Fréttir

Fréttamynd

Lögbannið staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögbann við því að stofnfé í Sparisjóði Skagafjarðar verði aukið.

Innlent
Fréttamynd

Samskipti við ferðamenn í lágmarki

Starfsmönnum í ferðaþjónustu á Kúbu hefur verið skipað að halda samskiptum sínum við erlenda ferðamenn í lágmarki. Ferðamálaráð Kúbu hefur sent frá sér ályktun þar sem starfsmenn þess eru hvattir til þess að minnka samskipti sín við erlenda ferðamenn.

Erlent
Fréttamynd

Býður Gæslunni eldsneyti

Markaðsstjóri Atlantsolíu hvetur Landhelgisgæsluna til að kaupa eldsneyti af Atlantsolíu þegar kaupin fara fram hér á landi. Hann telur Skeljung hafa fyrirgert þeim rétti sínum að vera birgir Gæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Blöndun og sekkjun hætt í Gufunesi

Öllum starfsmönnum Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi sem störfuðu við blöndun og sekkjun áburðar hefur verið sagt upp störfum. Blöndun og sekkjun áburðar hér á landi leggst af í vor og fer alfarið fram í Eistlandi undir eftirliti Áburðarverksmiðjunnar og eftir uppskriftum hennar. Þaðan verður áburðurinn fluttur hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar í varaformanninn

Gunnar Örlygsson alþingismaður Frjálslynda flokksins ætlar að bjóða sig fram gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni, varaformanni, á landsþingi flokksins sem fram fer um næstu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Danir kjósa um stjórnarskrá ESB

Danir munu kjósa um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins 27. september næstkomandi. Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra tilkynnti þetta í dag, en kosningarnar fara fram stuttu eftir sveitarstjórnarkosningar í landinu. Spánverjar hafa einir aðildarríkja samþykkt stjórnarskrána en Hollendingar greiða atkvæði um hana 1. júní og þá er búist við að Frakkar kjósi um hana í maí eða júní.

Erlent
Fréttamynd

Mótmæla banni við mótmælum

Þúsundir manna söfnuðust saman á götum úti í Beirút, höfuðborg Líbanons, í nótt til þess að mótmæla fyrirhuguðu banni stjórnvalda við opinberum mótmælum. Bannið, sem á að taka gildi í dag, var ákveðið eftir að ljóst var að andstæðingar og stuðningsmenn stjórnvalda höfðu boðað til mótmæla á sama tíma og sama stað í höfuðborginni.

Erlent
Fréttamynd

Mannskæðasta árás frá kosningum

Nú er ljóst að að minnsta kosti 33 létust og 76 særðust í sjálfsmorðsárás í bænum Hilla suðaustur af Bagdad í Írak í morgun. Maður ók bíl sínum inn í hóp fólks, sem var að sækja nafnskírteini vegna starfa á vegum ríkisins, og sprengdi bílinn í loft upp. Þetta er mannskæðasta árás í Írak eftir kosningarnar 30. janúar síðastliðinn en árásin átti sér stað nærri fjölförnu torgi og jók það á tölu látinna og særðra.

Erlent
Fréttamynd

Segir blað brotið í sögu flokksins

Formaður Landssambands framsóknarkvenna segir brotið blað í sögu Framsóknarflokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti kynjanna innan flokksins. Samkvæmt henni skuli hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40 prósent við skipan í trúnaðar- og ábyrgðarstöður.

Innlent
Fréttamynd

Mistök við pökkun greiðsluseðla

Við útskrift og pökkun greiðsluseðla VISA-reikninga í síðustu viku urðu þau mistök að íbúar í sama stigagangi fengu í sumum tilfellum greiðsluseðla annarra. Ekki er um sundurliðaða reikninga að ræða, aðeins heildarupphæð reikningsins. Í bréfi til korthafa biðst VISA innilegrar afsökunar og harmar mistökin sem eru sögð hafa orðið vegna breytinga á tækni og verklagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gjaldskrá hækkar ef ekki semst

Gjaldskrá sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara hækkar um þúsundir króna náist ekki nýir samningar við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið fyrir kvöldið. Deilt er um svokallað afsláttarþak sem sjúkraþjálfarar segja að hafi lamandi áhrif á starfsemina.

Innlent
Fréttamynd

Vísir mest sótti vefur landsins

Vísir.is er orðinn fjölsóttasti vefur landsins. Þetta kemur fram í samræmdri vefmælingu Modernus fyrir vikuna 21. til 27. febrúar. Tæplega 160 þúsund manns heimsóttu Vísi síðustu heilu vikuna í febrúar og varð það til þess að vefurinn er kominn í efsta sæti á lista Modernus yfir þá vefi sem flestir netnotendur fara inn á.

Innlent
Fréttamynd

Jóna Thuy strauk aftur

Stúlkan sem lögreglan leitaði sem mest að í síðustu viku og fann loks, er strokin frá Stuðlum. Hún heitir Jóna Thuy Phuong Jakobsdóttir og er fjórtán ára.

Innlent
Fréttamynd

Mannskæð sjálfsmorðsárás í Írak

Að minnsta kosti tuttugu og fimm manns létust þegar bílsprengja sprakk sunnan við Bagdad í Írak snemma í morgun. Maður ók bíl sínum að hópi fólks sem var að sækja um vinnu hjá ríkinu og sprengdi sjálfan sig í loft upp. 28 eru sagðir slasaðir eftir árásina, þar af nokkrir lífshættulega.

Erlent
Fréttamynd

Tímabær viðurkenning

Í gær skrifuðu Bubbi Morthens, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka og Þorgils Óttar Mathiesen forstjóri Sjóvá undir samning um kaup Sjóvá á Hugverkasjóði Bubba Morthens, fyrir tilstilli Íslandsbanka. Samningurinn felur í sér greiðslu til Bubba upp á tugi milljóna.

Innlent
Fréttamynd

Drukknuðu við skírnarathöfn

Fimm Suður-Afríkumenn drukknuðu í gær í skírnarathöfn við strendur borgarinnar Durban í Suður-Afríku. Einn mannanna mun hafa snúið aftur til sjávar eftir að hafa tekið skírn þar sem hann sagðist vera heltekinn af heilögum anda. Reyndu þá hinir fjórir að bjarga honum í miklu ölduhafi með fyrrgreindum afleiðingum.

Erlent
Fréttamynd

Kvartað yfir eftirlitsmyndavélum

Dæmi eru um að eftirlitsmyndavélar þjóni ekki hlutverki sínu vegna þess að þær eru ranglega staðsettar eða rangt stilltar. Þá eru einnig dæmi um að ekki hafi verið kveikt á eftirlitsmyndavélunum þegar á þurfti að halda.

Innlent
Fréttamynd

Stór ákvörðun að hætta

Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hættir á þingi 1. ágúst og tekur við starfi deildarforseta lögfræðideildar á Bifröst. Hún segir að lögfræðin hafi togað í sig og hún hafi ekki viljað sleppa þessu tækifæri. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Samningar tókust

Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og nefnd heilbrigðisráðherra undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi svo og samninganefndir BHM og fjármálaráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Ósátt innan tekjustofnanefndar

Sveitarstjórnarmenn tekjustofnanefndar eiga von á fundarboði til að ræða endanlega tillögu um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga í dag eða næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Sætta sig ekki við heildarþak

Sjúkraþjálfarar eru tregir til að lækka verð fyrir þjónustu sína eftir að ákveðnum fjölda skjólstæðinga er náð eins og heilbrigðisráðuneytið fer fram á. Þörfin fyrir sjúkraþjálfun eykst stöðugt vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar og breyttrar heilbrigðisstefnu sem felst meðal annars í styttri legutíma á sjúkrahúsum.

Innlent
Fréttamynd

Hagræðingu náð með kvíðaástandi

Þjóðleikhússtjóri skapaði viljandi kvíðaástand í röðum leikara til að ná fram hagræðingu. Sjö leikarar ákváðu að segja upp samningum sínum í kjölfar yfirlýsinga leikhússtjórans en samningum þriggja yngstu leikaranna verður sagt upp.

Innlent
Fréttamynd

Fagna eflingu jafnréttis

Landssamband framsóknarkvenna telur að djúp spor hafi verið mörkuð í sögu framsóknarkvenna og þar með sögu flokksins með ákvörðun um að efla jafnrétti innan flokksins. Framsóknarkonur telja að þau skref muni án efa leiða Framsóknarflokkinn áfram til aukinna áhrifa og framgöngu í íslenskum stjórnmálum.

Innlent
Fréttamynd

Fá endurgreitt vegna Vioxx

Lyfjafyrirtækið Merck Sharp & Dohme á Íslandi greiðir 4,5 milljónir króna til Tryggingastofnunar ríkisins. Greiðslan er vegna kostnaðar sem féll á stofnunina vegna niðurgreiðslu gigtarlyfsins Vioxx  til sjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Á móti styttingu stúdentsprófs

Félag framhaldsskólakennara leggst gegn styttingu náms til stúdentsprófs eins og hún er hugsuð nú og telur þörf á að endurskoða allt skólakerfið sem heild. Aðalfundur félagsins var haldin fyrir helgi og í ályktun segir að félagið gagnrýni menntamálaráðherra harðlega fyrir að hafa ekki efnt til umræðu við skólasamfélagið og almenning um nám allt frá upphafi skólaskyldu til stúdentsprófs.

Innlent
Fréttamynd

Ólögmæt lénsskráning

Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Haukur Vagnsson, sem búsettur er í Þýskalandi, hafi með skráningu lénsins playstation2.is, brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Því hefur Hauki verið bönnuð notkun lénsins og verður hann að afskrá það innan tveggja vikna frá birtingu ákvörðunarinnar. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Bera fram vantrauststillögu

Stjórnarandstaðan í Líbanon hyggst freista þess á þingi í dag að fá samþykkta vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni vegna deilna í tengslum við morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra landsins. Mikil óánægja er með ríkisstjórnina, sem er höll undir Sýrlendinga, og hefur stjórnarandstaðan haldið því fram að Sýrlendingar hafi staðið á bak við morðtilræðið fyrir tæpum tveimur vikum.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Íslands fær heiðursorðu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, verður í dag sæmdur heiðursorðu rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, orðu heilags Valdimars konungs. Alexei II patríarki ákvað þann 17. febrúar að Ólafur Ragnar skyldi fá orðuna fyrir stuðning sinn við starf safnaðar rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi og baráttu fyrir því að hér verði byggð kirkja.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í togaranum Breka í gærkvöld

Talsverður eldur kom upp í togaranum Breka KE í Njarðvíkurhöfn á níunda tímanum í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu vegna eldsins í svokallaðri stakkageymslu eða þar sem yfirhafnir áhafnar eru geymdar. Allt tiltækt lið Brunavarna Suðurnesja var kallað út og tókst reykköfurum að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Mikil eftirsjá af Bryndísi

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir mikla eftirsjá af Bryndísi Hlöðversdóttur sem hættir störfum á Alþingi fyrsta ágúst.

Innlent