Fréttir

Fréttamynd

Gríðarleg reiði meðal fréttamanna

Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Auðun Georg ráðinn fréttastjóri

Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps.

Innlent
Fréttamynd

Skjálfti lokar gullnámu í S-Afríku

42 námuverkamenn eru fastir í gullnámu í Suður-Afríku í kjölfar jarðskjálfta þar í morgun. Samkvæmt fréttaskeytum lokuðust sum ganganna í námunni í skjálftanum en björgunarmenn vinna nú hörðum höndum að því að bjarga lífi þeirra sem lokaðir eru inni. Þeir eru sagðir vera um 2,4 kílómetra undir yfirborði jarðar en með einhverjar súrefnis- og vantsbirgðir.

Erlent
Fréttamynd

Öfgamenn komi í stað Maskhadovs

Líklegt er að morð rússneskra hermanna á Aslan Maskhadov, leiðtoga tsjetsjenskra uppreisnarmanna, í gær hleypi frekari hörku í aðgerðir aðskilnaðarsinnaðra Tsjetsjena. Maskhadov var talsmaður hófsamra Tsjetsjena og nú er talið að öfgasinnaðir hryðjuverkamenn nái völdum.

Erlent
Fréttamynd

Konur og börn hálshöggvin

Lík 41 Íraka hefur fundist síðastliðna tvo daga og er greinilegt að fólkið hefur verið tekið af lífi. Meðal hinna látnu eru bæði konur og börn.

Erlent
Fréttamynd

Reglugerð um spilakassa gefin út

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð fyrir Íslenska söfnunarkassa sem starfrækja söfnunarkassa til fjáröflunar fyrir Rauða Kross Íslands, Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og SÁÁ, undir heitinu Íslandsspil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Takmörkuð vitneskja um vopnaþróun

Upplýsingar Bandaríkjamanna um vopnaþróun Írana eru mjög takmarkaðar og ekki hægt að draga af þeim neinar haldbærar ályktanir. Bandaríska dagblaðið <em>New York Times</em> greinir frá því að þetta komi fram í skýrslu nefndar sem verður kynnt Bush Bandaríkjaforseta síðar í þessum mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Þorsteinn að hætta

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun láta að störfum í utanríkisþjónustunni með haustinu.

Innlent
Fréttamynd

Asni handtekinn

Asninn Pacho var látinn laus úr prísund sinni í gær eftir að lögreglan í borginni Arauca í Kólumbíu tók hann fastan á sunnudagskvöldið.

Erlent
Fréttamynd

Semja um uppbyggingu í miðbæ

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við Klasa hf. um þróun og uppbyggingu á nýjum miðbæ í Garðabæ. Þetta ákváð bæjarstjórnin í kjölfar samkeppni um eflingu miðbæjarins. Í tilkynningu frá bænum segir að stefnt sé að því að byggja upp nýtt 500 manna íbúðahverfi með verslunum og veitingastöðum, þjónustu og menningu á svæði í miðbænum sem er einungis um 500 metrar að lengd.

Innlent
Fréttamynd

Vita ekkert um morð í Qaim

Yfirvöld í Írak kunna engar skýringar á líkum af nítján mönnum sem fundust skotnir til bana í bænum Qaim í vesturhluta Íraks í gærkvöldi. Fólkið, átján karlmenn og ein kona, var allt klætt í borgaraleg föt og fannst á akri skammt fyrir utan bæinn. Svo virðist sem það hafi verið myrt fyrir allt að viku.

Erlent
Fréttamynd

Haldið í ellefu til tólf tíma

Ítalska ferðamanninum, sem var handtekinn um helgina grunaður um hryðjuverkastarfsemi, var haldið í ellefu til tólf klukkstundir. Þó hafði hann ekkert unnið sér til saka annað en að vefja trefli um andlitið vegna kuldans hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Blóðstrimlar í opinn reikning

Talsmenn tveggja fyrirtækja sem flytja inn blóðstrimla til blóðsykursmælinga segja þau ekki hafa gefið fólki slíka strimla í stórum stíl, til að fá síðan 80 - 90 prósent endurgreidd hjá Tryggingastofnun. Þriðja innflutningsfyrirtækið neitar að svara Fréttablaðinu. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Margir vilja skipuleggja miðbæinn

Mikill áhugi virðist meðal arkitekta hvaðanæva úr heiminum á að skipuleggja miðbæ Akureyrar því 140 tillögur bárust í hugmyndasamkeppni um það.

Innlent
Fréttamynd

Tveir lítrar af mjólk á krónu

Nú er hægt að fá tvo mjólkurlítra fyrir eina krónu í Krónunni. Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar, segir að frekari verðbreytinga sé að vænta í ýmsum vöruflokkum. Mjólkurvörur, gosdrykkir og grænmeti sé efst á blaði en hann segir lækkanir í fleiri vöruflokkum vera til skoðunar. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir tvo mjólkurlítra nú kosta 90 aura í Bónusverslununum.

Innlent
Fréttamynd

Stofna félag um haglabyssur

Saga Jóns Björnssonar byssusmiðs frá Dalvík er um margt sérstök. Sjötugur tók hann að smíða haglabyssur sem þykja hagleikssmíð og ágætar til veiða. Byssurnar, sem hann nefndi Drífur vegna langdrægni, urðu alls 120. Nú stofna áhugamenn um Drífurnar sérstakt félag; Drífuvinafélagið. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Talin hafa verið tekin af lífi

Nítján manns, þar á meðal ein kona, fundust látnir í bænum Qaim í vesturhluta Íraks í gærkvöldi. Reuters-fréttastofan hefur það eftir lækni á sjúkrahúsi í bænum að fólkið hafi verið skotið í höfuðið. Meðal hinna látnu er einn lögreglumaður. Talið er að skæruliðar beri á byrgð á verknaðinum í Qaim sem er skammt frá landamærum Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra með ráðherraræði

Einkavæðingarnefnd taldi ekki þjóna neinum tilgangi að hitta efnahags- og viðskiptanefnd vegna sölu Landsímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa nefndinni bréf ef hún hefði einhverjar spurningar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um ráðherraræði í þinginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar starfsreglur um eftirlit

Nýjar starfsreglur um eftirlit með opinberum byggingum sem tóku gildi eftir 11. september 2001 leiddu til þess að víkingasveit lögreglunnar handtók ítalskan arkitekt um helgina. Eins og Stöð 2 greindir frá í gær sást maðurinn taka myndir af alþingishúsinu og þótti grunsamlegur.

Innlent
Fréttamynd

Framhaldsskólanemendur stjórna

Sjötíu nemendur úr framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu munu á morgun fara í spor stjórnenda í fjörutíu fyrirtækjum og fylgjast með störfum þeirra. Viðskiptaráðherra og borgarstjóri eru meðal þeirra stjórnenda sem munu leyfa nemendunum að taka þátt í störfum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra vill lengja fæðingarorlof

Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir að þegar jafnvægi hafi náðst í fæðingarorlofskerfinu sé hugsanlegt að fæðingarorlofið verði lengt í ár.

Innlent
Fréttamynd

HÍ setur 1,6 milljarð í hús

Háskóli Íslands ætlar að reisa 8.500 fermetra byggingar fyrir 1,6 milljarða króna. Ingjaldur Hannibalsson, formaður byggingarnefndar Háskólatorgs, segir húsin kölluð Háskólatorg eitt og tvö. Þau eigi að vera tilbúin í desember 2007. Framkvæmdir hefjist í apríl 2006.

Innlent
Fréttamynd

Fischer: Yfirvöldum verður stefnt

Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan.

Innlent
Fréttamynd

3 Frökkum sleppt frá Guantanamó

Þremur Frökkum var í gær sleppt úr haldi frá fangabúðunum á Guantanamó á Kúbu. Þeir hafa verið í haldi þar síðan Bandaríkjamenn réðust inn í Afganistan í árslok 2001, grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtök.

Erlent
Fréttamynd

Skutu ekki viljandi á bíl Sgrena

Bandaríkjastjórn þvertekur með öllu fyrir það að bandarískir hermenn hafi skotið viljandi á bíl ítölsku blaðakonunnar Juliönu Sgrena á laugardaginn. Talsmaður Hvíta hússins sagði í gær fráleitt að halda þessum möguleika fram.

Erlent
Fréttamynd

Gæti skaðað ímynd Íslands

Þróun og ræktun erfðabreyttra lífvera eða matvæla hér á landi gæti haft neikvæð áhrif á ímynd landsins erlendis að sögn verkefnastjóra hjá Bændasamtökunum. Framkvæmdastjóri ORF-Líftækni fullyrðir að engin hætta sé fyrir hendi hvað byggplöntuna varðar.

Innlent
Fréttamynd

Borgin kaupir lítið af Múlalundi

Framkvæmdastjóri Múlalundar er ósáttur við hversu lítið Reykjavíkurborg kaupir af fyrirtækinu sem stytti biðlista á vegum borgarinnar eftir verndaðri vinnu. Hann segir að auk bættra lífsgæða megi spara tugi milljóna króna í lægri lyfjakostnaði með því að þjálfa fólk til vinnu.

Innlent
Fréttamynd

Verðstríð hjá Bónus og Krónunni

Mjólkurlítrinn fékkst fyrir minna en eina krónu í Bónus í dag og í Krónunni mátti sjá fólk hamstra gos fyrir fermingarveislurnar. Þá hefur sjaldan verið hagkvæmara að neyta grænmetis á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Fagleg ráðning fréttastjóra

Stjórn Félags fréttamanna hefur sent útvarpsstjóra bréf í kjölfar þess að Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Í bréfinu hvetur stjórnin útvarpsstjóra til þess að láta fagleg sjónarmið ráða vali á nýjum fréttastjóra Útvarps.

Innlent