Innlent

Tímamótasamkomulag um frítíma

Sjómenn og Samherji skrifuðu undir tímamótasamkomulag um frítíma áhafna. Samningsundirritunin varð til þess að forstjóri Samherja komst ekki til London til að sjá leik Chelsea og Barcelona, en sjómannaforystan veitti honum sárabót. Samningurinn nær til skipanna Björgúlfs, Akureyrarinnar og Björgvins. Hann felur í sér að í stað þess að menn taki svokallað inniverufrí hvar sem er eru þeir, sem dæmi, þrjár vikur um borð og eiga svo tíu daga frí. Þannig geta menn, að sögn forstjóra Samherja, skipulagt frí sín betur og þurfa ekki nú, þegar landað er víða um land, að fara í bílum á milli og þess háttar. Þegar samningar höfðu verið undirritaðir í dag fékk forstjóri Samherja óvænta gjöf, Chelsea-treyju, sem sárabót fyrir að missa af fyrrnefndum leik í Meistaradeildinni í knattspyrnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×