Fréttir

Fréttamynd

Andar án öndunarvélar

Ítalska fréttastofan ANSA segir að Jóhannes Páll páfi II andi nú án aðstoðar öndunarvélar en hann var tengdur við slíka vél eftir neyðaraðgerðina í gærkvöldi. Skera varð á barka páfa til að koma slöngu að og auðvelda honum þannig andadrátt.

Erlent
Fréttamynd

Eimskip og Faroe Ship sameinast

Eimskip og Faroe Ship í Danmörku hafa ákveðið að sameina félögin Eimskip Denmark A/S og Faroe Ship A/S undir nafninu Eimskip - Faroe Ship Denmark A/S. Breytingin er liður í þeirri þróun og stefnumótum hjá Eimskip á Norðurlöndunum að auka hagkvæmni í rekstri ásamt því að veita viðskiptavinum skilvirkari og betri þjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Miletic gefur sig fram

Radivoje Miletic, fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníu-Serba, ætlar að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag í næstu viku. Miletic var einn helsti samverkamaður Ratko Mladic, yfirmenns hersins, í borgarastríðinu í Bosníu. Hann er sakaður um þjóðernishreinsanir í Srebrenica og Zepa árið 1995.

Erlent
Fréttamynd

Hótaði dómara í dómssal

Baskneskur aðskilnaðarsinni, meðlimur herskáu samtakanna ETA, var rekinn úr dómssal eftir að hann ógnaði dómaranum með því að beina hendi sinni að honum og líkja eftir því að hann væri að skjóta hann með skammbyssu. Þetta gerði hann þegar tekin var fyrir ákæra á hendur honum fyrir að ógna öðrum dómara með sama hætti.

Erlent
Fréttamynd

Verða að gera ráðningarsamning

Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa í 99 prósentum tilfella veitt þá umsögn síðustu daga að fyrirtæki verði að sækja um hefðbundið atvinnuleyfi og gera íslenskan ráðningarsamning.

Innlent
Fréttamynd

Hundrað uppreisnarmenn handteknir

Bandaríkjaher hefur nú handtekið meira en hundrað uppreisnarmenn í Anbar-héraðinu í vesturhluta Íraks undanfarna daga. Aðgerðir hersins í Anbar hafa staðið í fimm daga og hefur verið lagt hald á mikið magn vopna. 

Erlent
Fréttamynd

Verða að yfirvinna óttann

Neyðin veldur því að fiskimenn á Srí Lanka yfirvinna óttann við hafið sem þeir finna fyrir í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Enn eru víða rústir og drulla og hjálpin berst hægt. 

Erlent
Fréttamynd

Ekki á flokksþingi Framsóknar

Guðmundur Daðason, elsti framsóknarmaður í heimi, er ekki á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hófst á Nordica hótelinu í gær og lýkur á morgun. Hann fylgdist þó með útsendingum frá þinginu á Sýn í gær.

Innlent
Fréttamynd

Aukin áhætta tekin í flugi

Breskri júmbóþotu var flogið á þremur hreyflum átta þúsund kílómetra leið frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Bretlands eftir að fjórði hreyfillinn bilaði í flugtaki. Flugvélin átti að lenda í London en þegar til Bretlands var komið var eldsneytið á þrotum og því lenti vélin í Manchester.

Erlent
Fréttamynd

Gengið fram af hörku

Verkalýðshreyfingin vill að gengið verði fram af fullri hörku gagnvart fyrirtækjum sem stunda svarta atvinnustarfsemi, hafa erlenda starfsmenn án leyfa og brjóta lög og kjarasamninga á þessum starfsmönnum.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hörð gagnrýni frá kennurum

Vegna mistaka í launavinnslu Reykjavíkurborgar í desember hyggst launadeild borgarinnar draga ofgreidd laun af kennurum um næstu mánaðarmót. Hefur þetta komið flatt upp á þá kennara sem um ræðir enda getur upphæðin numið allt að 70 prósentum af mánaðarlaunum viðkomandi.

Innlent
Fréttamynd

80% launa dregin af kennurum

Launadeild Reykjavíkurborgar ætlar að draga allt að 80 prósent af launum þeirra starfsmanna Grunnskóla Reykjavíkur sem ekki var dregið nægilega af vegna verkfallsins í fyrra. Kennarar segja eðlilegt að þeir endurgreiði það sem þeir fengu ofgreitt, en telja að hægt hefði verið að leysa þetta mál með öðrum og mannlegri hætti.

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan fundin

Stúlkan sem lýst hefur verið eftir að undanförnu, hin fjórtán ára gamla Jóna Thuy Phuong Jakobsdóttir, er fundin og komin til síns heima að sögn lögreglu en hennar hefur verið leitað um nokkurra daga skeið.

Innlent
Fréttamynd

Lífið heldur áfram

Tveir mánuðir eru síðan flóðbylgjan mikla skall á ströndum Indlandshafs og eyddi því sem fyrir varð. Nærri tvö hundruð þúsund manns týndu lífi í hamförunum og ennþá fleiri misstu allt sitt. Í kjölfarið hófst umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar og hún stendur enn.

Erlent
Fréttamynd

Öryrkjar heyri undir félagsmál

Verið er að kanna hvort flytja skuli lífeyristryggingar og örorkutryggingar frá heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytis. Félagsmálaráðherra segir að allar félagslegar bætur væru þá á einum stað. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Páfi talar ekki næsta mánuðinn

Líðan Jóhannesar Páls páfa II er eftir atvikum góð að sögn lækna á Gemelli-sjúkrahúsinu í Rómarborg. Það er þó ljóst að hann muni ekki geta talað í að minnsta kosti mánuð eftir aðgerðina.

Erlent
Fréttamynd

Sþ leita morðingja Hariris

Hver drap Rafik Hariri? Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna á að komast að því en ekki er með öllu ljóst hvort að alls staðar sé áhugi fyrir því að svara spurningunni.

Erlent
Fréttamynd

Klára skuldir vegna Tímans

Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins <em>Tímans </em>sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stýrir stærsta fiskiskipi í heimi

Helgi Ágústsson, fyrrverandi skipstjóri á Stíganda VE, hefur verið ráðinn stýrimaður á írska ofurtogarann Atlantic Dawn sem er stærsta fiskiskip í heimi. Til samanburðar við íslenska ofurtogarann Baldvin Þorsteinsson, sem er 85 metra langur, er Atlantic Dawn 144 metrar að lengd.

Innlent
Fréttamynd

Myndröð af flóðbylgjunni

Tekist hefur að framkalla myndir sem teknar voru rétt áður en flóðbylgjan í Asíu skall á ströndum Taílands á annan í jólum. Myndirnar eru úr myndavél kanadískra hjóna sem voru á ströndinni í Khao Lak þegar hamfarirnar dundu yfir. Þau létust í flóðunum og myndavélin eyðilagðist en hins vegar tókst að framkalla myndir úr vélinni.

Erlent
Fréttamynd

BÍ styður íþróttafréttamenn

Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir fullum stuðningi við baráttu Samtaka íþróttafréttamanna vegna útsendinga á íþróttaviðburðum á erlendum tungumálum. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé sjálfsögð krafa að útsendingum erlendra atburða fylgi íslenskt tal þar sem því verður viðkomið.

Innlent
Fréttamynd

Vill fækka ráðuneytum

Framsóknarmenn ræða stórfellda fækkun ráðuneyta. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á flokksþingi þeirra í dag hugmynd um að fækka þeim úr þrettán niður í sex til átta.

Innlent
Fréttamynd

71% andvígt sölu grunnnetsins

Mikill meirihluti landsmanna er andvígur því að selja grunnnet Símans með honum þegar þar að kemur, samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Og Vodafone.

Innlent
Fréttamynd

Afsögn fjármálaráðherra Frakklands

Fjármálaráðherra Frakklands, Herve Gaymard, hefur sagt af sér í kjölfar þess að upp komst að hann hafi búið í stærðarinnar lúxushúsi í miðborg Parísar á kostnað ríkisins. Ráðherrann fráfarandi viðurkennir að hafa gert rangt í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun en franskir fjölmiðlar fá um leið sneið frá honum.

Erlent
Fréttamynd

Þungatakmarkanir víða

Þungatakmarkanir eru víða í gildi á vegum landsins en leysingar hafa verið algengar allan febrúarmánuð og sérstaklega í góðviðri síðustu daga.

Innlent
Fréttamynd

Nítján sagt upp hjá varnarliðinu

Nítján starfsmönnum flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa verið sendar uppsagnir sem taka gildi 1. mars næstkomandi. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir ákveðinn grun vera um að þarna sé óeðlilega staðið að vali á einstaklingum við uppsagnir.

Innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar vegna vetrarhörku

Olíuverð stefnir í 52 dollara fatið á heimsmarkaði en hæst fór verðið í 55 dollara á síðasta ári. Vetrarharka í Bandaríkjunum er meginástæða þess að verðið hækkar auk þess sem leiðtogar OPEC-olíuframleiðsluríkjanna virðast sáttir við verðið og vilja ekki slá á það.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kunni ekki við afskipti Bush

Vladímir Pútin Rússlandsforseti segist ánægður með fund sinn með George Bush Bandaríkjaforseta, þótt hann kunni ekki við afskiptin af þróun lýðræðis í Rússlandi. </font />

Erlent
Fréttamynd

Ekki alsæll með nýja nafnið

Guðjón Ármann Eyjólfsson, sem var skólastjóri Stýrimannaskólans og Vélskólans í rúm tuttugu ár, er ekki nema rétt mátulega ánægður með hið nýja nafn skólanna, sem er Fjöltækniskóli Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Átta friðargæsluliðar drepnir

Að minnsta kosti átta friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna voru drepnir í Afríkuríkinu Kongó í morgun þegar skæruliðar veittu þeim fyrirsát. Árásin átti sér stað í austurhluta landsins þar sem tæplega fimm þúsund friðargæsluliðar eru að störfum.

Erlent