Verðstríðið harðnar enn 9. mars 2005 00:01 Ekkert miðar í friðarátt í verðstríði lágvöruverslana, sem sumar hverjar gáfu viðskiptavinum sínum mjólkina í dag. Þessi stríðsrekstur varð til þess að Mjólkursamsalan tvöfaldaði mjólkurframleiðsluna og er að verða uppiskroppa með ýmsa mjólkurvöru. Í morgun kostuðu tveir mjólkurlítrar eina krónu í Krónunni og Bónus átti svar við því og bauð sínum viðskiptavinum tvo mjólkurlítra á 90 aura. Kaskó og Nettó helltu sér þá í slaginn og gáfu hverjum viðskiptavin lítra af mjólk. Svo mikill er hamagangurinn í stríðinu um viðskiptavininn að verð breytist nú tvisvar og jafnvel þrisvar á dag. Þótt buddur og bein landsmanna njóti eflaust góðs af þá getur þetta varla talist arðbært fyrir verslanirnar sem kaupa mjólkurlítrann á 68 krónur og 44 aura í heilsölu og þá á eftir að leggja virðisaukaskatt ofan á. Hjá Mjólkursamsölunni fengust þær upplýsingar að helmingi meira hefði verið framleitt af mjólk í dag en á hefðbundnum þriðjudegi. Þá er mikil ásókn í þær vörutegundir sem notaðar eru sem vopn í verðstríðinu. Svo mikil að Mjólkursamsalan nær ekki að anna eftirspurn eftir ýmsum skyrtegundum og jógúrti. Það stefnir því í vöruskort hjá samsölunni um nokkurn tíma. Forsvarsmenn þeirra lágvöruverðsverslana sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag neituðu því alfarið að kostnaðurinn við að greiða niður mjólkurvörur verði til þess að aðrar vörur hækki og allir fullyrtu að þeir myndu áfram bjóða samkeppnishæft verð. Þó má ljóst vera að ekki þýðir að gefa vörur úr verslun ef hún á að standa undir sér. Þessu virðist fólk gera sér grein fyrir því dæmi eru um að fólk hafi hamstrað mjólkina í dag, annaðhvort til að belgja sig út áður en hún súrnar eða til að frysta. Fyrir þá forsjálu sem ætla að frysta birgðirnar er gott að hafa í huga að mjólkina þarf að þíða í kæliskáp því hún verður víst ansi ólystug ef hún er látin þiðna við stofuhita að sögn mjólkurfræðinga. Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Ekkert miðar í friðarátt í verðstríði lágvöruverslana, sem sumar hverjar gáfu viðskiptavinum sínum mjólkina í dag. Þessi stríðsrekstur varð til þess að Mjólkursamsalan tvöfaldaði mjólkurframleiðsluna og er að verða uppiskroppa með ýmsa mjólkurvöru. Í morgun kostuðu tveir mjólkurlítrar eina krónu í Krónunni og Bónus átti svar við því og bauð sínum viðskiptavinum tvo mjólkurlítra á 90 aura. Kaskó og Nettó helltu sér þá í slaginn og gáfu hverjum viðskiptavin lítra af mjólk. Svo mikill er hamagangurinn í stríðinu um viðskiptavininn að verð breytist nú tvisvar og jafnvel þrisvar á dag. Þótt buddur og bein landsmanna njóti eflaust góðs af þá getur þetta varla talist arðbært fyrir verslanirnar sem kaupa mjólkurlítrann á 68 krónur og 44 aura í heilsölu og þá á eftir að leggja virðisaukaskatt ofan á. Hjá Mjólkursamsölunni fengust þær upplýsingar að helmingi meira hefði verið framleitt af mjólk í dag en á hefðbundnum þriðjudegi. Þá er mikil ásókn í þær vörutegundir sem notaðar eru sem vopn í verðstríðinu. Svo mikil að Mjólkursamsalan nær ekki að anna eftirspurn eftir ýmsum skyrtegundum og jógúrti. Það stefnir því í vöruskort hjá samsölunni um nokkurn tíma. Forsvarsmenn þeirra lágvöruverðsverslana sem fréttastofa Stöðvar 2 ræddi við í dag neituðu því alfarið að kostnaðurinn við að greiða niður mjólkurvörur verði til þess að aðrar vörur hækki og allir fullyrtu að þeir myndu áfram bjóða samkeppnishæft verð. Þó má ljóst vera að ekki þýðir að gefa vörur úr verslun ef hún á að standa undir sér. Þessu virðist fólk gera sér grein fyrir því dæmi eru um að fólk hafi hamstrað mjólkina í dag, annaðhvort til að belgja sig út áður en hún súrnar eða til að frysta. Fyrir þá forsjálu sem ætla að frysta birgðirnar er gott að hafa í huga að mjólkina þarf að þíða í kæliskáp því hún verður víst ansi ólystug ef hún er látin þiðna við stofuhita að sögn mjólkurfræðinga.
Fréttir Innlent Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira