Nítján sagt upp hjá varnarliðinu 25. febrúar 2005 00:01 Nítján starfsmönnum flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa verið sendar uppsagnir sem taka gildi 1. mars næstkomandi. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir ákveðinn grun vera um að þarna sé óeðlilega staðið að vali á einstaklingum við uppsagnir. Einn þeirra sem missir vinnuna segir starfsemina á vellinum vera sökkvandi skip og að herinn sé í raun farinn. Hann segir að fjölskyldumenn með langa starfsreynslu og öll tilskilin réttindi séu látnir fara, en ungir menn með litla reynslu fái að vera áfram. "Þetta snýst ekki bara um uppsagnir starfsmanna, heldur um lögvarin starfsréttindi heillar stéttar," segir Vernharður. Hann segir að vinnubrögð sem þessi væru hvergi annars staðar liðin og að þeir muni leita réttar síns. Málið muni fara þá leið sem þurfi til að þeir nái sínu fram. Í yfirlýsingu frá Upplýsingastofnun varnarliðsins segir að íslenskum stjórnvöldum og fulltrúum stéttarfélaga hafi verið tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar í starfsliði varnarstöðvarinnar. Þar segir að umræddar ráðstafanir muni hvorki hafa áhrif á skyldur flotastöðvarinnar í tengslum við rekstur Keflavíkurflugvallar né þjónustu við varnarliðið. Þá snerti þær ekki varnarsamning Íslands og Bandaríkjamanna, umræður um framtíð varnarliðsins eða endurskoðun á viðbúnaði Bandaríkjahers á heimsvísu. Varnarliðið neitaði að ræða opinberlega einstök atriði varðandi uppsagnir starfsmannanna fyrr en eftir að þær verða mótteknar um næstu mánaðamót. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sagði varnarliðið ekki hafa mótaðar reglur um uppsagnir í samræmi við starfsaldur. Ákvarðanir væru í höndum næstu yfirmanna og þeir færu eftir hlutlægu mati á frammistöðu starfsmanna sinna. "Þetta eru ömurlegar fréttir fyrir okkar litla byggðarlag og ég er fullur samúðar. Þetta snertir ótrúlega marga". Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Nítján starfsmönnum flotastöðvar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafa verið sendar uppsagnir sem taka gildi 1. mars næstkomandi. Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir ákveðinn grun vera um að þarna sé óeðlilega staðið að vali á einstaklingum við uppsagnir. Einn þeirra sem missir vinnuna segir starfsemina á vellinum vera sökkvandi skip og að herinn sé í raun farinn. Hann segir að fjölskyldumenn með langa starfsreynslu og öll tilskilin réttindi séu látnir fara, en ungir menn með litla reynslu fái að vera áfram. "Þetta snýst ekki bara um uppsagnir starfsmanna, heldur um lögvarin starfsréttindi heillar stéttar," segir Vernharður. Hann segir að vinnubrögð sem þessi væru hvergi annars staðar liðin og að þeir muni leita réttar síns. Málið muni fara þá leið sem þurfi til að þeir nái sínu fram. Í yfirlýsingu frá Upplýsingastofnun varnarliðsins segir að íslenskum stjórnvöldum og fulltrúum stéttarfélaga hafi verið tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar í starfsliði varnarstöðvarinnar. Þar segir að umræddar ráðstafanir muni hvorki hafa áhrif á skyldur flotastöðvarinnar í tengslum við rekstur Keflavíkurflugvallar né þjónustu við varnarliðið. Þá snerti þær ekki varnarsamning Íslands og Bandaríkjamanna, umræður um framtíð varnarliðsins eða endurskoðun á viðbúnaði Bandaríkjahers á heimsvísu. Varnarliðið neitaði að ræða opinberlega einstök atriði varðandi uppsagnir starfsmannanna fyrr en eftir að þær verða mótteknar um næstu mánaðamót. Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sagði varnarliðið ekki hafa mótaðar reglur um uppsagnir í samræmi við starfsaldur. Ákvarðanir væru í höndum næstu yfirmanna og þeir færu eftir hlutlægu mati á frammistöðu starfsmanna sinna. "Þetta eru ömurlegar fréttir fyrir okkar litla byggðarlag og ég er fullur samúðar. Þetta snertir ótrúlega marga".
Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira