Innlent

Samningar tókust

Félag sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara og nefnd heilbrigðisráðherra undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi en sá fyrri rann út á miðnætti. Þar með var því afstýrt að viðskiptavinir sjúkraþjálfara þurfi að greiða meðferð sína sjálfir að fullu eins og leit út fyrir um tíma. Þá undirrituðu 24 aðildarfélög BHM og samninganefnd fjármálaráðherra nýjan kjarasamning í gærkvöldi. Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM, kvaðst sátt við nýja samninginn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×