Innlent

Búið að losa Jaxlinn

Flutningaskipið Jaxlinn, sem strandaði í morgun við flugbrautina á Ísafirði, var dregið á flot undir kvöld. Engar skemmdir virðast hafa orðið á skipinu. Mjög grunnt er á þessu svæði og virðist Jaxlinn hafa komið af töluverðum krafti upp í sandinn því hann sat klettfastur í dag. Ekki er á hreinu hvað olli strandinu en hafnsögumaður var ekki um borð. Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir að einhverjum sökum hafi skipið farið út af venjulegri innsiglingarleið og lent vitlaust í merkjum og farið upp á sandkant við flugvöllinn. Skipið virðist ekki skemmt og önnur skip sem hafa fest sig þarna hafa heldur ekki skemmst. Guðmundur sagði, áður en skipið var losað, að Jaxlinn væri mjög hlaðinn. Tólf gámar væru uppi á efra dekki og þá væri 30 tonna þungavinnuvél um borð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×