öndunarvélar

Ítalska fréttastofan ANSA segir að Jóhannes Páll páfi II andi nú án aðstoðar öndunarvélar en hann var tengdur við slíka vél eftir neyðaraðgerðina í gærkvöldi. Skera varð á barka páfa til að koma slöngu að og auðvelda honum þannig andadrátt.

Erlent
Fréttamynd

Eimskip og Faroe Ship sameinast

Eimskip og Faroe Ship í Danmörku hafa ákveðið að sameina félögin Eimskip Denmark A/S og Faroe Ship A/S undir nafninu Eimskip - Faroe Ship Denmark A/S. Breytingin er liður í þeirri þróun og stefnumótum hjá Eimskip á Norðurlöndunum að auka hagkvæmni í rekstri ásamt því að veita viðskiptavinum skilvirkari og betri þjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miletic gefur sig fram

Radivoje Miletic, fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníu-Serba, ætlar að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag í næstu viku. Miletic var einn helsti samverkamaður Ratko Mladic, yfirmenns hersins, í borgarastríðinu í Bosníu. Hann er sakaður um þjóðernishreinsanir í Srebrenica og Zepa árið 1995.

Erlent
Fréttamynd

Hótaði dómara í dómssal

Baskneskur aðskilnaðarsinni, meðlimur herskáu samtakanna ETA, var rekinn úr dómssal eftir að hann ógnaði dómaranum með því að beina hendi sinni að honum og líkja eftir því að hann væri að skjóta hann með skammbyssu. Þetta gerði hann þegar tekin var fyrir ákæra á hendur honum fyrir að ógna öðrum dómara með sama hætti.

Erlent
Fréttamynd

Verða að gera ráðningarsamning

Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa í 99 prósentum tilfella veitt þá umsögn síðustu daga að fyrirtæki verði að sækja um hefðbundið atvinnuleyfi og gera íslenskan ráðningarsamning.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað uppreisnarmenn handteknir

Bandaríkjaher hefur nú handtekið meira en hundrað uppreisnarmenn í Anbar-héraðinu í vesturhluta Íraks undanfarna daga. Aðgerðir hersins í Anbar hafa staðið í fimm daga og hefur verið lagt hald á mikið magn vopna. 

Erlent
Fréttamynd

Verða að yfirvinna óttann

Neyðin veldur því að fiskimenn á Srí Lanka yfirvinna óttann við hafið sem þeir finna fyrir í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Enn eru víða rústir og drulla og hjálpin berst hægt. 

Erlent
Fréttamynd

Ekki á flokksþingi Framsóknar

Guðmundur Daðason, elsti framsóknarmaður í heimi, er ekki á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hófst á Nordica hótelinu í gær og lýkur á morgun. Hann fylgdist þó með útsendingum frá þinginu á Sýn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Aukin áhætta tekin í flugi

Breskri júmbóþotu var flogið á þremur hreyflum átta þúsund kílómetra leið frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Bretlands eftir að fjórði hreyfillinn bilaði í flugtaki. Flugvélin átti að lenda í London en þegar til Bretlands var komið var eldsneytið á þrotum og því lenti vélin í Manchester.

Erlent
Fréttamynd

Gengið fram af hörku

Verkalýðshreyfingin vill að gengið verði fram af fullri hörku gagnvart fyrirtækjum sem stunda svarta atvinnustarfsemi, hafa erlenda starfsmenn án leyfa og brjóta lög og kjarasamninga á þessum starfsmönnum.</font /></b />

Innlent