Fréttir

Fréttamynd

Páfi sagður á batavegi

Jóhannes Páll II páfi getur andað án aðstoðar og engin merki hafa fundist um sýkingu í lungum, sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður páfa, degi eftir að páfinn gekkst undir barkaskurðaðgerð.

Erlent
Fréttamynd

Yfirtökutilboði Baugs hafnað

Stjórn bresku verslanakeðjunnar Somerfield hafnaði í gær óformlegu yfirtökutilboði Baugs. Í yfirlýsingu frá Somerfield segir að tilboðið hafi ekki verið í þágu hluthafa og því hafi verið ákveðið að hafna því.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsingabann hugsanlega ólögmætt

EFTA-dómstóllinn úrskurðaði í gær að algjört bann við áfengisauglýsingum kynni að vera ólögmætt. Dómurinn segir að til að réttlæta bannið þurfi að sýna fram á að ekki sé hægt að ná markmiðum þess með aðgerðum sem hafa minni áhrif á markaðsfrelsi.

Erlent
Fréttamynd

Samningstilboðið skref aftur á bak

Sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar telja að tilboð samninganefndar heilbrigðis- og tryggingaráðuneytis feli í sér stórt skref aftur á bak fyrir stéttina og skjólstæðinga þeirra. Þeir telja að í tilboðinu felist ávísun á þá löngu biðlista og skertu þjónustu sem þegar einkenni heilbrigðiskerfið.

Innlent
Fréttamynd

Tíu leikurum sagt upp

Tíu fastráðnum leikurum við Þjóðleikhúsið hefur verið sagt upp störfum. Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri segir þetta stefnuyfirlýsingu um breytt ráðningarkjör leikara við Þjóðleikhúsið.

Innlent
Fréttamynd

Ólöglegar uppsagnir Varnarliðsins

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna telur að Varnarliðið standi ólöglega að uppsögnum slökkviliðsmanna á Keflavíkurflugvelli með full réttindi. Félagið ætlar að leita réttar síns að sögn Vernharðs Guðnasonar, formanns félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Nýju framsóknarfélögin fá aðild

Landsstjórn Framsóknarflokksins ákvað í gær að veita tveimur nýstofnuðum framsóknarfélögum úr Kópavogi aðild að flokknum. Bæði Halldór Ásgrímsson formaður og Guðni Ágústsson varaformaður voru fylgjandi inntöku nýju félaganna en tillaga hafði komið upp um að fresta málinu fram yfir landsþing flokksins sem hefst í dag.

Innlent
Fréttamynd

3,6 milljarða sveifla vöruskipta

3,6 milljarða munur er á hagnaði á vöruskiptum við útlönd í janúar í ár og í sama mánuði í fyrra. Í sl. mánuði voru fluttar út vörur fyrir 14 milljarða króna og inn fyrir 17,3 milljarða króna. Vöruskiptin í janúar voru því óhagstæð um 3,3 milljarða en í janúar 2004 voru þau hagstæð um 0,3 milljarða á föstu gengi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Icelandair pantar nýjar vélar

Icelandair hefur pantað tvær nýjar Boeing-787 Dreamliner þotur sem verða teknar í notkun á leiðum félagsins eftir fimm ár. Enn er verið vinna að lokahönnun þessarar flugvélagerðar sem spáð er miklum vinsældum, enda verður hærra til lofts og víðar til veggja en í nútímaþotum og þægindi því öllu meiri en farþegar hafa átt að venjast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framtíð kaþólsku kirkjunnar í húfi

Sögusagnir og getgátur tröllríða umræðunni um líðan Jóhannesar Páls páfa sem fluttur var á sjúkrahús í gær, rétt um hálfum mánuði eftir að hann kom þaðan. Framtíð kaþólsku kirkjunnar er sögð í húfi. 

Erlent
Fréttamynd

Nýstárleg nálgun við byggðamál

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, nálgaðist hin viðkvæmu byggðamál með nýstárlegum hætti í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegi þegar hann sagði að alls staðar á landinu væru áherslur svipaðar: stytting leiða og betri samgöngur við höfuðborgina.

Innlent
Fréttamynd

Hrina fíkniefnamála á Akureyri

Tveir menn voru handteknir á Akureyri í gærkvöldi eftir að kannabisefni og tól til neyslu þeirra fundust í fórum þeirra. Mikil hrina hefur verið af fíkniefnamálum á Akureyri upp á síðkastið.

Innlent
Fréttamynd

Al-Jaafari fær stuðning al-Sistani

Sjía-klerkurinn Ali al-Sistani, einn áhrifamesti maður Íraks, hefur lýst yfir stuðningi við Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins. Þessu lýsti al-Jaafari yfir eftir fund sinn með al-Sistani í gær.

Erlent
Fréttamynd

Andar án öndunarvélar

Ítalska fréttastofan ANSA segir að Jóhannes Páll páfi II andi nú án aðstoðar öndunarvélar en hann var tengdur við slíka vél eftir neyðaraðgerðina í gærkvöldi. Skera varð á barka páfa til að koma slöngu að og auðvelda honum þannig andadrátt.

Erlent
Fréttamynd

Eimskip og Faroe Ship sameinast

Eimskip og Faroe Ship í Danmörku hafa ákveðið að sameina félögin Eimskip Denmark A/S og Faroe Ship A/S undir nafninu Eimskip - Faroe Ship Denmark A/S. Breytingin er liður í þeirri þróun og stefnumótum hjá Eimskip á Norðurlöndunum að auka hagkvæmni í rekstri ásamt því að veita viðskiptavinum skilvirkari og betri þjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miletic gefur sig fram

Radivoje Miletic, fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníu-Serba, ætlar að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag í næstu viku. Miletic var einn helsti samverkamaður Ratko Mladic, yfirmenns hersins, í borgarastríðinu í Bosníu. Hann er sakaður um þjóðernishreinsanir í Srebrenica og Zepa árið 1995.

Erlent
Fréttamynd

Hótaði dómara í dómssal

Baskneskur aðskilnaðarsinni, meðlimur herskáu samtakanna ETA, var rekinn úr dómssal eftir að hann ógnaði dómaranum með því að beina hendi sinni að honum og líkja eftir því að hann væri að skjóta hann með skammbyssu. Þetta gerði hann þegar tekin var fyrir ákæra á hendur honum fyrir að ógna öðrum dómara með sama hætti.

Erlent
Fréttamynd

Verða að gera ráðningarsamning

Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa í 99 prósentum tilfella veitt þá umsögn síðustu daga að fyrirtæki verði að sækja um hefðbundið atvinnuleyfi og gera íslenskan ráðningarsamning.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað uppreisnarmenn handteknir

Bandaríkjaher hefur nú handtekið meira en hundrað uppreisnarmenn í Anbar-héraðinu í vesturhluta Íraks undanfarna daga. Aðgerðir hersins í Anbar hafa staðið í fimm daga og hefur verið lagt hald á mikið magn vopna. 

Erlent
Fréttamynd

Verða að yfirvinna óttann

Neyðin veldur því að fiskimenn á Srí Lanka yfirvinna óttann við hafið sem þeir finna fyrir í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Enn eru víða rústir og drulla og hjálpin berst hægt. 

Erlent
Fréttamynd

Ekki á flokksþingi Framsóknar

Guðmundur Daðason, elsti framsóknarmaður í heimi, er ekki á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hófst á Nordica hótelinu í gær og lýkur á morgun. Hann fylgdist þó með útsendingum frá þinginu á Sýn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Páfi liggur ekki banaleguna

Jóhannes Páll páfi liggur ekki banaleguna samkvæmt því sem talsmenn Páfagarðs segja. Hann var í gærdag fluttur á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm í annað skipti á innan við mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Sögulegt tækifæri

Borgaryfirvöld hafa boðið Háskólanum í Reykjavík lóð í Vatnsmýrinni undir starfsemi sína. Með því væri mikilvægum áfanga til byggingar þekkingarþorps náð. Efasemdir eru þó uppi um hvort slíkt þorp geti risið verði flugvöllurinn ekki fluttur.

Innlent
Fréttamynd

Varanleg kjaraskerðing?

Kjör verkamanna og sérhæfðra starfsmanna í byggingavinnu á höfuðborgarsvæðinu hafa rýrnað vegna innflutnings á ódýru erlendu vinnuafli sem starfar hér svart eða í trássi við reglur. Verkalýðshreyfingin telur hættu á að þróunin leiði til varanlegrar skerðingar á launum og starfskjörum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Styðja ekki uppreisnarmenn

Stjórnvöld í Sýrlandi neita alfarið sögusögnum þess efnis að þau standi við bakið á uppreisnarmönnum í Írak. Undanfarna daga hafa birst viðtöl við uppreisnarmenn á arabískum sjónvarpsstöðvum þar sem þeir segjast hafa hlotið þjálfun hjá leyniþjónustu Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Opnar ótal möguleika

Flugleiðir undirrituðu kaupsamning við Boeing um kaup á tveimur Boeing 787 flugvélum og kauprétt á fimm vélum til viðbótar. Vélarnar verða afhentar árið 2010 og eru mun langfleygari en aðrar vélar í flota Flugleiða. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Ekki aðildarviðræður að ESB

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra telur hvorki tímabært né skynsamlegt að fara út í aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili. Slíkt væri heldur ekki í samræmi við sáttmála ríkisstjórnarinnnar um samstarf. Þetta kom fram í setningarræðu hans á flokksþingi Framsóknarflokksins sem nú stendur yfir á Grand Hótel í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Actavis með 93% af markaðinum

Actavis ræður 93 prósentum af samheitalyfjamarkaðinum á Íslandi. Ríkið er stærsti viðskiptavinurinn en Tryggingastofnun ríkisins telur að ekki sé teljandi verðmunur á samheitalyfjum og frumlyfjum á Íslandi. Deildarstjóri lyfjamála þar segir fulla ástæðu fyrir Samkeppnistofnun að kanna málið.

Innlent
Fréttamynd

Kona myrti níu ára son sinn

Bresk kona var fundin sek um að myrða níu ára son sinn. Þetta gerði hún með því að blanda salti í vökva sem honum var gefinn í æð á sjúkrahúsi. Lækna var farið að gruna að konan ætti einhvern þátt í veikindum sonar síns en gátu ekkert gert til að rannsaka grun sinn þar sem hún var alltaf við hlið hans.

Erlent
Fréttamynd

Fasteignaverð hækkar um 20%

Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu mun hækka um 20% á þessu ári samkvæmt spá greiningardeildar KB banka. Í spánni kemur jafnframt fram að lóðaverð hefur hækkað um 80% frá árinu 1994 og má rekja 55% af hækkun fasteignaverðs síðastliðin ellefu ár til þess. 45% má rekja til hækkunar byggingarkostnaðar.

Innlent