Fréttir Lækna sykursýki með frumutilfærslu Læknar í Bretlandi telja sig hafa fundið lækningu við meðfæddri sykursýki. Lækningin felst í því að færa frumur á milli líffæra sjúklinganna. Erlent 13.10.2005 18:53 Verðstríðið harðnar enn Ekkert miðar í friðarátt í verðstríði lágvöruverslana, sem sumar hverjar gáfu viðskiptavinum sínum mjólkina í dag. Þessi stríðsrekstur varð til þess að Mjólkursamsalan tvöfaldaði mjólkurframleiðsluna og er að verða uppiskroppa með ýmsa mjólkurvöru. Innlent 13.10.2005 18:53 Sakaður um peningaþvætti Rannsóknardómstóll í Washington í Bandaríkjunum kannar nú ásakanir um meint peningaþvætti Bobbys Fischers sem er 62 ára í dag. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hefur saksóknari vestan hafs þegar stefnt fyrrverandi lögmanni Fischers í Bandaríkjunum vegna málsins og hefur honum verið gert að mæta fyrir rannsóknardómstólinn 17. mars næstkomandi. Erlent 13.10.2005 18:53 Búið að losa Jaxlinn Flutningaskipið Jaxlinn, sem strandaði í morgun við flugbrautina á Ísafirði, var dregið á flot undir kvöld. Engar skemmdir virðast hafa orðið á skipinu. Mjög grunnt er á þessu svæði og virðist Jaxlinn hafa komið af töluverðum krafti upp í sandinn því hann sat klettfastur í dag. Innlent 13.10.2005 18:53 Mikil spurn eftir folaldakjöti Eitt þúsund folöld vantar til slátrunar til að anna stóraukinni spurn eftir folaldakjöti. Fordómar gagnvart hrossakjöti hafa minnkað, segja kjötframleiðendur, og erlendis selst kjötið yfirleitt á hærra verði en dilkakjöt. Innlent 13.10.2005 18:53 Há sekt fyrir svindl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 14,7 milljóna króna sekt fyrir skattsvik og bókhaldssvindl. Maðurinn kom sér undan því að greiða virðisaukaskatt og tekjuskatt á árunum 1998-2002, samtals að upphæð 7,3 milljónir króna. Sektin er því tvöföld sú upphæð og skal greiðast til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, annars skal ákærði sitja í fangelsi í sjö mánuði. Innlent 13.10.2005 18:53 Ísraelsríki studdi landtöku Ísraelsk stjórnvöld voru með ólöglegum hætti viðriðin stofnun landtökubyggða á Vesturbakkanum. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem kynnt var í Ísrael í gær. Þetta hátterni Ísraelsstjórnar er til þess fallið að grafa undan lýðræði þar í landi segir fyrrverandi ríkissaksóknari. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 18:53 Sprengjuárásir á Indlandi Tíu sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í Assam-ríki á Indlandi í dag. Einn maður lést og fjórir slösuðust og verslanir, farartæki og lögreglustöð skemmdust. Sprengjunum hafði flestum verið komið fyrir á mannmörgum mörkuðum og fyrir utan sjúkrahús. Svokölluð frelsissamtök Asom eru grunuð um verknaðinn en þau berjast fyrir sjálfstæði Assam-ríkis. Erlent 13.10.2005 18:53 Sankti Helena minnir á sig Eldfjallið Sankti Helena í Washington sendi frá sér gríðarlegan öskustrók í gærkvöldi og í nótt. Að sögn flugmanna á svæðinu náði askan allt að tíu þúsund metra hæð. Öskustrókurinn er sennilega sá mesti síðan árið 1980 þegar mikið eldgos varð í fjallinu og 57 manns biðu bana. Erlent 13.10.2005 18:53 Sendir í læknisskoðun og lyfjapróf Allir starfsmenn Bechtel á Íslandi þurfa að fara í læknisskoðun og lyfjapróf áður en þeir hefja störf hjá fyrirtækinu. Innlent 13.10.2005 18:53 Mæti fyrir dómara eftir dauðdaga 39 ára gamall Ítali sem læknar segja að eigi hálft ár eftir ólifað var í dag sagt að koma aftur eftir 14 mánuði til að hlýða á niðurstöðu dóms í máli mannsins gegn tryggingafyrirtæki. Maðurinn, Carmelo Cisabella, lenti í mótorhjólaslysi fyrir rúmum áratug, er í hjólastól og fékk í kjölfarið banvæna mænusýkingu. Erlent 13.10.2005 18:53 Hafnar beiðni um lausn Fischers Útlendingastofnun japanska dómsmálaráðuneytisins hafnaði í morgun beiðni lögmanns Bobbys Fishers um að hann yrði leystur úr haldi. Ráðuneytið telur að það breyti engu um aðstöðu Fischers þótt hann hafi íslenskt vegabréf en öðru gilti ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt. Erlent 13.10.2005 18:53 Jaxlinn strandaði í Skutulsfirði Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í Skutulsfirði klukkan kortér fyrir ellefu í morgun í innsiglingunni við flugbrautina á Ísafirði. Mjög grunnt er á þessu svæði en ekki er kunnugt um ástæður strandsins. Sjö manns eru um borð. Verið er að reyna að toga Jaxlinn á flot en það gengur hægt að sögn Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði. Innlent 13.10.2005 18:53 Jaxlinn strandar Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í gærmorgun í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp en síðdegis tókst að draga hann á flot á ný. Innlent 13.10.2005 18:53 Verðlaunað fyrir frunsurannsóknir Rannsóknarhópur sem stendur að sprotafyrirtækinu Líf-hlaup hefur hlotið verðlaun Alþjóðasamtaka tannrannsókna, International Association for Dental Research, og GlaxoSmithKline fyrir rannsóknir á lyfjagjöf við herpes simplex sýkingum í munni, það er frunsum. Innlent 13.10.2005 18:53 Ekki japanskt innanríkismál Guðmundur G. Þórarinsson, einn fulltrúi í Fischer sendinefndinni í Japan, segir að Suzuki, lögfræðingur skákmeistarans hafi fengið þau svör eftir óformlegum leiðum, að ef hann fengi ríkisborgararétt þá yrði honum sleppt. Innlent 13.10.2005 18:53 Fréttastjóri líklega kynntur í dag Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, tilkynnir væntanlega um nýjan fréttastjóra Útvarps í dag. Auðun Georg Ólafsson fékk flest atkvæði í útvarpsráði en Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, hefur mælt með fimm manns og er Auðun ekki í þeim hópi. Innlent 9.3.2005 00:01 Sjávarútvegsháskóli hefur störf Norrænn sjávarútvegsháskóli fyrir framhaldsnema tók formlega til starfa 28. febrúar sl. Stjórnarformaður skólans, Guðrún Pétursdóttir, segir að styrkur skólans liggi í því að hann hafi enga fasta starfstöð heldur færist til þangað sem þörfin fyrir hann er hverju sinni. Innlent 13.10.2005 18:52 Heildarvelta Bakkavarar tífaldast Starfsmönnum Bakkavarar fjölgar úr 2500 í þrettán þúsund og heildarvelta samstæðunnar tífaldast með kaupum Bakkavarar á breska framleiðslufyrirtækinu Geest Plc. Kaupverðið nemur um 58 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52 Tímamótasamkomulag um frítíma Sjómenn og Samherji skrifuðu undir tímamótasamkomulag um frítíma áhafna. Samningsundirritunin varð til þess að forstjóri Samherja komst ekki til London til að sjá leik Chelsea og Barcelona, en sjómannaforystan veitti honum sárabót. Innlent 13.10.2005 18:53 Í samkeppni við sjálfa sig Samkeppnin á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu er farin að hafa veruleg áhrif víða um land. Á Húsavík eru tvær matvöruverslanir, Samkaup-Úrval og Kaskó, en báðar eru í eigu Samkaupa. Innlent 13.10.2005 18:53 Farþegum fjölgaði um 12% Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%. Innlent 13.10.2005 18:52 Aðsóknin minni hjá Stígamótum Minni aðsókn var að Stígamótum í fyrra en undanfarin ár sem nam 9,2 prósentum. Eldri málum fækkaði um 13,5 prósent. Innlent 13.10.2005 18:53 Konur betri bílstjórar Ef allir ökumenn keyrðu eins og konur þá yrðu færri dauðaslys í umferðinni. Þetta er í grófum dráttum meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sænsku umferðarstofnunarinnar. Erlent 13.10.2005 18:52 Mjólkurlítrinn á 90 aura Verðið á mjólkurlítranum fór niður í níutíu aura í verslunum Bónus í dag. Ekki er víst hversu lengi tilboðið mun standa. Verðið stafar af verðstríði við Krónuna þar sem mjólkurverðið hefur farið niður í eina krónu í dag í verslun keðjunnar við Bíldshöfða að sögn verslunarstjóra. Innlent 13.10.2005 18:53 Bakkavör stærst í heimi Bakkavör er orðin stærsti framleiðandi ferskrar, tilbúinnar matvöru í heiminum með kaupum á breska fyrirtækinu Geest, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Alls greiðir Bakkavör 70 milljarða króna fyrir Geest en Barcleys-bankinn lánar 58 milljarða sem forstjórinn segir hæsta lán sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53 Fjörutíu á biðlista Múlalundar Fjörutíu manns eru á biðlista eftir starfi á Múlalundi sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsorku. Framkvæmdastjóri Múlalundar, Helgi Kristófersson, segir ekki hægt að fjölga starfsfólki umfram það sem nú sé þrátt fyrir að fyrirtækinu skorti ekki verkefni. Innlent 13.10.2005 18:53 Lækning við slæmu þunglyndi? Lækning við verstu tilvikum af þunglyndi kann að vera fundin. Niðurstöður fyrstu tilrauna með svokallaða djúpheilaörvun þykja lyginni líkastar. Erlent 13.10.2005 18:52 Stígamót rekin með tapi Stígamót voru rekin með 3,5 milljóna króna tapi í fyrra vegna aukins húsnæðiskostnaðar, nýs tölvu- og símakerfis og ráðningar bókara. Rekstrartekjur samtakanna voru tæpar 28 milljónir en kostnaðurinn rúmar 32 milljónir. Innlent 13.10.2005 18:53 Eitt verka Munch stórskemmt Lögreglan í Osló handtók í fyrrakvöld níu manns vegna ránsins á þremur verkum norska listamannsins Edvards Munch. Verkin eru komin í leitirnar og er eitt þeirra mikið skemmt. Erlent 13.10.2005 18:53 « ‹ ›
Lækna sykursýki með frumutilfærslu Læknar í Bretlandi telja sig hafa fundið lækningu við meðfæddri sykursýki. Lækningin felst í því að færa frumur á milli líffæra sjúklinganna. Erlent 13.10.2005 18:53
Verðstríðið harðnar enn Ekkert miðar í friðarátt í verðstríði lágvöruverslana, sem sumar hverjar gáfu viðskiptavinum sínum mjólkina í dag. Þessi stríðsrekstur varð til þess að Mjólkursamsalan tvöfaldaði mjólkurframleiðsluna og er að verða uppiskroppa með ýmsa mjólkurvöru. Innlent 13.10.2005 18:53
Sakaður um peningaþvætti Rannsóknardómstóll í Washington í Bandaríkjunum kannar nú ásakanir um meint peningaþvætti Bobbys Fischers sem er 62 ára í dag. Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum hefur saksóknari vestan hafs þegar stefnt fyrrverandi lögmanni Fischers í Bandaríkjunum vegna málsins og hefur honum verið gert að mæta fyrir rannsóknardómstólinn 17. mars næstkomandi. Erlent 13.10.2005 18:53
Búið að losa Jaxlinn Flutningaskipið Jaxlinn, sem strandaði í morgun við flugbrautina á Ísafirði, var dregið á flot undir kvöld. Engar skemmdir virðast hafa orðið á skipinu. Mjög grunnt er á þessu svæði og virðist Jaxlinn hafa komið af töluverðum krafti upp í sandinn því hann sat klettfastur í dag. Innlent 13.10.2005 18:53
Mikil spurn eftir folaldakjöti Eitt þúsund folöld vantar til slátrunar til að anna stóraukinni spurn eftir folaldakjöti. Fordómar gagnvart hrossakjöti hafa minnkað, segja kjötframleiðendur, og erlendis selst kjötið yfirleitt á hærra verði en dilkakjöt. Innlent 13.10.2005 18:53
Há sekt fyrir svindl Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann í 6 mánaða skilorðsbundið fangelsi og 14,7 milljóna króna sekt fyrir skattsvik og bókhaldssvindl. Maðurinn kom sér undan því að greiða virðisaukaskatt og tekjuskatt á árunum 1998-2002, samtals að upphæð 7,3 milljónir króna. Sektin er því tvöföld sú upphæð og skal greiðast til ríkissjóðs innan fjögurra vikna frá birtingu dómsins, annars skal ákærði sitja í fangelsi í sjö mánuði. Innlent 13.10.2005 18:53
Ísraelsríki studdi landtöku Ísraelsk stjórnvöld voru með ólöglegum hætti viðriðin stofnun landtökubyggða á Vesturbakkanum. Þetta er niðurstaða rannsóknarskýrslu sem kynnt var í Ísrael í gær. Þetta hátterni Ísraelsstjórnar er til þess fallið að grafa undan lýðræði þar í landi segir fyrrverandi ríkissaksóknari. </font /></b /> Erlent 13.10.2005 18:53
Sprengjuárásir á Indlandi Tíu sprengjur sprungu með nokkurra mínútna millibili í Assam-ríki á Indlandi í dag. Einn maður lést og fjórir slösuðust og verslanir, farartæki og lögreglustöð skemmdust. Sprengjunum hafði flestum verið komið fyrir á mannmörgum mörkuðum og fyrir utan sjúkrahús. Svokölluð frelsissamtök Asom eru grunuð um verknaðinn en þau berjast fyrir sjálfstæði Assam-ríkis. Erlent 13.10.2005 18:53
Sankti Helena minnir á sig Eldfjallið Sankti Helena í Washington sendi frá sér gríðarlegan öskustrók í gærkvöldi og í nótt. Að sögn flugmanna á svæðinu náði askan allt að tíu þúsund metra hæð. Öskustrókurinn er sennilega sá mesti síðan árið 1980 þegar mikið eldgos varð í fjallinu og 57 manns biðu bana. Erlent 13.10.2005 18:53
Sendir í læknisskoðun og lyfjapróf Allir starfsmenn Bechtel á Íslandi þurfa að fara í læknisskoðun og lyfjapróf áður en þeir hefja störf hjá fyrirtækinu. Innlent 13.10.2005 18:53
Mæti fyrir dómara eftir dauðdaga 39 ára gamall Ítali sem læknar segja að eigi hálft ár eftir ólifað var í dag sagt að koma aftur eftir 14 mánuði til að hlýða á niðurstöðu dóms í máli mannsins gegn tryggingafyrirtæki. Maðurinn, Carmelo Cisabella, lenti í mótorhjólaslysi fyrir rúmum áratug, er í hjólastól og fékk í kjölfarið banvæna mænusýkingu. Erlent 13.10.2005 18:53
Hafnar beiðni um lausn Fischers Útlendingastofnun japanska dómsmálaráðuneytisins hafnaði í morgun beiðni lögmanns Bobbys Fishers um að hann yrði leystur úr haldi. Ráðuneytið telur að það breyti engu um aðstöðu Fischers þótt hann hafi íslenskt vegabréf en öðru gilti ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt. Erlent 13.10.2005 18:53
Jaxlinn strandaði í Skutulsfirði Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í Skutulsfirði klukkan kortér fyrir ellefu í morgun í innsiglingunni við flugbrautina á Ísafirði. Mjög grunnt er á þessu svæði en ekki er kunnugt um ástæður strandsins. Sjö manns eru um borð. Verið er að reyna að toga Jaxlinn á flot en það gengur hægt að sögn Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði. Innlent 13.10.2005 18:53
Jaxlinn strandar Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í gærmorgun í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp en síðdegis tókst að draga hann á flot á ný. Innlent 13.10.2005 18:53
Verðlaunað fyrir frunsurannsóknir Rannsóknarhópur sem stendur að sprotafyrirtækinu Líf-hlaup hefur hlotið verðlaun Alþjóðasamtaka tannrannsókna, International Association for Dental Research, og GlaxoSmithKline fyrir rannsóknir á lyfjagjöf við herpes simplex sýkingum í munni, það er frunsum. Innlent 13.10.2005 18:53
Ekki japanskt innanríkismál Guðmundur G. Þórarinsson, einn fulltrúi í Fischer sendinefndinni í Japan, segir að Suzuki, lögfræðingur skákmeistarans hafi fengið þau svör eftir óformlegum leiðum, að ef hann fengi ríkisborgararétt þá yrði honum sleppt. Innlent 13.10.2005 18:53
Fréttastjóri líklega kynntur í dag Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, tilkynnir væntanlega um nýjan fréttastjóra Útvarps í dag. Auðun Georg Ólafsson fékk flest atkvæði í útvarpsráði en Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, hefur mælt með fimm manns og er Auðun ekki í þeim hópi. Innlent 9.3.2005 00:01
Sjávarútvegsháskóli hefur störf Norrænn sjávarútvegsháskóli fyrir framhaldsnema tók formlega til starfa 28. febrúar sl. Stjórnarformaður skólans, Guðrún Pétursdóttir, segir að styrkur skólans liggi í því að hann hafi enga fasta starfstöð heldur færist til þangað sem þörfin fyrir hann er hverju sinni. Innlent 13.10.2005 18:52
Heildarvelta Bakkavarar tífaldast Starfsmönnum Bakkavarar fjölgar úr 2500 í þrettán þúsund og heildarvelta samstæðunnar tífaldast með kaupum Bakkavarar á breska framleiðslufyrirtækinu Geest Plc. Kaupverðið nemur um 58 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52
Tímamótasamkomulag um frítíma Sjómenn og Samherji skrifuðu undir tímamótasamkomulag um frítíma áhafna. Samningsundirritunin varð til þess að forstjóri Samherja komst ekki til London til að sjá leik Chelsea og Barcelona, en sjómannaforystan veitti honum sárabót. Innlent 13.10.2005 18:53
Í samkeppni við sjálfa sig Samkeppnin á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu er farin að hafa veruleg áhrif víða um land. Á Húsavík eru tvær matvöruverslanir, Samkaup-Úrval og Kaskó, en báðar eru í eigu Samkaupa. Innlent 13.10.2005 18:53
Farþegum fjölgaði um 12% Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú. Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%. Innlent 13.10.2005 18:52
Aðsóknin minni hjá Stígamótum Minni aðsókn var að Stígamótum í fyrra en undanfarin ár sem nam 9,2 prósentum. Eldri málum fækkaði um 13,5 prósent. Innlent 13.10.2005 18:53
Konur betri bílstjórar Ef allir ökumenn keyrðu eins og konur þá yrðu færri dauðaslys í umferðinni. Þetta er í grófum dráttum meginniðurstaða nýrrar rannsóknar sænsku umferðarstofnunarinnar. Erlent 13.10.2005 18:52
Mjólkurlítrinn á 90 aura Verðið á mjólkurlítranum fór niður í níutíu aura í verslunum Bónus í dag. Ekki er víst hversu lengi tilboðið mun standa. Verðið stafar af verðstríði við Krónuna þar sem mjólkurverðið hefur farið niður í eina krónu í dag í verslun keðjunnar við Bíldshöfða að sögn verslunarstjóra. Innlent 13.10.2005 18:53
Bakkavör stærst í heimi Bakkavör er orðin stærsti framleiðandi ferskrar, tilbúinnar matvöru í heiminum með kaupum á breska fyrirtækinu Geest, að sögn forstjóra fyrirtækisins. Alls greiðir Bakkavör 70 milljarða króna fyrir Geest en Barcleys-bankinn lánar 58 milljarða sem forstjórinn segir hæsta lán sem íslenskt fyrirtæki hefur fengið. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:53
Fjörutíu á biðlista Múlalundar Fjörutíu manns eru á biðlista eftir starfi á Múlalundi sem er vinnustaður fyrir fólk með skerta starfsorku. Framkvæmdastjóri Múlalundar, Helgi Kristófersson, segir ekki hægt að fjölga starfsfólki umfram það sem nú sé þrátt fyrir að fyrirtækinu skorti ekki verkefni. Innlent 13.10.2005 18:53
Lækning við slæmu þunglyndi? Lækning við verstu tilvikum af þunglyndi kann að vera fundin. Niðurstöður fyrstu tilrauna með svokallaða djúpheilaörvun þykja lyginni líkastar. Erlent 13.10.2005 18:52
Stígamót rekin með tapi Stígamót voru rekin með 3,5 milljóna króna tapi í fyrra vegna aukins húsnæðiskostnaðar, nýs tölvu- og símakerfis og ráðningar bókara. Rekstrartekjur samtakanna voru tæpar 28 milljónir en kostnaðurinn rúmar 32 milljónir. Innlent 13.10.2005 18:53
Eitt verka Munch stórskemmt Lögreglan í Osló handtók í fyrrakvöld níu manns vegna ránsins á þremur verkum norska listamannsins Edvards Munch. Verkin eru komin í leitirnar og er eitt þeirra mikið skemmt. Erlent 13.10.2005 18:53