Innlent

Í samkeppni við sjálfa sig

Samkeppnin á matvörumarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu er farin að hafa veruleg áhrif víða um land. Á Húsavík eru tvær matvöruverslanir, Samkaup-Úrval og Kaskó, en báðar eru í eigu Samkaupa. Verð á mörgum vörum hefur stórlækkað í báðum verslunum síðustu daga og segir Hrafnhildur Stella Sigurðardóttir, verslunarstjóri Kaskó, að mjólkurlítrinn hafi t.d. farið niður í 7 krónur. "Þó að Samkaup eigi báðar matvörubúðirnar á Húsavík þá er Kaskó í samkeppni við Bónus á Akureyri og þess vegna hafa sumar vörur lækkað mikið," segir Hrafnhildur Stella.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×